23.01.2020 13:37

Aðalfundur 2020

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Neista verður haldinn í reiðhöllinni fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 18:00

Dagskrá

 1. Fundarsetning og skipan starfsmanna.
 2. Skýrsla stjórnar. Formaður fer yfir starf síðasta árs.
 3. Ársreikningur
 4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
 5. Inntaka nýrra félaga
 6. Kosningar
  - Kosning til stjórnar, kosið er um formann til eins árs og tvö stjórnarsæti til tveggja ára
  - Kosið í nefndir
 7. Önnur mál
 8. Fundi slitið

Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórn eða nefndir félagsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Magnús s.698-3168 eða gefa kost á sér á fundinum.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

-Stjórnin

22.01.2020 00:08

Folalda- og ungfolasýningFolalda- og ungfolasýning Hestamannafélagsins Neista og Samtaka hrossabænda í A-Hún verður haldin í reiðhöllinni á Blönduósi sunnudaginn 26. janúar kl. 13.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum;

Hestfolöld
Merfolöld
2 vetra folar
3 vetra folar

Auk þess velja áhorfendur efnilegasta grip sýningar að sínu mati. 

Dómari verður Eyþór Einarsson.


Skráning berist á manaskal@gmail.com í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 24. janúar. Fram komi IS nr og nafn grips. Skráningargjald er 2000 kr.

Veglegir vinningar í formi folatolla fyrir efstu sæti.


Æskulýðsdeild Neista mun vera með veitingasölu í fjáröflunarskyni fyrir vetrarstarfið.  

03.01.2020 10:19

Reiðnámskeið veturinn 2020

 

Veturinn 2020 ætlar Neisti að bjóða upp á eftirfarandi námskeið á Blönduósi:

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net.

Skráning fer fram hjá Önnu Margréti á amj@bondi.is eða í síma 848-6774. Síðasti skráningardagur er 15. janúar.

 

Almennt reiðnámskeið 8 ára og eldri - 14 skipti (1 x í viku)

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Námskeiðið hefst 20. janúar og lýkur í lok apríl. Kennt á mánud. og/eða miðvikud.

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr.

Utan félags, verð: 25.000 kr.

 

Pollanámskeið - 9 skipti

Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Kennt verður þrjá fyrstu sunnudaga í mánuði kl. 16.

Námskeið hefst 2. febrúar

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð: 5.000 kr.

 

Reiðnámskeið (keppnisnámskeið) -  4 helgar – börn, unglingar og ungmenni

Lögð verður áhersla á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð, hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum.

Gerðar verða meiri kröfur til ásetu, stjórnunar, jafnvægis og gangskiptinga en á almennu reiðnámskeiði. Bókleg kennsla fer fram í fyrirlestrarformi. Námskeiðið fer að miklu leyti fram inní reiðhöll, þangað til veður leyfir að farið verði út á keppnisvöllinn.

Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem stefna á að taka þátt í Landsmóti hestamanna eða öðrum mótum í vetur og næsta sumar.

Kennt verður fyrstu helgi í hverjum mánuði febrúar til maí. Kennsla hefst 1. febrúar.

Kennari er Bergrún Ingólfsdóttir

Boðið verður upp á eftirfylgni fyrir þá sem fara á Landsmót í framhaldi af þessu námskeiði

Verð 20.000 kr.

 

Knapamerki 1

Verklegi hlutinn:

 • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
 • Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
 • Geti farið á og af baki beggja megin
 • Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
 • Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
 • Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
 • Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
 • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Skilyrði fyrir hest nemanda á námskeið er að hann sé spennulaus og brokki vel án nokkurra vandræða.

Kennt verður einu sinni til tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum

14 verklegir og 6 bóklegir tímar, aldurstakmark er 12 ára

Námskeiðið hefst 20. janúar

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð: 30.000 kr. með prófi og skírteini

Utan félags, verð 45.000 kr. með prófi og skírteini

 

Knapamerki 2

Verklegi hlutinn:

 • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
 • Riðið einfaldar gangskiptingar
 • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
 • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
 • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
 • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
 • Geta riðið á slökum taum
 • Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
 • Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis

Skilyrði fyrir hest nemanda á námskeið er að hann sé spennulaus og brokki vel án nokkurra vandræða

Kennt verður einu sinni til tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum

16 verklegir og 8 bóklegir tímar

Námskeiðið hefst 20. janúar

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð: 35.000 kr. með prófi og skírteini

Utan félags, verð 50.000 kr. með prófi og skírteini

 

02.12.2019 10:32

Reiðkennari óskast - Blönduós

Æskulýðsnefnd Neista leitar að reiðkennara til að kenna á námskeiðum fyrir börn og ungmenni í Austur-Húnavatnssýslu í vetur. Námskeiðin verða haldin á Blönduósi. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og reynslu í reiðkennslu.

Áhugasamir hafi samband við Önnu Margréti Jónsdóttur, Sölvabakka. Sími 848-6774, solvabakki@simnet.is.

 
 
 • 1
Flettingar í dag: 208
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 2355510
Samtals gestir: 352442
Tölur uppfærðar: 29.1.2020 14:30:35

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Harpa Birgisdóttir, formaður, Magnús Sigurjónsson, Kristján Þorbjörnsson, Sonja Suska, Berglind Bjarnadóttir. - - - Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere