11.02.2008 23:13

*Hestakúnstir.*

*Hestakúnstir.*

Næstkomandi sunnudag, þann 17. febrúar, verður haldið námskeið í
Reiðhöllinni Arnargerði. Námskeiðið kallast hestakúnstir og kennari er
Tina Niewert. Á námskeiðinu er farið í hvernig hægt er að fá hestinn til
að gera ýmsar æfingar sem hann gerir í náttúrunni án þess að vera á
baki, t.d. að leggjast, hneigja sig, heilsa og spænska skrefið. Misjafnt
er hvað tekst að kenna hestunum en það fer að mestu eftir því hvað þeir
eru móttækilegir og námsfúsir. Byrjað verður á bóklegum tíma, síðan er
sýnikennsla og þá fá þeir sem koma með hesta að spreyta sig. Áætlað er
að hver hópur fái 2svar verklega kennslu.
Námskeiðið er opið öllum og mun kosta 2000 kr.

Skráning er hjá Sonju í síma 452 7174 / 616 7449 og Jóhönnu í síma 452
4012 / 868 1331 fyrir kl. 19 á laugardagskvöld
Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409630
Samtals gestir: 49742
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:38:59

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere