24.03.2008 18:10

Stjörnutöltið 2008


Þórdís Erla Gunnarsdóttir gerði sér lítið fyrir í gær og sigraði Stjörnutölt annað árið í röð.  Það mun vera í fyrsta sinn frá upphafi þessa móts sem sami knapi nær að verja titilinn.  Þórdís gerði það hins vegar með stæl og nú á öðru hrossi en árið áður eða Hespu frá Eystra-Súlunesi.  Þórdís hlaut einnig viðurkenningu frá FT norður fyrir prúðmannlega reiðmennsku.  Stjörnutöltið fór fram í Skautahöllinni á Akureyri og var húsfyllir á keppninni.  Þar komu einnig fram nokkur kynbótahross, sem er skemmtileg viðbót við annars úrvals töltara sem þarna dönsuðu á svellinu.  Það fara fjórir knapar beint inn í úrslitin en fimmti hestur er valinn inn af áhorfendum.  Að þessu sinni var það Gunnar Arnarsson á Ösp frá Enni sem hlaut áhorfendasætið svokallaða. 

1. Þórdís Gunnarsdóttir og Hespa frá Eystra-Súlunesi I 7,70/8,50
2. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum 7,40/8,42
3. Anton Páll Níelsson og Auður frá Hofi 7,70/8,04
4. Eyjólfur Þorsteinsson og Komma frá Bjarnanesi I 7,53/8,00
5. Gunnar Arnarson og Ösp frá Enni 7,37/7,75

Frábær árnagur hjá Óla, og greinilegt að þeir félagar eru í fantaformi þessa dagana. Til hamingju Óli.
Flettingar í dag: 3
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 432856
Samtals gestir: 51140
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:11:40

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere