22.05.2008 22:59

Upplýsingar fyrir hestamannafélög og knapa

 

Upplýsingar fyrir hestamannafélög og knapa

 

Knapar_sharpen.jpg

 

Upplýsingar til keppenda - fyrirkomulag  - smella hér

Yfirlitsmynd af aðstöðu knapa og hrossa - smella hér

Teikning af beitarhólfum til að panta - smella hér

Panta beitarhólf og athafnasvæði ? smella hér

- Beitarhólf og tjaldsvæði keppenda verður afmarkað með rafmagnsgirðingu.
- Sbr. loftmynd er hvert hólf afmarkað um 8 x 15 m að stærð.
- Hestamannafélög panta beitarhólf fyrir sína keppendur (ekki einstaka knapi) panta fjölda hólfa skv. fjölda hrossa. Teikningin er því ætluð til skipulagningar á því hvar hestamannafélögin verða.
- Hvert beitarhólf (per reitur á teikningu) kostar kr. 3.000,-
.
- Beitarhólf eru ekki sérstaklega vöktuð af LM - forráðamenn hrossa sjá sjálfir um vöktun hrossana og bera ábyrgð á þeim á mótsvæði.
- Leggja má húsbýlum, hjólhýsum, fellihýsum eða tjalda á fyrirfram pöntuðu svæði - án endurgjalds, en ekki er aðgengi að rafmagni í aðstöðuna.

Ræktunarbússýningar
Upplýsingar um ræktunarbússýningu hér
Skráningareyðublað á ræktunarbússýningu - PDF /  Word

Val hrossa og keppenda á Landsmót
Val hrossa í gæðingakeppni og keppenda í barna- unglinga og ungmennakeppni á landsmótum skal fara fram hjá félögunum eftir lögum og reglum LH um gæðingakeppni og barna- unglinga- og ungmennakeppni.  Sjá nánar lög og reglugerðir LH - hér

Ekki er barni, unglingi eða ungmenni heimilt að mæta með fleiri en eitt hross til úrtöku á landsmóti í sínum aldursflokki. Einkunnir í forkeppni skulu ávallt ráða vali hrossa á landsmót en ekki röðun úr úrslitakeppni sé hún viðhöfð.  Þá er félögum heimilt að hafa tvær umferðir og gildir þá betri árangur.

Hversu mörg hross/knapar frá hestamannafélögunum hafa þátttökurétt á Landsmóti?

 Fjöldi skráðra félagsmanna í hverju hestamannafélagi fyrir sig segir til um þann fjölda hrossa sem öðlast þátttökurétt á Landmóti.    

Dæmi:

-         Hestamannafélag með 1-125 félaga á félagaskrá öðlast rétt til að senda eitt hross í hvern keppnisflokk; þ.e. A og B flokk auk barna-, unglinga- og ungmennaflokk. Hestamannafélög með 126-250 skráða félaga:  2 hross í hverjum flokki. Hestamannafélög með 251-375 skráða félaga: 3 hross í hverjum flokki, osfrv. Miðað er við fjölda skráðra félaga á félagaskrá hestamannafélaga 15. apríl 2008 en þá er síðasti skiladagur ársskýrslu og félagafjölda til ÍSÍ í gegnum skráningarkerfi sem kallast FELIX.  

 Skráning keppenda og hrossa frá hestamannafélögum
Öll hross þurfa að vera skráð í WorldFeng (á einnig við um tölt og skeiðgreinar).
Skráning keppenda á Landsmót 2008 fer að venju fram í gegnum Mótafeng og verða hestamannafélögin að standa skil á skráningunum í gegnumeftirfarandi vefslóð:  www.sportfengur.is .   Við biðjum ykkur jafnframt um að senda okkur póst yfir skráningarnar með því að smella hér.

Landssamband Hestamannafélaga er með lista yfir aðgangsorð allra hestamannafélaganna í MótaFeng og eiga félögin að hafa fengið þau send.
Vinsamlegast hafið samband hér ef félagi þínu vantar aðgang að kerfinu.

Á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga má nálgast nýjustu uppfærslu af Kappa, leiðbeiningar og handbók.  Smellið hér.

Vinsamlegast athugið:  Varahesta er ekki hægt að skrá í gegnum þessa slóð, senda þarf upplýsingar um varahesta - hér.

Fulltrúar LM og LH sjá um skráningu í tölt og skeiðgreinar. Skráningarfrestur í þær greinar rennur út  á miðnætti 16. júní.

 

 

 

Flettingar í dag: 4529
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 229
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 431514
Samtals gestir: 51008
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 19:22:29

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere