07.11.2008 22:42

Aðalfundur Félags hrossabænda

Aðalfundur Félags hrossabænda
Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytið

Félag hrossabænda efndi til aðalfundar síns í dag í Bændahöllinni. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði fundarmenn og sagði meðal annars: "Hvað hrossabúskapinn varðar hef ég minni áhyggjur af honum en mörgu öðru í þjóðfélaginu.

Ég er sannfærður um að greinin er vel í stakk búin til að spjara sig en okkar allra bíða erfiðir tímar um sinn, það væri hreint ábyrgðarleysi af mér að halda öðru fram. Hrossabúskapurinn hefur búið við mikinn uppgang um árabil; hrossakynbætur standa á traustum grunni og taka sífelldum framförum, jafnframt sem tamningu, reiðmennsku og meðferð allri á hestinum fleygir fram. Þetta hefur gerst vegna þess að hið opinbera hefur frá upphafi sett greininni leikreglur, bæði með beinni laga- og reglugerðarsetningu og eins með verkefnum sem það hefur falið Búnaðarfélagi Íslands, nú Bændasamtökin, ábyrgð á. Samtímis hefur greinin alla tíð notið mikils sjálfræðis og frelsis, hún hefur því byggst upp á eigin forsendum þar sem aflavakinn hefur verið framtak einstaklinganna sjálfra sem í greininni starfa.

Sjá ræðu ráðherra:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/radherra/Raedur_EKG//nr/9458


Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 431705
Samtals gestir: 51029
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 08:58:04

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere