21.05.2010 23:16

Hestafréttir spurðu nokkra knapa álits

Hestafréttir spurðu nokkra knapa álits

Skiptar skoðanir eru varðandi niðurstöðu Landsmótsnefndar eftir fundinn í dag. Hestafréttir tóku nokkra knapa tali í dag til að kanna álit þeirra varðandi ákvörðunatöku Landsmótsnefndar:

Hver er afstaða þín varðandi ákvörðunartöku Landsmótsnefndar?
Daníel Jónsson
: "Ég er bara mjög ánægður með þetta. Flott að halda áfram þangað til annað kemur í ljós. Fullsnemmt að loka fyrir þetta strax."
Jakob Svavar Sigurðsson: "Mér líst ekki vel á þetta, ég held að þetta sé óraunhæft."
Tryggvi Björnsson: "Mér fannst þetta rétt, halda þessu áfram."
Hans Friðrik Kjerúlf: "Mér líst bara ágætlega á þetta"
Mette Mannseth: "Þetta er röng ákvörðun, frestun á vandamáli."
Hafliði Halldórsson: " Að halda Landsmót er eins og að spila tafl með 5 peðum á móti kóngi, drottningu, hróki og biskup það vita allir hvernig það fer. Við getum ekki haldið Landsmót þar sem hrossin eru öll veik."

Hvað myndir þú vilja gera í stöðunni?
Daníel:
"Menn mega ekki alltaf bara hugsa um eigið skinn."
Jakob: "Ég sé bara ekkert annað en að það sé blásið af. Ég get ekki séð að þetta sé hægt. Ég er ekki að fara að ríða út næstu 10 daga, öll hrossin hjá mér eru frá."
Tryggvi: "Halda Landsmót og vona að þetta lagist á næstu 2-3 vikum. Of mikið mál að henda þessu útaf borðinu núna."
Hans: "Ég vil halda Landsmót"
Mette:" Fresta Landsmóti um ár."
Hafliði: " Ég vil halda Landsmót á næsta ári með sömu dagsetningu og prófa það fyrirkomulag og prófa að halda Landsmót árlega. Það mun ekki há Heimsmeistaramóti þó svo Landsmót verði haldið á sama ári. Það er ekkert gaman að vinna Landsmót þegar bestu hestarnir eru ekki mættir til leiks."

Hvað eru hrossin búin að vera veik lengi hjá þér?
Daníel: "Algjörlega einstaklingsbundið. Sum eru bara búin að vera veik alla tíð. Ég vil óska öllum hestum á Íslandi góðs bata og batnandi hrossi er best að lifa."
Jakob: "Það eru hestar búnir að vera hóstandi hérna í mánuð, þetta eru 6 vikur lágmark. Hestarnir verða að fá að njóta vafans og ná að jafna sig aftur. Þetta eru ósanngjarnar kröfur á okkur og hrossin."
Tryggvi: "Fyrsti varð veikur fyrir svona fjórum vikum, svo eru að bætast við eitt og eitt núna. Ég er byrjaður að ríða þrem til fjórum sem veiktust fyrst og þau virka í lagi."
Hans: "Ekkert hross hefur veikst hjá mér. Ekki ennþá allavegana."
Mette: " Það er mjög misjafnt, 3-6 vikur."
Hafliði: " Við riðum fimm hrossum í gær og þegar þau voru komin inn í stíu byrjuðu fjögur að hósta, þar á meðal Ás frá Ármóti. Það var stefnt með þessi hross á Landsmót og fleiri til. Ég sé til hvernig málin þróast með hrossin mín. Ég vil ekki skaða hrossin með því að halda áfram að þjálfa þau."

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 431923
Samtals gestir: 51074
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 16:29:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere