19.07.2010 14:31

Fákaflug 2010


Fákaflug verður haldið dagana 30.júlí til 2.ágúst 2010 á Vindheimamelum.  Að vanda verður keppt í gæðingakeppni í sérstakri forkeppni með 3-4 inná í einu.  Einnig verða kappreiðar og töltkeppni.  Peningaverðlaun verða í Tölti og 100 m.skeiði.   En annars verða keppnisgreinarnar eftirfarandi:

            A.-flokkur                               100 m. skeið, fljótandi start

            B.-flokkur                                150 m. skeið, kappreiðar

            Ungmennaflokkur                   250 m. skeið, kappreiðar

            Unglingaflokkur                      300 m. brokk, kappreiðar

            Barnaflokkur                           300 m. stökk, kappreiðar

            Tölt

Skráning þarf að berast fyrir mánudaginn 26.júlí n.k. og skráningargjald verður kr. 1.000,-  Ekkert skráningargjald tekið í brokk- og stökkkappreiðum auk barnaflokks.  Skráning verður opin eftir það fram að miðnætti miðvikudagskvöldið 28.júlí en hver skráning kostar þá kr.3.000,-  Þeir sem skrá sig eftir 25.júlí til 28.júlí verða færðir fremst í rásröð.  Skráningar þurfa að berast til Guðmundar á netfang [email protected]   Skráningargjöld greiðast við skráningu inn á bankareikning: 0310-26-1630, kt. 520705-1630.

Að auki verður öflugt skemmtanahald á svæðinu, Böll öll kvöld, veitingasala, Barnagarður, Sölubásar og Trúbadorar

Aðgangseyrir inn á mótssvæðið verður kr. 8.000,- en frítt verður fyrir 14 ára og yngri.  Öll aðstaða og skemmtanir innifalin í miðaverðinu.

Hestamannafélagið Stígandi

Flettingar í dag: 4546
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 229
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 431531
Samtals gestir: 51009
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 20:12:17

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere