08.10.2010 10:20

Próf í knapamerkjum


Loksins, loksins, loksins var hægt að klára prófin í knapamerkjunum sem ekki náðist að klára í vor vegna hóstapestarinnar. Það var því líf og fjör í Reiðhöllinni í gær.

Allir stóðu sig með stakri prýði þótt ekki var nú mikill tími til undirbúnings og hestarnir feitir og pattarlegir eftir gott sumar.
Kennararnir okkar þær Hanna og Christina komu úr Skagafirðinum nokkrum sinnum sl. viku, fóru yfir og fínpússuðu fyrir prófið.


Hér eru þær kennararnir ásamt Helgu prófdómara.


Í knapamerki 2 tóku 3 krakkar próf .

Hér eru þau, Hrafnhildur og Sigurgeir með Hönnu kennaranum sínum og Helgu prófdómar (á myndina vantar Alexöndru).

Í knapamerki 1 voru 4 krakkar sem tóku próf.

Hér eru þau Harpa Hrönn, Þórunn Marta, Kristófer Már og Jón Ægir ásamt Hönnu og Helgu.

Nokkrar konur komust heldur ekki í próf í vor frekar en krakkarnir og komu 5 í próf í
knapamerki 1.

Hér eru þær Christina, Anna, Lilja, Gerður Beta og Harpa með kennaranum sínum  Christinu og Helgu.

Vel heppnaður prófdagur, innilega til hamingju öll.


Þá er bara að fara að skipuleggja næsta vetur en það verður örugglega boðið uppá jafnmörg námskeið eins og sl. vetur þar sem þátttakan var svo frábær.
Það verður vonandi auglýst hér fljótlega svo við getum öll farið að hlakka til vetrarins.

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 494
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 424084
Samtals gestir: 50778
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 02:10:22

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere