27.11.2012 20:52

Vetrarþjálfun og járning


                                                                           
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands vekur athygli á tveimur áhugaverðum námskeiðum sem í boði eru á Hvanneyri nú í desember og janúar.

Undirbúningur vetrarþjálfunar með Agli Þórarinssyni

Egill Þórarinsson er einn af reyndustu reiðkennurum landsins. Hann á að baki langan og farsælan feril að baki í reiðkennslu, þjálfun, sýningu kynbótahrossa og keppnishrossa.

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja undirbúa sig vel fyrir komandi þjálfunartímabil. Farið verður yfir atriði sem vert er að hafa í huga í byrjun vetrar, atriði sem snúa bæði að hesti og knapa. Nú er rétti tíminn til að vinna í því sem krefst nákvæmni og þolinmæði; leiðrétta taumsamband og höfuðburð, lengja og teygja á yfirlínu og styrkja bak. Námskeiðið verður einstaklingsmiðað og leitast verður eftir að meta hvern knapa og hest og leggja áherslu á að byggja og bæta grunninn í þjálfuninni sem síðan verður hægt að byggja áframhaldandi vetrarþjálfun á.

Kennari: Egill Þórarinsson, reiðkennari og sýninga- og keppnisknapi.

Tímar: lau. 8. des. kl 9:30-19:00 (einkatímar) og sun. 9. des. Kl 9:00-17:00 (sýnikennsla, hópatímar, o.fl.) í Hestamiðstöð Lbhí á Miðfossum. Með fyrirvara um breytingar.

Verð: 26.500.- (kennsla, aðstaða fyrri hross, hádegissnarl á sunnudegi). Skráningarfrestur er til 3. des.

Skráningar:  [email protected]  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 7.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið [email protected]

Járningar og hófhirða

Einnig er búið að opna fyrir skráningar á námskeiðið Járningar og hófhirða sem fer fram í janúar.

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.     

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.

Tími: Lau. 12. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 13. jan., kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.

Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).

Skráningar: [email protected] eða s: 433 5000.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5200 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda - www.bondi.is

Flettingar í dag: 284
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 485
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 432346
Samtals gestir: 51104
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:27:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere