25.01.2013 12:29

Töltfimi



Úr Hestablaðinu í dag 25.01.2013 

Fyrsta kynningarmótið í Töltfimi á Íslandi verður haldið á Blönduósi sunnudaginn 27. janúar.

Fyrsta kynningarmótið í Töltfimi á Íslandi verður haldið á Blönduósi sunnudaginn 27. janúar. Mótið er haldið í tengslum við reiðnámskeið sem Trausti Þór Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, heldur þar um helgina.

Trausti Þór segir að mikill áhugi sé hjá hinum almenna hestamanni á Töltfiminni, kannski vegna þess að þar sjái fólk að það eigi möguleika á að ná árangri án þess að eiga topp gæðing, hágengan og flottan. Töltfimin sé keppni í þjálfun og reiðmennsku.

"Þetta er spennandi verkefni sem er ennþá í mótun. Sú útgáfa sem við lukum við í desember og til stóð að kynna er sennilega of þung fyrir hinn almenna hestamann og ég mun því prófa léttari útgáfu hér á Blönduósi þar sem minni kröfur verða gerðar á hæga töltinu, sem er síðasta umferðin af fjórum.

Upphaflega var Töltfimin hugsuð sem verkefni á meistarastigi. Það kom í ljós að þetta var mun snúnara en menn töldu í fyrstu, jafnvel fyrir þaulvana reiðmenn. Kannski vegna þess að við höfum ekki verið að temja og þjálfa hrossin okkar samkvæmt þjálfunarskalanum. En ég held að um leið og fólk fer að þjálfa samkvæmt honum með þetta verkefni í huga, það er að segja Töltfimina, þá verði hún einmitt mjög ákjósanlegt próf á það hvar fólk er statt með sinn hest í þjálfuninni. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig okkur tekst til á sunnudaginn," segir Trausti Þór Guðmundsson

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409366
Samtals gestir: 49728
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 03:10:05

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere