26.02.2013 15:03

Svínavatni 2013 frestað til 9. mars


Þar sem ekki er öruggt að aðstæður verði nógu góðar 2. mars hefur verið ákveðið að fresta mótinu til 9. mars.

Það sem veldur er að túnin sem notuð eru fyrir bílastæði eru orðin þíð á yfirborðinu og því gætu orðið vandræðimeð að komast um þau með bíla og kerrur þar sem veðurspá gerir ráð fyrir að ekki verði farið að frysta að ráði á laugardag. Um helgina og eins og sést fram eftir næstu viku er reiknað með töluverðu frosti þannig að kjöraðstæður ættu að á svæðinu 9.mars, því ísinn er ekki vandamál. Athugið að skráningafrestur framlengist þess vegna um viku.


Skráningar berist á netfangið [email protected] í síðasta lagi þriðjudaginn 5. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 í síðasta lagi fimmtudaginn 7. mars. Sendið kvittun á [email protected] þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa er verið að borga.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur. Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 432870
Samtals gestir: 51140
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:34:09

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere