04.04.2013 08:34

Lokamót Mótaraðar Neista - tölt og fimmgangur


Lokamót Mótaraðar Neista en það verður sunnudaginn 7. apríl kl. 19.00 í Reiðhöllinni Arnargerði.

Keppt verður í tölti og fimmgangi


Í tölti er keppt í unglingaflokki (16 ára og yngri), áhugamannaflokki og í opnum flokki.

"Keppt verður í fimmgangi allra flokka það er að segja að allir flokkar keppa saman og eru í pottinum 5,4,3,2 og 1 stig fyrir þá 5 fyrstu sætin.  Þeir sem þessi stig hljóta taka þau svo með sér inn í sína flokka.  Fimmgangskeppnin verður með hefðbundnu sniði og stýrt af þul. Skeiðið verður riðið í gegnum höllina, tveir sprettir.  Að því loknu verður keppt í hefðbundnu tölti í öllum flokkum þ.e.a.s.  hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.  Þetta er lokamót mótaraðar Hestamannafélagsins Neista og vonar mótanefnd að um góða þátttöku verði að ræða.   Þetta kvöld ráðast úrslitin í heildarstigakeppni mótaraðarinnar og verða veitt verðlaun til þriggja stigahæstu knapa í hverjum flokki."

Skráningargjald er kr.1.500 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. Í unglingaflokki 500 kr. hver skráning.
Skráning sendist á netfang [email protected] fyrir miðnætti föstudagskvölds 5. apríl.
Fram þarf að koma knapi og hestur og upp á hvaða hönd skal riðið sem og í hvaða flokki er keppt. 

Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139  áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

Eins og áður sér 10. bekkur um sjoppuna, þar verður hægt að fá kaffi, gos og eitthvað með því.

Mótanefnd.



Flettingar í dag: 335
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 924
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 425937
Samtals gestir: 50884
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 04:16:18

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere