13.04.2013 09:30

Grunnskólamót á Sauðárkróki - lokamót !

Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra verður haldið
í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkóki 19. apríl kl. 18.00


Grunnskólamótinu sem halda átti sunnudaginn 21. apríl í reiðhöllinni Svaðastaðir,  hefur verið flýtt vegna annarra viðburða sem koma inn á sunnudaginn og laugardaginn. Ákveðið hefur verið að halda það föstudaginn 19. apríl og byrja kl. 18:00.   Þetta er þriðja og síðasta mótið í vetur og því spennandi að sjá hvaða skóli fer heim með bikarinn til varðveislu næsta árið!

 

 

Keppt verður í :

Fegurðarreið 1. - 3. bekkur    --   Tvígangur 4. - 7. bekkur   -   Þrígangur  4. - 7. bekkur   -

Fjórgangur 8. - 10. bekkur  -   Skeið 8. - 10. bekkur


Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti á miðvikudaginn 17. apríl.  Við skráningu þarf að koma fram nafn keppanda - bekkur - skóli - nafn hests,  uppruni og litur - upp á hvora hönd er riðið.  Skráningar sendist á [email protected]

 

 

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.


Úr reglum keppninnar :

Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.

Tvígangur            4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd.

Þrígangur            4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Fjórgangur          8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur fegurðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

Skeið                   8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

xx     Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.

*  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

     -----

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis.

4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur

6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk,  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í. Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum.

7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

10.  Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

11.  Í Tölti 4. - 7. og 8. - 10. bekk og Fjórgangi 8. - 10. bekk skulu riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16.


Flettingar í dag: 614
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409841
Samtals gestir: 49745
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:34:58

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere