04.03.2019 12:28

SAH - Mótaröðin Grímutölt

Töltmót verður haldið í Reiðhöllinni Arnargerði , föstudagskvöldið 8.mars kl. 19:30

Keppt verður í tölti T3 – Grímutölt , vinningur fyrir glæsilegasta búninginn


Keppt verður í pollaflokk (Teymingarflokkur), 13 ára og yngri, 14 til 17 ára, áhugamannaflokk og opnum flokki.
Áskilinn er réttur til að sameina flokka verði skráning takmörkuð.

Um er að ræða annað mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum og verða pizzur í boði eftir mót í þeirra boði.

Í tölti er riðinn einn hringur á hægu tölti, þá er snúið við, einn hringur tölt með hraðamun og að lokum einn hringur fegurðartölt


Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu.

Skráningar berist á netfangið: [email protected] eða í síma 8472045 (Bergrún) fyrir

kl. 23:00 fimmtudaginn 7. Mars


Skráningargjald: frítt í pollaflokk, yngri flokkar  kr. 1.500 og fullorðinsflokkar kr. 2.000
Fram komi nafn á hrossi, aldur og litur. Skráningargjöld á að greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139.

Mótanefnd

 
 
 
Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 431705
Samtals gestir: 51029
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 08:58:04

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere