07.05.2021 19:56

Úrtökumót fyrir Fjórðungsmót Vesturlands

Hestamannafélögin Neisti og Þytur standa fyrir Úrtökumóti fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í sumar í Borgarnesi. Stefnt er á að Úrtöku- og Félagamótið fari fram 12-13 júní, á vallarsvæði Þyts með þeim fyrirvara að nýji völlurinn þeirra verði í lagi (annars verður það haldið í Neista). Boðið verður uppá A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk og pollaflokk. Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélögunum Neista og Þyt í barna-, unglinga- og ungmennaflokki og hross þurfa einnig að vera í eigu félagsmanna. En í A- og B-flokki þarf eigandi hestsins (keppandans) að vera í Neista eða Þyt. Fyrir hönd Neista komast 5 inn í hverjum flokki og eru tveir vara hestar. Það verða riðinn úrslit á Úrtöku- og Félagsmótinu en forkeppnin gildir þó inn á Fjórðungsmótið.
Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
 
Með góðum kveðjum mótanefnd Neista
Flettingar í dag: 652
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409879
Samtals gestir: 49745
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:24:35

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere