Færslur: 2009 Apríl

02.04.2009 15:10

Framundan hjá Æskulýðsnefnd Neista

Það sem framundan er
hjá Æskulýðsnefnd Neista er :


 

*Könnun á þátttöku fyrir  Æskan og hesturinn
 á  Akureyri 02. maí
gott er að svara því sem fyrst
EKKI seinna en á sunnudag  því við þurfum að skila af okkur
ekki seinna en 07.apríl norður.
Sibba er búin að vera að dreifa blöðum
og svo sendi ég líka í tölvupósti
en ekki víst að það hafi skilað sér til allra.

Sendið svar á [email protected]   

 

 

*Æskulýðsnefndin á Hvammstanga
er búin að bjóða okkur að koma
 og vera með á sýningunni hjá þeim 8.apríl
 og vorum við að spá í að fara með Knapamerki 1.2 og 3
ef krakkarnir væru heima ,
endilega sendið  til baka hverjir gætu komið svo við getum svarað þeim! [email protected]

 

 

*Grunnskólamót Þyts á Laugardaginn 04.apríl
í Höllinni hjá okkur

og lokamót í Grunnskólakeppninni verður hjá okkur þ.18.apríl
 og úrslit hvaða skóli fær stórglæsilegan Farandbikar  til sín , 
 okkur vantar nokkrar góðar mömmur eða ömmur í veitingasöluna uppi
báða þessa laugardaga
ef einhverjar geta séð sér fært um að aðstoða okkur væri gott að láta
 Sillu vita í síma :emoticon  691-8228.

 

 

*Þeir sem fengu búninga , Strumpar og Knapamerki 2
og ætla ekki á Æskuna og Hestinn
vinsamlega  skilið þeim aftur til
 Sillu því maður kemur í manns stað.


 

*Þeir sem eiga eftir að greiða fyrir reiðnámskeiðin
vinsamlega gerið það sem fyrst.


 

*Páska frí verður eftir þessa viku hjá öllum hópum
 og mun kennsla byrja aftur
 þriðjudaginn 14.apríl  samkv.stundaskrá  emoticon
( ATH !vitlaus dags. í tölvupóstinum )

 

Ef einhverjar spurningar vakna
má hringja emoticon í Sillu 691-8228
eða senda póst á netf:
[email protected]

 

 

Bestu kveðjur 

Gleðilega páska

emoticon Æskulýðsnefnd Neista  emoticon

 

02.04.2009 11:01

Smalabraut í kvöld

Sett verður upp smalabraut í kvöld kl: 20:00 21:00 fyrir þá krakka sem sem ætla að keppa í Smalanum á Grunnskólamótinu á Laugardaginn 

01.04.2009 11:43

Nýr Búnaður í Arnargerði

Nýr búnaður í Arnargerði !!!!

Hesteigendafélaginu á Blönduósi hefur borist tilboð, 
um er að ræða hundagildrur sem fást á mjög hagstæðu verði.
Er félagið nú að ganga frá pöntunum á nokkrum slíkum
 og munu þær verða settar upp fyrir helgina.
Brýnt er fyrir foreldrum og forráðamönnum ungra barna að hafa vakandi auga með þeim, þar sem gildrurnar geta verið hættulegar.

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 494
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 424190
Samtals gestir: 50793
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 06:27:47

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere