Færslur: 2011 Febrúar

16.02.2011 09:31

Sparisjóðs-liðakeppnin Smali/skeið



SMALI/SKEIÐ er næsta mót liðakeppninnar og mun Neisti sjá um mótið og það verður í Reiðhöllinni Arnargerði 26. febrúar nk. og hefst kl. 16.00

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 22. febrúar. Fram þarf að koma nafn knapa, flokkur, hestur, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er.
Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga. SKráningargjöld í skeið eru 1.000 kr og þarf að gr...eiða þau áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected]

Keppt verður í unglingaflokki (fædd 1994 og seinna), 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki.
Í 1. og 2. flokki fá 9 hestar að fara brautina aftur en 5 hestar fara brautina aftur í úrslitum í 3. flokki og unglingaflokki.

Knapar verða að vera í sama flokki og í sama liði allt tímabilið.

Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur einungis stig í liðakeppninni en ekki í einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:

1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig


Reglur smalans:

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!


Aðgangseyrir er 1.000 kr og frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

Brautin er eins og í fyrra:

13.02.2011 21:45

Grunnskólamótið á Blönduósi


Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra

verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi

sunnudaginn 20. febrúar kl: 13:00.



Skráningar þurfa að hafa borist fyrir
miðnætti miðvikudaginn 16. feb 2011 á
 netfangið:
    [email protected]
 

Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa

nafns hests, aldur, litur og keppnisgrein.

Keppnisgreinar eru:

1. - 3. bekkur þrautabraut
4 - 10. bekkur smali
8. - 10. bekkur skeið


Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu,
500 kr fyrir næstu skráningar.

og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.  

                              


smalabraut 4. - 10. bekkur



þrautabraut 1. - 3. bekkur




Reglur keppninnar eru:

Grunnskólamót

Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul. Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna. Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.

1.    Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.

2.   
Keppnisgreinar eru:

 Ø  Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 3 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.

Ø  Tvígangur           4. - 7. bekkur.  Riðið brokk eða tölt tveir hringir og fet ½ hringur.  Knapi má sýna tölt og brokk og þá er betri gangtegundin dæmd.  Áseta og stjórnun dæmd.

Ø  Fjórgangur         8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt  tölt, einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

Ø  Þrautabraut        1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál

Ø  Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast 2x4 sekúndur við. Gult spjald  er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.        

Ø  Tölt                       4. - 7. bekkur.  Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðarreið einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Tölt                       8. - 10. bekkur.   Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og greitt tölt einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Skeið                   8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

v  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn(eigandinn)/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis. 

4.    Börn í 1. - 3. bekk mega ekki keppa á graðhesti.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur.

6.    Í tölti og tví- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

7.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

8.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

9.    Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

Stig

Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,

Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla  fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.

1. sæti                       gefur 10 stig til viðkomandi skóla
2. sæti                       gefur  8 stig
3. sæti                       gefur  7 stig
4. sæti                       gefur  6 stig
5. sæti                       gefur  5 stig 

Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.

1. sæti                       gefur  5 stig
2. sæti                       gefur  4 stig
3. sæti                       gefur  3 stig
4. sæti                       gefur  2 stig
5. sæti                       gefur  1 stig 

13.02.2011 19:41

Æskan = gaman saman


Það var aldeilis gaman hjá krökkunum í dag þegar þau komu saman og kepptu í tölti í Reiðhöllinni.
Þau voru ekki há í loftinu þau 2 yngstu í pollaflokknum en það er langbest að byrja bara sem fyrst að æfa sig  emoticon
Hér eru þau sem tóku þátt í pollaflokknum en þau fengu öll að sjálfsögðu verðlaun fyrir hvað þau eru dugleg
emoticon    

Hlíðar, Einar, Ásdís, Sunna Margrét, Bjartmar Inga Rós með aðstoðmönnum sínum. 

Það var líka gaman hjá þeim sem tóku þátt í barnaflokknum og stóðu þau sig öll mjög vel.


Úrslit í barnaflokki:
1. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Ör
2. Lilja María Suska og Þruma
3. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki
4. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Perla
5. Sigríður Þorkelsdóttir og Hnakkur
6. Lara Margrét Jónsdóttir og Frú

Í unglingaflokki gekk allt glimrandi vel líka enda nokkuð vanir unglingar þar á ferð.


Úrslit urðu þessi í unglingaflokki
1. Sigurgeir Njáll Bergþórsson og Hátíð
2. Haukur Marian Suska og Tinna
3. Hanna Ægisdóttir og Skeifa
4. Stefán Logi Grímsson og Gyðja
5. Hákon Ari Grímsson og Hnakkur
6. Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Fantur

Eftir keppnina bauð æskulýðsnefndin uppá kökur og kaffi og það var mjög gott að setjast niður með kaffibolla og djús. Að sjálfsögðu voru þeir báðir mættir Magnús Ólafsson eldri og Magnús Ólafsson yngri. Flottir kallarnir.



Krakkarnir höfðu samt ekki fengið nóg og fóru í fótbolta niður í reiðhöll emoticon



Mjög vel heppnaður dagur og skemmtilegur emoticon
Myndir komnar í myndaalbúm.








12.02.2011 09:34

Sparisjóðs-liðakeppnin fjórgangur ÚRSLIT


Þá er fyrsta móti í Sparisjóðs-liðakeppninni lokið. Lið 3 (Víðidalur/Fitjárdalur) sigruðu kvöldið með yfirburðum og eru komin með 57 stig. Í öðru sæti er lið 2 (Vatnsnes/Línakradalur/Hrútafjörður) með 29 stig, lið 1 (Hvammstangi/Miðfjörður/Hrútafjörður) kemur næst með 21 stig og lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 14 stig.

Fjórgangur 1. flokkur fork/úrsl

A - úrslit

1. Ingólfur Pálmason / Höfði frá Sauðárkróki 6,43 / 7,13
2. Elvar Einarsson / Ópera frá Brautarholti 6,70 / 7,10
3. Ísólfur Líndal Þórisson / Freymóður frá Feti 6,43 / 7,00
4. Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,57 / 6,83
5. James Bóas Faulkner / Brimar frá Margrétarhofi 6,40 / 6,80
6. Elvar Logi Friðriksson / Stuðull frá Grafarkoti 6,43 / 6,70
7. Tryggvi Björnsson / Blær frá Hesti 6,43 / 6,40

B - úrslit

7. James Bóas Faulkner / Brimar frá Margrétarhofi 6,40 / 6,63 (fór upp í A-úrslit)
8. Jóhann Magnússon / Þór frá Saurbæ 6,23 / 6,53
9. Ólafur Magnússon / Heilladís frá Sveinsstöðum 6,13 / 6,10

Fjórgangur 2. flokkur fork/úrsl


A - úrslit

1. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir / Kraftur frá Keldudal 5,80 / 6,83
2. Þóranna Másdóttir / Gátt frá Dalbæ 6,37 / 6,60
3. Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,30 / 6,57
4. Pálmi Geir Ríkharðsson / Greipur frá Syðri - Völlum 6,07 / 6,53
5. Sveinn Brynjar Friðriksson / Synd frá Varmalæk 6,00 / 6,30

B - úrslit

5. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir / Kraftur frá Keldudal 5,80 / 6,37
6. Herdís Rútsdóttir / Barði frá Brekkum 5,97 / 6,33
7. Paula Tiihonen / Sif frá Söguey 5,60 / 6,10
8. Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 5,60 / 5,97
9. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 5,80 / 5,93
10. Halldór Pálsson / Rispa frá Ragnheiðarstöðum 5,80 / 5,90

3. flokkur fork/úrsl

1. Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,67 / 6,17
2. Sigríður Alda Björnsdóttir / Setning frá Breiðabólsstað 5,23 / 5,90
3. Ragnar Smári Helgason / Loki frá Grafarkoti 5,10 / 5,80
4. Jón Ragnar Gíslason / Víma frá Garðakoti 5,10 / 5,73
5. Sigurbjörg Þ Jónsdóttir / Fróði frá Litladal 5,00 / 5,03

Unglingaflokkur fork/úrsl

1. Jóhannes Geir Gunnarsson / Þróttur frá Húsavík 5,77 / 6,33
2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Taktur frá Hestasýn 5,93 / 6,23
3. Fríða Marý Halldórsdóttir / Sómi frá Böðvarshólum 5,77 / 5,90
4. Eydís Anna Kristófersdóttir / Renna frá Þóroddsstöðum 5,27 / 5,80
5. Viktoría Eik Elvarsdóttir / Höfðingi frá Dalsgarði 5,20 / 5,20

Mótanefnd þakkar öllu því frábæra fólki sem kom að mótinu og lið 1 stóð sig ofurvel í að taka til eftir mótið. Myndir frá mótinu komnar inn í myndaalbúmið hjá Þyt.

10.02.2011 14:47

Klapplið óskast


Okkur vantar klapplið emoticon emoticon emoticon emoticon

með okkur í liðakeppnina á Hvammstanga
á morgun, föstudag  11. feb til að hvetja okkar fólk.
Allir að koma  emoticon


Lið 4

10.02.2011 08:35

Sparisjóðs-liðakeppnin - fjórgangur ráslistar



Ráslistar eru komnir og má sjá hér að neðan. Nýtt fjöldamet hefur litið dagsins ljós í liðakeppninni en alls eru 110 hross skráð til leiks. Það má því búast við spennandi og skemmtilegri keppni.
Mótið hefst því stundvíslega kl. 17.00, aðgangseyrir er 1.000, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Prógrammið er hægt tölt, fegurðartölt, fet, brokk og stökk í forkeppni og er riðið þannig að skiptingar eiga að fara fram á miðri skammhlið, þulur minnir unglinga á næstu gangtegund en ekki keppendur í 1., 2. og 3. flokk.
Keppendur munið að greiða verður skráningargjöld fyrir mót inn á reikning 1105-15-200343  kt. 550180-0499 Skráningargjald fyrir fullorðna er 1.500 en 500 fyrir unglinga.


Dagskrá:
Forkeppni:
Unglingaflokkur
3. flokkur
hlé
2. flokkur
1.flokkur
Hlé
Úrslit:
B - úrslit í 2. flokki
B - úrslit í 1. flokki
Unglingaflokkur
A - úrslit í 3. flokki
A - úrslit í 2. flokki
A - úrslit í 1. flokki

Ráslistar   

Fjórgangur 1. flokkur

Holl H Knapi Hestur Lið
1 H Magnús Ásgeir Elíasson María Una frá Litlu-Ásgeirsá 3
1 H Jón Kristófer Sigmarsson Huld frá Hæli 4
2 V James Bóas Faulkner Stormur frá Langárfossi 3
2 V Fanney Dögg Indriðadóttir Orka frá Sauðá 3
3 V Reynir Aðalsteinsson Lykill frá Syðri-Völlum 2
3 V Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 3
4 V Heiða Dís Fjeldsteð Atlas frá Tjörn 1
4 V Tryggvi Björnsson Magni frá Sauðanesi 1
5 V Ninnii Kullberg Blær frá Miðsitju 1
5 V Ingólfur Pálmason Höfði frá Sauðárkróki 1
6 V Magnús Bragi Magnússon Fleygur frá Garðakoti 2
6 V Ragnar Stefánsson Neisti frá Hauganesi 4
7 V Elvar Einarsson Ópera frá Brautarholti 3
7 V Hafdís Arnardóttir Diljá frá Brekku, Fljótsdal 4
8 V Magnús Ásgeir Elíasson Bliki frá Stóru-Ásgeirsá 3
8 V Elvar Logi Friðriksson Stuðull frá Grafarkoti 3
9 V Herdís Einarsdóttir Drápa frá Grafarkoti 2
9 V Einar Reynisson Glæta frá Sveinatungu 2
10 V Helga Rós Níelsdóttir Glaðværð frá Fremri-Fitjum 1
10 V James Bóas Faulkner Brimar frá Margrétarhofi 3
11 V Ingólfur Pálmason Ísold frá Kúskerpi 1
11 V Jóhann Magnússon Þór frá Saurbæ 2
12 V Ísólfur Líndal Þórisson Freymóður frá Feti 3
12 V Reynir Aðalsteinsson Sikill frá Sigmundarstöðum 2
13 V Tryggvi Björnsson Blær frá Hesti 1
13 V Magnús Bragi Magnússon Punktur frá Varmalæk 2
14 H Ólafur Magnússon Heilladís frá Sveinsstöðum 4

Fjórgangur 2. flokkur
Holl H Knapi Hestur Lið
1 V Birgir Andrésson Hamar frá Reykjahlíð 1
1 V Elías Guðmundsson Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá 3
2 H Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 3
2 H Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi 1
3 H Eline Schriver Gná frá Dýrfinnustöðum 4
3 H Þóranna Másdóttir Gátt frá Dalbæ 2
4 H Magnús Ólafsson Gleði frá Sveinsstöðum 4
4 H Greta Brimrún Karlsdóttir Sjón frá Grafarkoti 3
5 V Þórður Pálsson Slemma frá Sauðanesi 4
5 V Halldór Pálsson Goði frá Súluvöllum 2
6 V Unnsteinn Andrésson Lokkur frá Sólheimatungu 1
6 V Pétur H. Guðbjörnsson Gantur frá Oddgeirshólum 1
7 V Jónína Lilja Pálmadóttir Magnea frá Syðri-Völlum 2
7 V Cristine Mai Ölur frá Þingeyrum 4
8 V Pálmi Geir Ríkharðsson Heimir frá Sigmundarstöðum 2
8 V Steinbjörn Tryggvason Glóðar frá Hólabaki 1
9 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Kátur frá Grafarkoti 2
9 V Pétur Sæmundsson Stjörnunótt frá Brekkukoti 4
10 V Halldór P. Sigurðsson Geisli frá Efri-Þverá 1
10 V Ingunn Reynisdóttir Svipur frá Syðri-Völlum 2
11 V Patrik Snær Bjarnason Barón frá Efri-Fitjum 1
11 V Gerður Rósa Sigurðardóttir Katarína frá Tjarnarlandi 3
12 V Ingveldur Ása Konráðsdóttir Kasper frá Grafarkoti 2
12 V Sigtryggur Sigurvaldason Máni frá Helguhvammi II 3
13 V Anna Lena Aldenhoff Dorrit frá Gauksmýri 2
13 V Ólafur Árnason Kolbeinn frá Sauðárkróki 1
14 H Vigdís Gunnarsdóttir Freyðir frá Leysingjastöðum II 3
14 H Malin Person Mímir frá Syðra-Kolugili 3
15 V Elías Guðmundsson Dimma frá Stóru-Ásgeirsá 3
15 V Unnsteinn Andrésson Persóna frá Grafarkoti 1
16 V Sveinn Brynjar Friðriksson Synd frá Varmalæk 3
16 V Paula Tiihonen Sif frá frá Söguey 1
17 V Guðný Helga Björnsdóttir Glóðafeykir frá Bessastöðum 2
17 V Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir Kraftur frá Keldudal 4
18 V Pálmi Geir Ríkharðsson Greipur frá Syðri-Völlum 2
18 V Guðmundur Sigfússon Kjarkur frá Flögu 4
19 H Halldór Pálsson Rispa frá Ragnheiðarstöðum 2
19 H Magnús Ólafsson Dynur frá Sveinsstöðum 4
20 H Kolbrún Stella Indriðadóttir Vottur frá Grafarkoti 2
20 H Valur Valsson Hróður frá Blönduósi 4
21 H Herdís Rútsdóttir Barði frá Brekkum 3
21 H Pétur H. Guðbjörnsson Klerkur frá Keflavík 1
22 V Petronella Hanula Eldur frá Leysingjastöðum 4
22 V Helga Rósa Pálsdóttir Grásteinn frá Efri-Skálateigi 1 4

Fjórgangur 3. flokkur
Holl H Knapi Hestur Lið
1 V Irena Kamp Léttingur frá Laugarbakka 1
1 V Sigurður Stefánsson Glaumur frá Oddsstöðum I 1
2 V Reynir Magnússon Draumur frá Sveinatungu 1
2 V Jón Ragnar Gíslason Mánadís frá Íbishóli 2
3 H Guðrún Aðalh Matthíasdóttir Ostra frá Grafarkoti 1
3 H Rúnar Örn Guðmundsson Kasper frá Blönduósi 4
4 V Sigríður Alda Björnsdóttir Setning frá Breiðabólsstað 2
4 V Ragnar Smári Helgason Skugga-Sveinn frá Grafarkoti 2
5 H Ásbjörn Helgi Árnason Stirnir frá Halldórsstöðum 2
5 H Stella Guðrún Ellertsdóttir Blær frá Sauðá 2
6 H Selma H Svavarsdóttir Hátíð frá Blönduósi 4
6 H Hrannar Haraldsson Rispa frá Staðartungu 1
7 H Kristján Jónsson Bróðir frá Stekkjardal 2
7 H Sigurbjörg Þ Jónsdóttir Fróði frá Litladal 4
8 V Jón Benedikts Sigurðsson Konráð frá Syðri-Völlum 2
8 V Irena Kamp Glóð frá Þórukoti 1
9 V Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir Sverta frá Ósabakka 2 1
9 V Sigurður Stefánsson Fáfnir frá Þverá I 1
10 V Ragnar Smári Helgason Loki frá Grafarkoti 2
10 V Jón Ragnar Gíslason Víma frá Garðakoti 2
11 V Katarina Fatima Borg Lyfting frá Súluvöllum ytri 2
12 H Rúnar Örn Guðmundsson Kópur frá Blesastöðum 1A 4

Fjórgangur - unglingaflokkur
Holl H Knapi Hestur Lið
1 V Eydís Anna Kristófersdóttir Renna frá Þóroddsstöðum 3
1 V Birna Ósk Ólafsdóttir Vísir frá Efri-Hömrum 1
2 H Rakel Ósk Ólafsdóttir Reising frá Miðhópi 1
2 H Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku 3
3 V Kristófer Smári Gunnarsson Óttar frá Efri-Þverá 1
3 V Fríða Marý Halldórsdóttir Sómi frá Böðvarshólum 1
4 V Róbert Arnar Sigurðsson Katla frá Fremri-Fitjum 1
4 V Ásdís Ósk Elvarsdóttir Taktur frá Hestasýn 3
5 V Viktoría Eik Elvarsdóttir Höfðingi frá Dalsgarði 3
5 V Helga Rún Jóhannsdóttir Frabín frá Fornusöndum 2
6 V Karítas Aradóttir Elegant frá Austvaðsholti 1 1
6 V Guðmar Freyr Magnússun Neisti frá Skeggsstöðum 2
7 V Birna Ósk Ólafsdóttir Hrólfur frá Hafsteinsstöðum 1
7 V Sigrún Rós Helgadóttir Biskup frá Sigmundarstöðum 2
8 V Gyða Helgadóttir Gnýr frá Reykjarhóli 2
8 V Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík 3
9 V Valdimar Sigurðsson Félagi frá Akureyri 2


Mótanefnd liðakeppninnar


09.02.2011 11:57

Fyrsta grunnskólamótið


Fyrsta grunnskólamótið

verður í Reiðhöllinni Arnargerði, Blönduósi
sunnudaginn 20. febrúar,
keppt verður í smala og skeiði.

09.02.2011 09:48

Æskan - töltmót


Töltmót barna og unglinga

sunnudaginn 13. febrúar kl. 15.00


Keppt verður í unglingaflokki, barnaflokki og pollaflokki.


Skráning er á netfang Neista
neisti.net@simnet.is  fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 11. febrúar.

Fram þarf að koma; knapi, aldur knapa, hestur og upp á hvora hönd er riðið.

Aðgangur er ókeypis.


Æskulýðsnefnd Neista

08.02.2011 18:11

Lokaskráningardagur í dag...



Fyrsta mótið í liðakeppninni er fjórgangur og keppt verður í Þytsheimum á föstudagskvöldið nk. Lokaskráningardagur er í dag og þarf skráningu að vera lokið á miðnætti. Það sem koma þarf fram er nafn og kennitala knapa, lið, hestur, IS númer og upp á hvora hönd á að ríða.

Skráningargjaldið er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd liðakeppninnar



08.02.2011 08:30

Lið 4 - knapafundur

 
Senn líður að 1. móti Sparisjóðs-liðakeppninar en það er í Þystsheimum 11. febrúar.
 
Það verður knapafundur hjá Liði 4 í Reiðhöllinni, kaffistofu, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20.30.


Allir að mæta emoticon

Liðsstjórar liðs 4

08.02.2011 08:19

FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi

Dagsetning: 23. - 30. júlí 2011

Verð: 530 - 550 ?

Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna, sem hefur verið undanfarin ár. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.
Skilyrði:
Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, verða hafa einhverja reynslu í hestamennsku og geti skilið og talað ensku.
Staðsetning: Búðirnar verða haldnar í Broomlee outdoor center í Skotlandi. 22,5  km. fyrir utan Edinborg. Nánari upplýsingar um staðinn er að finna á www.  soec.org.uk/pages/broomlee.asp
Dagskrá: Í grófum dráttum er dagskráin á þessa leið; farið verður á hestbak í skosku hálöndunum, sýnikennsla á hestum, heimsókn í Edenborgarkastala, draugaganga í gömlu Edinborg, útivera og hefðbundin skosk kvöldvaka.
Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 06. mars 2011. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

Æskulýðsnefnd LH

07.02.2011 11:00

Vel heppnað járninganámskeið


Þeir voru kampakátir strákarnir sem fóru á járninganámskeiðið hjá Gesti á laugardaginn og lærðu heilan helling.....


það er auðvitað alltaf spurningin hvort sé verið að járna rétt eða ekki og hvort þessi járning sé betri en hin......


Sjá fleiri myndir í myndaalbúmi.




Á meðan strákarnir voru í Hnjúkahlíð að nema allt um járningar voru aðrir niður í hesthúsahverfi að gera sig klára í útreiðartúrinn enda veðrið alveg frábært......

 
         Elín og Höskuldur að gera sig klár          og Sigurgeir, Selma og Bjartmar orðin klár....


   
       Kristján búinn að ná sínum                      en Sigga og Annna Magga búnar að leggja á


  
  Gummi Fúsa og Guðmundur "Faktor"                      og Valur kominn heim
       löngu farnir og á leiðinni heim


  
Eldsnemma á sunnudegi voru þessar                        á meðan unglingarnir voru á        
mæðgur, Sonja og Inga mættar að æfa sig..               knapamerkjanámskeiði
.


Góð hestahelgi að baki emoticon

03.02.2011 21:58

Fyrirlestur um járningar


Minnum á að fyrirlestur um járningar
með Gesti Júlíussyni járningameistara
sem verður í Reiðhöllinni, kaffistofu,
föstudagskvöldið 4. febrúar og hefst kl. 20.00.

Öllum opið - aðgangseyrir er 1.500 kr.
 

03.02.2011 10:19

Ís-landsmót 2011

Ís-landsmót 2011

       

 

Laugardaginn 5. mars verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni A.-Hún. Keppt verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.  



Flettingar í dag: 306
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 924
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 425908
Samtals gestir: 50883
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:31:32

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere