21.02.2008 23:29

Um meistaradeild Norðurlands - KS deildina

Meistaradeild Norðurlands - KS-deildin

Bestu knapar Norðurlands saman komnir

Meistaradeild Norðurlands, KS-deildin, rúllar af stað miðvikudagskvöldið 20. febrúar kl: 20:00. Aðal skipuleggjendur mótsins eru þeir Guðmundur Sveinsson, Eyþór Jónasson og Ragnar Pálsson.

Hugmyndin á bak við mótið er að koma á keppni fyrir þá allra bestu á Norðurlandi sem hingað til hafa ekki haft mörg tækifæri til þess að sýna sig og hross sín yfir vetrarmánuðina án þess að leggja í löng og ströng ferðalög. ?Í Meistaradeildinni erum við að stíla upp á að safna saman í eina mótaröð öllum bestu knöpum Norðurlands en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti áður. Það verður byrjað á miðvikudagskvöld með keppni fjórgangi og síðan verður þann 12. mars keppt í tölti, 26. mars verður keppt í fimmgang og loks 9. apríl í smala og skeiði, segir Guðmundur.

Smali er ný keppnisgrein hér á Norðurlandi en í greininni er sett upp þrautabraut sem reynir á hraða og fimi hests og knapa. Engar kröfur eru gerðar um gangtegundir heldur aðeins að hesturinn fari á sem bestum tíma í gegnum þrautabrautina og það án þess að fella niður hindranir.

Hvernig hefur mótinu verið tekið? ?Mjög vel, knapar tala almennt um að þetta sé allri hestamennsku til framdráttar hér á svæðinu og eins eru menn ánægðir með þann stuðning sem KS veitir okkur með því að styrkja deildina peningalega, segir Ragnar sem hefur það ábyrgðarmikla hlutverk að halda utan um fjármál deildarinnar.

Hvert kvöld gefur sigurvegara og næstu sætum ákveðin stig sem síðan safnast upp mót eftir mót. Í lokin stendur sá einstaklingur uppi sem sigurvegari sem í heildina hefur hlotið flest stig og hlýtur hann auk þess að vera sigurvegari í Meistaradeild KS, vegleg peningaverðlaun. Eins verða veitt peningaverðlaun fyrir sigurvegara hvers kvölds.

Allar fréttir frá deildinni verður að finna í Feyki og eins á Skagafirði.com auk þess sem fréttir frá mótunum verða sendar inn á alla helstu hestamiðla landsins strax að mótum loknum.

Af www.skagafjordur.com

Flettingar í dag: 551
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 409069
Samtals gestir: 49726
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:21:12

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere