13.03.2008 09:58

Úrslit í KS-deildinni í gærkvöldi

Það var keppt í tölti í KS deildinni á Sauðárkróki í gær. Höllin var full út úr dyrum og mikil stemming meðal áhorfenda. Það er gaman að sjá hvað fagleg reiðmennska er orðin í miklum meirihluta, knapar eru farnir að leggja mikið upp úr góðri ásetu og að vera með vel útfærð prógrömm. Dómararnir stóðu sig með prýði, þeir voru samrýmdir og notuðu dómskalann vel. Í stigakeppninni eftir fjórgang og tölt eru þeir jafnir í efsta sæti með 16 stig Bjarni Jónasson og Sölvi Sigurðarson, önnur er svo Mette Mannseth með 15 stig.

Hestakosturinn var frábær, þarna var allt frá efnilegum unghrossum upp í þrautþjálfaðar keppnisgræjur. Unghryssan Jónína frá Feti gerði það gott í sinni fyrstu töltkeppni og fékk hvorki meira né minna en 7.73 í forkeppninni og fór beinustu leið í A-úrslitin, en svo leiðinlega vildi til að hún reif undan sér skeifu í hraðabreytingunum og Þórarinn hætti keppni.

Bragi og Mette gerðu það gott og fóru heim með gullið og áttu það fyllilega skilið, Þau voru önnur fyrir greiða töltið í úrslitunum en voru með yfirburða sýningu á yfirferðinni og skutust upp í fyrsta sætið. Bragi var í svaka stuði og fékk 9 hjá tveimur dómurum fyrir yfirferðina, þvílíkt öryggi og glæsileiki þar á ferð og augljóst að hún verður í toppbaráttunni í töltkeppnum sumarsins.



A úrslit:
1.    Metta mannseth og Bragi frá Hólum 8.17
2.    Bjarni Jónasson og Komma frá Garði 8.11
3.    Sölvi Sigurðarson og Óði-Blesi frá Lundi 7.67
4.    Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum 7.44
5.    Þórarinn Eymundsson og Jónína frá Feti 0 (Reif undan skeifu)

B-úrslit:
6.    Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum 7.39
7.    Tryggvi Björnsson og Snoppa frá Kollaleiru 7.28
8.    Ísólfur Líndal og Skáti frá Skáney  6.89
9.    Þorbjörn H. Matthíasson og Nanna frá Halldórsstöðum 6.89
10.    Camilla Petra Sigurðardóttir og Örn frá Grímshúsum 6.83
11.    Magnús B. Magnússon og Punktur frá Varmalæk 6.75


Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 924
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 426342
Samtals gestir: 50900
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:22:10

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere