07.11.2008 22:44

Endurmenntun - Knapamerki

Endurmenntun - Knapamerki

Minnt er á að umsóknarfrestur á endurmenntunarnámskeið fyrir prófdómara og reiðkennara, á vegum Hólaskóla, rennur út  mánudaginn, 10 nóvember. Öllum reiðkennurum og leiðbeinendum er frjálst að skrá sig á námskeiðið en bent er á að prófdómarahluti þess er einungis ætlaður reiðkennurum sem hafa hug á að öðlast prófdómararéttindi fyrir Knapamerkin.

Öllum reiðkennururm og leiðbeinendum er jafnframt frjálst að mæta á kynningu á Knapamerkjunum sem haldin verður á Hótel Sögu (föstudaginn 21 nóv.) og Háskólanum á Hólum (föstudaginn 28 nóv.) kl: 18:00 - 22:00 án þess að skrá sig fyrirfram.

Þar verður ítarleg kynning á Knapamerkjunum, prófum, nýjum gagnagrunni, heimasíðu og fleiru sem gott er að vita fyrir þá sem ætla sér að kenna Knapamerkin. Þeir sem hafa hug á að skrá sig á námskeiðið er bent á að hafa samband við skrifstofu Hólaskóla í síma: 455-6300.

Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Hólaskóla:
www.holar.is
Námskeiðið er styrkhæft af Starfsmenntasjóði Bændasamtakanna.


Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409630
Samtals gestir: 49742
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:38:59

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere