23.01.2009 08:00

 

Ódýrt að tryggja reiðtygi

Þjófar láta nú greipar sópa í hesthúsum á
höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur varað
við innbrotunum og telur að brotist hafi verið
 inn í allt að 50 hesthús. Hnakkar eru það
sem þjófarnir ágirnast mest.

Rétt er að benda hestafólki á að tiltölulega ódýrt er að tryggja reiðtygi gegn innbrotum og bruna. Hjá Tryggingamiðstöðinni kostar slík trygging upp á 500 þúsund krónur um 2500 krónur á ári, en fæst aðeins sem aukatrygging ef viðskiptavinurinn er með aðrar tryggingar hjá TM. Hjá VÍS kostar 500 þúsund króna trygging um 3500 krónur og hjá Sjóvá tæpar 5000 þúsund.

Rétt er að taka fram að þetta eru viðmiðunartölur. Endanlegt verð veltur á því í hve miklum viðskiptum viðskiptavinurinn er. Fjarlægð frá slökkviliði skiptir líka máli. Ekki er sjálfgefið að þessar tryggingar séu seldar í gegn um síma. Hjá VÍS er beðið um myndir af þeim reiðtygjum sem tryggja á.

Í öllum tilvikum senda tryggingafélögin fulltrúa sinn á staðinn til að meta aðstæður ef innbrot hefur verið framið. Ummerki um innbrot þurfa að vera greinileg. Rétt er að benda fólki á að kalla strax á lögreglu ef innbrot hefur átt sér stað. Lögregluskýrsla þarf að liggja fyrir svo tjón fáist bætt.
Flettingar í dag: 495
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 621
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 425173
Samtals gestir: 50852
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:44:27

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere