12.02.2009 10:23

Þingeyrar í Húnaþingi

 
Jörðin Þingeyrar í Húnaþingi var lengi þekktust af bónda sínum og frægum hestamanni, Jóni Ásgeirssyni. Sonur hans var Ásgeir Jónsson á Gottorp, sem ritaði bækurnar Horfnir góðhestar. Nú eru Þingeyrar aftur komnar í hóp virðulegustu hrossabúa landsins.

Þingeyrar eru í eigu Ingimundar Sigfússonar, sendiherra, og konu hans Valgerðar Valsdóttur. Jörðin hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá því 1943. Ábúendur og ráðsmenn frá 1995 eru Helga Thoroddsen og Gunnar Ríkaharðsson. Í samstarfi hafa þessar fjölskyldur byggt upp hrossa- og ferðaþjónustubú, sem hefur skipað sér veglegan sess.

Fyrir ári síðan var tekið í notkun nýtt og glæsilegt hesthús á Þingeyrum. Til viðbótar við eldra hesthús og reiðhöll. Aðstaða til tamninga og útreiða er því eins góð og hún getur orðið. Flestir hestamenn hafa heyrt um hinar rómuðu útreiðaleiðir á Þingeyrum, bæði að vetri og sumri.

Helga Thoroddsen er hestamönnum vel kunn. Jafnframt því að byggja upp hrossabúið á Þingeyrum hefur hún verið ötul í félagsmálum, ástamt því að mennta sig í hrossafræðum. Hún lauk þjálfara- og reiðkennaraprófi frá Hólaskóla 2001. Hún er afar ötull tamningamaður og reiðkennari. Eitt mesta afrek hennar á sviði hestamennskunnar er þó sennilega verkstjórn knapamerkjakerfisins, sem hefur slegið í gegn á sviði reiðkennslu.

Myndir:

Á efri myndinni eru Helga ásamt Magnúsi Jósepssyni á Steinnesi. Magnús er með "gamla" hesthúsið á Þingeyrum á leigu og hefur þar tamningamen í seli.

Á neðri myndinni er Helga á gæðingi sínum Fylki frá Þingeyrum, syni Glaðs frá Hólabaki. Spölkorn er frá hesthúsinu út á ísi lagðar víðáttur Hóps og Húnavatns.
Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 924
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 426342
Samtals gestir: 50900
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:22:10

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere