04.05.2009 22:38

Nýr tengill

Nýr tengill á Fjórðungsmót Kaldármelum 2009 er hér til hliðar undir fréttasíðum.

Velkomin á FM 2009

1. - 5. júlí

Það stefnir í stórmót í fögru umhverfi Kaldármela á Snæfellsnesi í sumar með  tilheyrandi gleðskap að hestamannasið. Fjórðungsmót á Vesturlandi hafa verið haldin frá árinu 1953, hið fyrsta á Faxaborg í Borgarfirði en síðar fluttist mótahald yfir á Kaldármela árið 1980.

Það eru hestamannafélögin fimm á Vesturlandi sem standa að fjórðungsmótinu, þ.e. Dreyri, Faxi, Glaður, Snæfellingur og Skuggi.  Hestamannafélögin á Vestfjörðum Hending, Kinnskær og Stormur eru jafnframt þátttakendur á Fjórðungsmóti 2009.

Í ár er bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða siglfirskum, húnvetnskum og skagfirskum hestamannafélögum þátttöku og hefur það mælst vel fyrir. Eru félagar úr Glæsi, Neista, Þyti, Snarfara, Stíganda, Léttfeta, Svaða og Adam úr Kjós boðnir velkomnir  í hópinn.

Mikill hugur er í mótshöldurum og undirbúningur þegar kominn á fullan skrið.

Upplýsingar um Fjórðungsmót 2009 verðar settar inn reglulega.

frétt tekin af:
http://fm2009.lhhestar.is/forsida/


Flettingar í dag: 484
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 409002
Samtals gestir: 49722
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:24:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere