28.06.2009 22:06

Frábær ferð yfir Hópið

Yfir 30 konur á öllum aldri og af ýmsum þjóðernum og alls staðar af á landinu mættu við Stóru-Borg um kl. 17.00 föstudaginn 26. júní. Tilefnið var að koma saman og ríða yfir Hópið að Þingeyrum.
Jóhanna á Reykjum og Sonja í Hvammi II sáu um skipulagningu þessarar ferðar og voru fararstjórar  emoticon   

Riðið var út að Hópi og áð þar. Þar voru þeir Helgi  H. Jónsson og Haukur Suska mættir með ýmiss konar góðgæti handa okkur konunum, kakó og kleinur sem og margt fleira. Alveg frábært  emoticon



Ferðin yfir Hóp var frábær og gekk í alla staði afskaplega vel og beið okkar veisluborð í hesthúsinu á Þingeyrum þegar þangað var komið. Þar stóð áðurnefndur Helgi og Grímur á Reykjum og grilluðu sem mest þeir máttu ofan í okkur emoticon  

Þökkum við þeim Sonju og Jóhönnu fyrir
skipulagningu og góða ferð. Einnig þökkum við strákunum fyrir að grilla og bera í okkur veitingar emoticon

Myndir komnar í albúmið 
  
 
Flettingar í dag: 430
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409657
Samtals gestir: 49742
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:23:13

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere