06.07.2009 23:11

Unglingarnir okkar á Fjórðungsmóti

Unglingarnir okkar, þau Aron Orri, Agnar Logi, Elín Hulda, Harpa og Karen Ósk höfðu í nógu að snúast á Fjórðungsmóti og stóðu sig frábærlega á allan hátt. Það var ekki nóg að þau væru að keppa heldur tóku þau þátt í fánareið fyrir hönd félagsins og var þar afar glæsilegur hópur á ferð. Elín Hulda var reyndar að keppa í úrslitum daginn eftir á Móheiði og tók því ekki þátt í fánareiðinni en stóð sig frábærlega vel í úrslitum og varð 4. eins og áður hefur komið fram.


Karen, Aron, Harpa og Agnar

Framkvæmdanefnd Fjórðungsmótsins vildi einnig að aðildarfélögin sendu 2-3 einstaklinga til að veita verðlaun á mótinu og stjórn Neista kom að máli við þessar hressu stelpur og þær voru sko meira en til í það. Frábærlega jákvæðar og skemmtilegar og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir frábærlega vel unnin störf, bæði fyrir fánareið og verðlaunaveitingar. Flottur hópur sem við erum stolt af.


Elín, Harpa og Karen


Eiríkur Ingi sendi okkur (líka þessar) myndir sem voru settar í myndaalbúm og færum við honum bestu þakkir fyrir.
Gaman að eiga myndir af okkar fólki á Fjórðungsmóti.



Flettingar í dag: 392
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 485
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 432454
Samtals gestir: 51113
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:04:56

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere