22.07.2009 09:33

Tryggvi Björnsson valinn í landslið Íslands í hestaíþróttum

Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur hefur tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss dagana 3.-9. ágúst.


Liðið er skipað 19 einstaklingum og þar af eru 4 núverandi heimsmeistarar sem öðlast sjálfkrafa keppnisrétt og eiga þar með tækifæri á að verja titla sína.

Liðið er þannig skipað:
Íþróttaknapar
Jóhann Skúlason, núverandi heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum, keppir á Hvini frá Holtsmúla.
Bergþór Eggertsson, núverandi heimsmeistari í 250m skeiði og fljúgandi skeiði 100m, keppir á Lótusi frá Aldenghoor.
Þórarinn Eymundsson, núverandi heimsmeistari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum, keppir á Krafti frá Bringu.
Sigursteinn Sumarliðason, núverandi heimsmeistari í gæðingaskeiði, keppir á skeiðhryssunni Ester frá Hólum.
Snorri Dal keppir á Oddi frá Hvolsvelli.
Daníel Jónsson keppir á Tóni frá Ólafsbergi.
Þorvaldur Árni Þorvaldsson keppir á Mola frá Vindási.
Sigurður Sigurðarson keppir á Herði frá Eskiholti.
Erlingur Ingvarsson keppir á Mætti frá Torfunesi.
Haukur Tryggvason keppir á Baltasar from Freyelhof.
Rúna Einarsdóttir-Zingsheim keppir Frey vom Nordsternhof.
Linda Rún Pétursdóttir keppir á Erni frá Arnarsstöðum.
Valdimar Bergstað keppir á Orion frá Lækjarbotnum.
Teitur Árnason keppir á Glað frá Brattholti.


Kynbótaknapar
Tryggvi Björnsson sýnir Grástein frá Brekku í kynbótadómi í flokki 7v og eldri stóðhesta.
Þórður Þorgeirsson sýnir Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki 6v. stóðhesta.
Guðmundur Björgvinsson sýnir Sæfara frá Hákoti í kynbótadómi í flokki 5v. stóðhesta.
Gunnar Hafdal sýnir Þrumu frá Glæsibæ 2 í kynbótadómi í flokki 7v og eldri hryssna.
Jóhann Skúlason sýnir Gerplu frá Blesastöðum 1a í kynbótadómi í flokki 6v hryssna.
Erlingur Erlingsson sýnir Stakkavík frá Feti í kynbótadómi í flokki 5v hryssna.

Landsliðseinvaldi til að aðstoðar eru þeir Anton Páll Níelsson og Sigurður Vignir Matthíasson. Dýralæknir íslenska landsliðsins er Susanne Braun.

Líkt og landsliðseinvaldur greindi frá í dag er hann kynnti liðið er hér um að ræða gríðarsterka og keppnisreynda einstaklinga sem mikils er vænst af.
Heimild: www.lhhestar.is
Flettingar í dag: 572
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 409090
Samtals gestir: 49727
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:06:32

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere