28.05.2010 20:10

Mikil samstaða á formannafundi LH

Formannafundur Landssambands hestamannafélaga var haldin í dag, 28.maí, í húsakynnum ÍSÍ. Fundurinn var vel sóttur en auk formanna og fulltrúa hestamannafélaganna sátu fundinn: stjórn LH, fyrrverandi formenn LH, formaður FHB og formaður FT. Fyrir hönd Landsmóts hestamanna ehf. mættu: stjórn Landsmóts ehf., framkvæmdastjóri, mótsstjóri og hluti framkvæmdanefndar.

Umræðuefni fundarins var áhrif kvefpestar á Landsmót 2010. Fundurinn hófst með því að Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur og Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir héldu stutt erindi um veikina. Að því loknu voru fyrirspurnir fundargesta úr sal leyfðar.

Hér að neðan má sjá þær spurningar og svör sem dýralæknarnir sátu fyrir:

Sigurður Ævarsson - LH: Vísar í fyrirlestur Gunnars og spyr hvort að þeir hestar sem búið var að sleppa út hvort þeir hafi verið í upphafi eða enda veikinda?
GÖG: Hestarnir voru búnir að vera veikir og veiktust aftur. Fengu hita og hor.
Mælir með því að byrja ekki að þjálfa hrossin aftur fyrr en 2 vikum eftir síðasta hósta.  Byrja mjög rólega.

Ómar Didriksson - Geysi: Hefur veikin áhrif á sæði/frjósemi stóðhesta?
GÖG: Langvinnur sótthiti í stóðhestum hefur áhrif á sæðisgæði, en svona skammvinnur hiti eins og nú er í gangi hefur ekki áhrif.

Kristinn Guðnason - FHB: Sem dæmi; hestur sem er búin að vera veikur í 3 vikur og er einkennalaus í dag, hvað er eðlilegt að líði langur tími þar til hesturinn sé tilbúin til að þola þau átök sem hann verður fyrir í keppni?
GÖG: Það er mjög misjafnt eftir hrossum. Það var skoðað ofan í barka á nokkrum hrossum sem voru á mismunandi stigum veikinnar. Sum þeirra voru með roða og stækkaðan eitlavef. Sást slím í barka. Slímið virðist koma mest  frá slímhimnum  nefs, en ekki ofan úr lungunum. Ef einkennin eru horfin en hesturinn samt með einstakan hósta þá getur það tekið 3-6 vikur, misjafnt  eftir einstaklingnum, að komast aftur í þjálfun.

Kristinn Guðnason - FHB: Ef farið er of geyst af stað að nýju getur það haft varanleg áhrif á hestinn?
GÖG: Ég hef ekki trú á því að hesturinn beri varanlegan skaða.

Guðni Árnason - Smára: Er það möguleiki að hross sem hefur verið stopp í 7-8 vikur og er komið í þjálfun, hittir hross á LM sem er smitað, getur verið að það smitist aftur?
VS:  Tekur sem dæmi kverkeitlabólgu að það sé möguleiki á endursmiti  6 mánuðum seinna.

Oddur Hafsteinsson - LH: Vísar til prófana á lyfjum í Steinsholti og í Ingólfshvoli, vitið þið eitthvað um það?
VS og GÖG: nei, ekki neitt.

Haraldur Þórarinsson - LH: er sannað að hross séu að smitast aftur og aftur?
VS: hross sem eru í mjög smituðu umhverfi, þá já.

Valgerður Sveinsdóttir - Fákur: Þegar hross eru að endursmit, smitast aftur og aftur, er þetta þá sama bakterían sem er að koma aftur eða er þetta ný baktería?
VS: Þekkjum það bara frá mönnum að við fáum króníska streptokokka, semsagt sama bakterían aftur.

Jón Albert - fyrrv. form. LH: Er til einhver áætlun fyrir næsta áfall? Því mér sýnist að við eigum von á fleiri veirum á næstunni til landsins ef ekkert verður að gert.
GÖG: Já það er til grunnur að viðbragðsáætlun. Eitt stærsta áfallið væri ef inflúensan myndi berast til landsins. Hún er svo feiknalega smitandi.

Jón Albert - fyrrv. form. LH: Eru hestamenn með í því eða er þetta bara innan skrifstofunnar?
GÖG: Byrjar innan skrifstofunnar og svo eru fengnir til liðs hestamenn sem þekkja vel til. Ekki hægt að búa til viðbraðgsáætlun fyrir allar veirur, en grunnurinn er til.

Sveinbjörn Sveinbjörnsson fundarstjóri: Hverjar eru smitvarnirnar á Keflavíkurflugvelli?
GÖG: Tollverðir vita að það má ekki koma inn með hestabúnað. Innflutningur með pósti er allur tjékkaður af. Hestamenn sjálfir verndi búin sín. Stoppi sína gesti líka sjálf. Varðandi þessa veiru voru viðbrögðin ekki samræmd í upphafi meðal manna.

Jón Albert - fyrrv. form. LH: Greinin er í molum útaf kvefpest, hvað gerist þá ef verri veira berst til landsins? Leggur áherslu á að ítreka smitvarnir!
GÖG: hefur verið reynt að fá fjármagn til þess að dreifa bæklingum/einblöðungum  í t.d. flugvélum en ekki fengist.

Óþekktur fundargestur: Afhverju er fræðsla meðal þeirra sem koma til landins ekki betri?
GÖG: segir að ekki hafi fjárveiting fengist til þess að kynna svona til erlendra ferðamanna um borð í flugvélum.

Guðmundur Sveinsson - Léttfeti: Segir að dæmi úr Skagafirði hafa sýnt að fúkkalyf, astmalyf og slímlosandi lyf hafa lítið hjálpað veikum hrossum og engin áhrif haft á veikina.
GÖG: sumum hrossum virðist batna og líða betur við fúkkalyfsmeðferð. Hversu vel þeim batnar, upp á að geta farið að æfa þau aftur vill hann þó ekki fullyrða um.

Jónína Stefánsdóttir - Stígandi:  Getur krónískur hósti, líkt og virðist hafa komið fram hjá Gísla Gíslasyni í Þúfum Skagafirði, komið fram ef hross eru hreyfð of snemma og hvort þau séu þá ekki orðin verðlaus?
GÖG: Fullyrði ekki um þetta en segir þó að dæmi séu um hross sem hóstað hafa í margar vikur hafa hætt því eftir fimm daga fúkkalyfsmeðferð.

Jónína Stefánsdóttir - Stígandi: Hvernig fer influensan með okkur fyrst þessi væga kvefpest er að setja allt á hausinn núna?  Hvað getum við gert til að fyrirbyggja að influensan nái til okkar, kannski með bóluefni?
VS: Ekki eru til góð bóluefni við influensu, því miður. Þó að influensan sé endilega ekki það versta, það versta við hana er hversu þrælsmitandi hún er. Ef influensa nær til landsins verður hún ekki landlæg heldur einn snarpur faraldur sem nánast ógjörlegt verður að stoppa.

Sigurður Ævarsson - LH: Hefði fólk áttað sig á því fyrr, hvað um var að ræða, hefði verið farið í lokanir á svæðum, og þá hvað lengi?
GÖG: Svíar hafa góða reynslu af slíkum lokunum, þeir loka hrossabúgörðum í 2-3 mánuði. Vandræði  okkar Íslendinga er að þessi hesthúsahverfi okkar eru einsdæmi, þekkjast ekki erlendis, mjög flókið að loka þeim.

Ómar Diðriksson - Geysir: Hafa einhverjir hestar sloppið við pestina?
GÖG: Hugsanlegt er að einhverjir sleppi, það er ekki vitað.

Björn Bjarnason - Sörli: Það eru margir hestamenn mjög svartsýnir á að halda LM2010 en vill benda á að um 120 hross hafa verið sýnd á kynbótasýningu á Sörlastöðum. Þar á meðal var 1 hestur sýndur frá Þúfum, Kappi frá Kommu, og fór í góðar tölur.

Guðmundur Sveinsson - Léttfeti: Vill taka það fram að Gísli Gíslason Þúfum tók það sérstaklega fram að hann hefur ekki séð Kappi frá Kommu veikjast.

Gunnari og Vilhjálmi þakkað fyrir fyrirlestrana og góð svör við spurningum fundargesta.

Á fundinum voru eftirfarandi tvær ályktanir samþykktar:

1) Ályktun til Matvælastofnunnar
Formannafundur LH haldinn 28.maí 2010 skorar á Matvælastofnun að hún láti rannsaka með hvaða hætti sjúkdómur sá sem herjar á íslenska hrossastofninn barst til landsins. Þá krefst fundurinn þess að stofnunin leiti þegar allra leiða til að koma í veg fyrir að aðrir sjúkdómar berist hingað. Telur fundurinn að núverandi framkvæmd sjúkdómavarna sé verulega ábótavant.

2)Formannafundur LH haldinn 28.maí 2010 hvetur stjórnir Landssambands hestamannafélaga, Bændasamtaka Íslands og Landsmóts hestamanna ehf. að hafa eftirfarandi þætti að leiðarljósi við ákvarðanatöku um hvort halda eigi Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2010 í ljósi þess sjúkdóms sem nú herjar á íslenska hrossastofninn:
- Velferð hestsins
- Ímynd hestamennskunnar og Landsmóts til framtíðar.



Nánar verður greint frá fundinum og niðurstöðum hans síðar.

www.lhhestar.is

Flettingar í dag: 659
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 409177
Samtals gestir: 49727
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 22:04:43

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere