24.10.2010 22:19

Gott Landsþing LH


Glæsilegu landsþingi LH lauk í gær með þingslitafagnaði. Almenn ánægja var með þingið
sem var málefnalegt og afkastaði miklu en mörg mál voru rædd og afgreidd. Töluverðar umræður urðu um mál er varða landsmót, framtíð þeirra, framkvæmd og landsmótsstaðina.

Mörgum málum þessa málaflokks var vísað til hinnar nýlega skipuðu landsmótsnefndar þannig að þar er nóg af verkefnum að vinna.
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri stóð verulega vel að þessu þingi og var þinghaldið allt Létti til mikils sóma. Allar veitingar voru mjög góðar og fór vel um fólk í þingsal og utan. Vel til fundið var móttakan og sýningin í TopReiter höllinni á föstudagskvöldið.



Ný stjórn LH 

Haraldur Þórarinsson, Sleipni var endurkjörinn sem formaður án mótframboðs.
Gunnar Sturluson, Snæfellingi var kjörinn varaformaður án mótframboðs.

Níu einstaklingar gáfu kost á sér sem meðstjórnendur, kosningu hlutu fimm eftirtalin:
Sigurður Ævarsson, Sörla var áður í stjórn
Oddur Hafsteinsson, Andvara var áður í stjórn
Sigrún Kristín Þórðardóttir, Þyt ný í stjórn
Þorvarður Helgason, Fáki nýr í stjórn
Andrea M. Þorvaldsdóttir, Létti ný í stjórn


Einar Höskuldsson frá Mosfelli fékk Gullmerki LH
og óskum við Neistafélagar honum innilega til hamingju með það.


Félagar heiðraðir

Landssamband hestamannafélaga heiðrar reglulega félaga sína fyrir góð störf í þágu hestamennskunnar. Að þessu sinni voru eftirtaldir aðilar heiðraðir og var það Haraldur Þórarinsson sem veitti þeim gullmerki LH:

Pétur Behrens, Sigurður Hallmarsson, Anna Jóhannesdóttir, Einar Höskuldsson, Jón Ólafur Sigfússon og Friðbjörg Vilhjálmsdóttir.
Landssamband hestamannafélaga óskar þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna og þakkar þeim fyrir þeirra framlag.


Íslandsmót 2011 og 2012

Á Landsþinginu var ákveðið hvar næstu Íslandsmót, yngri flokka og fullorðinna, færu fram. Kjósa þurfti um hvar skyldi halda Íslandsmótið 2012 þar sem fleiri en eitt hestamannafélag bauðst til þess að halda mótið. Hinsvegar var einungis eitt félag sem bauðst til að halda Íslandsmótið 2011 og þurfti því ekki að kjósa um það.

Íslandsmót fullorðinna 2011 verður haldið af hestamannafélaginu Sleipni á Selfossi.
Íslandsmót yngri flokka 2011 verður haldið af hestamannafélaginu Mána í Keflavík.

Íslandsmót fullorðinna 2012 verður haldið sameiginlega af hestamannafélögunum Stíganda, Svaða og Léttfeta á Vindheimamelum. Þau hlutu 91 atkvæði í kosningunni gegn 46 atkvæðum hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.

Íslandsmót yngri flokka 2012 verður haldið af hestamannafélaginu Geysi á Hellu. Það hlaut 102 atkvæði í kosningunni gegn 35 atkvæðum hestamannafélagsins Hrings á Dalvík.



Allar fréttir af þinginu eru er hægt að lesa á Eiðfaxa-  og  LH- vefnum  

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409239
Samtals gestir: 49728
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 00:16:52

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere