27.06.2011 19:59

Óli og Gáski í milliriðil


Smá Landsmótsfréttir.....

Keppt var í forkeppni í B-flokki í dag og komust Gáski og Ólafur Magnússon í milliriðil
.

Forkeppni í barna- og unglingaflokki var á sunnudag en í dag, mánudag var ungmennaflokkur og B-flokkur.

Hluti Landsmótsfara mætti í Skagfjörðinn í fallegu veðri á laugardag til að nýta æfingatímann sem Neista var úthlutað og gera klárt fyrir sunnudaginn.




Skemmtilegur knapafundur var kl. 10 á sunnudagsmorgni þar sem Sigurbjörn Bárðarson sagði krökkunum að þá þegar væru þau búin að ná ákveðnum sigri með því að vera komin á Landsmót, nú væri þau komin þangað og þá væri bara að hafa gaman af því að vera í brautinni, gera sitt besta með bros á vör og það gerðu krakkarnir frá Neista svo sannarlega og voru flottir fulltrúar félagsins.


Haukur Marian og Viðar og Sigurgeir og Hátíð


           
                Sigurður Bjarni og Þokki                                   Lilja Maria og Hamur


Keppendur stóðu sig frábærlega og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.
(ekki náðist mynd af Agnari, Óla og Ragga þar sem þeir kepptu í dag, mánudag og myndasmiður farinn heim)
.


Nokkrar myndir í albúmi.


Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 485
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 432117
Samtals gestir: 51091
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:08:13

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere