29.03.2012 18:55

Hrossabændur - Hestaáhugafólk

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A- Hún verður haldinn í Reiðhöllinni á Blönduósi mánudaginn 2. apríl 2012 og hefst stundvíslega kl. 20:00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf -  stóðhestahald 2012 ofl.

Fræðslufundur hefst kl 21:00 undir yfirskriftinni:
"Hvernig er best að lýsa upp íslenska hrossastofninn ? Hann er orðinn 80% dökkur"
en þar mun Páll Imsland fjalla í máli og myndum um litahlutföllin í stofninum fyrr og nú og skýra hvers vegna þarf að sporna fótum við þeirri þróun til einslitni sem er í gangi. Þetta er gert í erindi sem síðan er fylgt eftir með myndasýningu þar sem allt mögulegt í litunum og tengslum við litina er dregið fram og umræður geta spunnist um eftir áhuga.
 
Fræðslufundurinn er öllum opinn.

Stóðhestar á vegum Samtaka Hrossabænda sumarið 2012:
Blær frá Torfunesi verður á Þingeyrum á fyrra gangmáli. Blær er brúnn 13 v alhliðahestur undan Markúsi frá Langholtsparti og Bylgju frá Torfunesi, bygging 8,17; hæfilækar 8,80 og aðaleinkunn 8,55. Verð til félagsmanna 85 þús með öllu.

Skýr frá Skálakoti verður á Gauksmýri eftir Landsmót. Skýr er rauðblesóttur 5 v alhliðahestur undan Sólon frá Skáney og Vök frá Skálakoti, bygging 8,41; hæfilækar 8,30 og aðaleinkunn 8,35. Verð til félagsmanna 145 þús með öllu.
Pantanir hjá Gunnari á Þingeyrum  á [email protected] eða í 895-4365 fyrir 15. apríl

Samtök Hrossabænda í A.-Hún.



Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409793
Samtals gestir: 49742
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:25:50

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere