04.01.2013 19:56

Stofnfélagi Neista heiðraður

Hestamannafélagið Neisti var stofnað árið 1943 í Dalsmynni. Félagið fagnar því 70 ára afmæli á þessu ári.

Stofnfélagar voru 40 talsins, en eini eftirlifandi félaginn er Gísli Pálsson frá Hofi, þá kenndur við Sauðanes. Gísli verður 93 ára í mars og dvelur nú á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.

Stjórn Hestamannafélagsins Neista ákvað í tilefni af 70 ára afmæli félagsins að gera Gísla að heiðursfélaga Neista. Heimsótti stjórnin hann og afhenti honum viðurkenningu því til staðfestingar.

                     Hjörtur, formaður Neista, afhendir Gísla viðurkenningarskjalið. 

Gísli er vel að viðurkenningunni kominn og þótt hann hafi ekki haft hestamennsku að atvinnu, þá átti hann meðal annarra stóran þátt í uppbyggingu Hólaskóla, en þar var hann formaður stjórnar í mörg ár.

Hestamannafélagið Neisti óskar Gísla og fjölskyldu hans velfarnaðar á komandi árum.

 

Hjörtur Karl Einarsson
formaður Neista



Flettingar í dag: 323
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 924
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 425925
Samtals gestir: 50884
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:53:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere