10.04.2013 11:13

Frá mótanefnd

Frá mótanefnd Hestamannafélagsins Neista

 

Mótanefnd Hestamannafélagsins Neista vill þakka öllum þeim sem komu að mótum vetrarins með einum eða öðrum hætti.  Þátttaka var mjög góð á vel flestum mótunum svo eftir var tekið um land allt, og sýnir að áhugi er hér mikill á svæðinu fyrir hestamennsku og keppni á hestum.  Við viljum á meðan að veturinn er enn í fersku minni,  óska eftir því við félagsmenn að þeir komi með tillögur varðandi framtíð mótaraðarinnar og eða tilhögun móta því að enn er mótaröðin í mótun. Teljum við að allir hafi nokkuð gaman að þessu. Hægt er að senda tillögur og eða bara vangaveltur á netfangið [email protected].

Hér meðfylgjandi eru nokkrar tillögur sem að borist hafa okkur:

·         Mótin verði eftirfarandi, T7 í byrjun vetrar, fjórgangur, ístölt, fimmgangur og svo tölt sem lokamót.

·         Stigagjöf verði sú sama fyrir öll mótin ( sem að við teljum víst að verði)

·         Skráningargjöld verði hækkuð í 2.000 krónur og þá verði hætt að rukka inn aðgangseyrir til að hvetja áhorfendur til að mæta

·         Samfara mótaröðinni verði einnig liðakeppni sem gæti t.d. verið með svipuðum hætti og í húnv.liðakeppninni þar sem að einn knapi úr hverjum flokki myndi eitt lið.

·         Við birtingu úrslita á fjölmiðlum verði einnig gefnar upp niðurstöðutölur úr úrslitunum t.d. 5,8 / 6,3 eða álíka. Komið hefur fram ábending frá hrossaræktendum og tamningafólki að það vilji fá tölur birtar af sínum hrossum svo að hægt sé að sýna fram á keppnisárángur.

·         Tillögur hafa líka komið fram að hafa keppni í Smala.

·         Veitingasala verði með sama hætti ef vilji er fyrir því meðal tíundubekkinga þar sem að reynsla af henni sé góð

 

Flettingar í dag: 418
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409645
Samtals gestir: 49742
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:00:48

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere