24.03.2017 19:00

Fjórgangur Reiðhöllinni Arnargerði

 

Föstudagskvöldið 24. Mars kl. 19:00 verður Fjórgangur í Reiðhöllinni Arnargerði og T7 í unglingaflokki. Keppt verður í fjórgangi, í flokki unglinga 16 ára og yngri, áhugamanna flokki  og opnum flokki. Einnig verður boðið upp á keppni í T7 fyrir yngri en 16 ára.

Í fjórgangi er riðinn einn hringur á hægu tölti, einn hringur á fegurðar tölti, einn hringur á brokki, einn hringur á stökki og hálfur á feti. Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu og ljúka henni að norðan. Keppandi ræður röð gangtegunda en í lok keppni skal hægja niður á fet.

Skráningar berist á netfangið:  [email protected] fyrir kl. 21:00 fimmtudaginn 23. mars. Skráningargjald í unglingaflokki er kr. 1.500 og kr. 2.000 í öðrum flokkum.  Fram komi nafn á hrossi, uppruni,  aldur og litur. Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139.
ATH. þeir sem ekki hafa greitt gjöld síðustu móta vinsamlegast klári það mál sem fyrst.

Nefndin.

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409272
Samtals gestir: 49728
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:00:21

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere