11.02.2018 22:47

SAH-mótaröðin. Fjórgangur og T7

 

SAH – Mótaröðin.

Fjórgangsmót í Reiðhöllinni Arnargerði.

Föstudagskvöldið 16. febrúar kl. 19:00 verður Fjórgangur og T7 í Reiðhöllinni Arnargerði. Keppt verður í flokkum 13 ára og yngri, 14 til 17 ára, áhugamannaflokk og opnum flokki.  Áskilinn er réttur til að sameina flokka verði skráning takmörkuð. Um er að ræða fyrsta mótið í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum.

Í fjórgangi er riðinn einn hringur á hægu tölti, einn hringur á greiðara tölti, einn hringur á brokki, einn hringur á stökki og hálfur á feti. Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu. Keppandi ræður röð gangtegunda en í lok keppni skal hægja niður á fet.

Í T7 er riðinn einn hringur á hægu tölti og einn hringur að eigin vali.

Skráningar berist á netfangið:  [email protected] fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn 15. Febrúar. Skráningargjald í yngri flokkum er kr. 1.500 og kr. 2.000 í öðrum flokkum.  Fram komi nafn á hrossi,  aldur og litur. Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139.

Nefndin.

Flettingar í dag: 676
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 485
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 432738
Samtals gestir: 51129
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:54:22

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere