Æskulýðsstarf - fundur
Nú er veturinn genginn í garð í öllu sínu veldi og þá er ekki úr vegi að fá sér heita súpu og nýbakað brauð og það er akkúrat það sem æskulýðsnefnd Neista ætlar að gera mánudaginn 3. Nóvember kl 18. Og ekki bara það heldur ætlum við að skiptast á hugmyndum um hvað væri hægt að gera í vetur. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á að kynna sér og/eða taka þátt í æskulýðsstarfinu með okkur að koma í salinn uppi í reiðhöllinni og njóta með okkur. Endilega látið berast sem víðast og ef einhverjir sjá sér ekki fært að mæta en langar að koma einhverju á framfæri má gjarnan senda tölvupóst á netfangið [email protected]
Kveðja nefndin.