24.12.2013 15:24

Gleðileg jól



Hestamannafélagið Neisti óskar
félagsmönnum, Húnvetningum
sem og öðrum landsmönnum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum stuðning, gott samstarf og
ánægjulegar samverustundir
á árinu sem er að líða.

16.12.2013 13:12

Fundur mótanefndar

Mótanefndin fundaði á dögunum yfir kaffi og smákökum,  um mótahald vetrarins sem og framkvæmd þeirra.  Önnur mál voru að sjálfsögðu rædd en ýmislegt er í pípunum. Það skýrist síðar.  Mótin verða eftirfarandi, en auðvitað miðast þetta alltaf við færð og veður og þess háttar.

  • Ísmótið verður á Hnjúkatjörn þann 01.febrúar 2014.  Það mót, er þó öðrum mótum fremur háð veðri og verður fært til ef veður, ísleysi eða annað hamlar þennan dag.
  • Tölt T7 verður haldið 24. febrúar í Reiðhöllinni.
  • Fjórgangsmót verður haldið 10. mars í Reiðhöllinni.
  • Smalinn verður haldið 24. mars í Reiðhöllinni.
  • Fimmgangur og tölt verður haldið 7. apríl í Reiðhöllinni.

 

 

mbk.  Mótanefnd  og  Gleðileg jól !

 

PS. Á myndina vantar Ólaf Magnússon Sveinsstöðum

?

05.12.2013 10:24

Frá reiðveganefnd


Reiðvegavinna gekk vel og búið er að gera nýjan veg frá hesthúsahverfinu, það er frá hesthúsinu hans Tryggva og upp að Svínvetningabraut.  Þá var borið ofan í veginnn sem liggur frá Kleifagrúsinni og suður að Hjaltabakkagirðingu og síðan austur með þeirri girðingu og að nýja veiðihúsinu við Laxá.  Þessir vegir voru síðan malaðir og tókst það afar vel og eiga þessir vegir að nýtast hestamönnum mjög vel í framtíðinni.

Girðing var lögð meðfram þessum vegum og nú er frágangi lokið og framkvæmdum þessa árs þar með.

 

Vill reiðveganefnd þakka öllum sem að þessari vinnu komu en sérstakar þakkir fá þeir Víðir Kristjánsson og Tryggvi Björnsson fyrir gott framlag og góða verkstjórn við girðingavinnuna.

 

 

Reiðveganefnd

30.11.2013 21:42

Uppskeruhátíðin

 

Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var 23. nóvember sl. og eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur.....
         
Knapi ársins 2013 hjá Hestamannafélaginu Neista er Jakob Víðir Kristjánsson.
Hann gerði það gott á keppnisvellinum, v
ar með 2 efstu hestana í B-flokki gæðinga á félagsmóti Neista og úrtöku fyrir Fjórðungsmót, þá Gítar frá Stekkjardal og Börk frá Brekkukoti. Var með 3 hesta í úrslitum í B-flokki á félagsmótinu. Hann var einnig í A-úrslitum í B-flokki gæðinga á Fákaflugi og í úrslitum í tölti og fjórgang á opnu íþróttamóti Þyts.

 

 
     
 

                                
Innilega til hamingju með flottan árangur.





Að venju veittu Samtök Hrossabænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin.  


Viðurkenningar kynbótahrossa:

Hryssur

4 vetra
Telma frá Steinnesi
F. Kiljan frá Steinnesi
M. Sunna frá Steinnesi
B: 7,91  H: 8,14  A: 8,05
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigandi: Helga Una Björnsdóttir
Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir

 

5 vetra 
Þórdís frá Skagaströnd
F. Þóroddur frá Þóroddsstöðum
M. Þjóð frá Skagaströnd
B: 8,14  H: 8,03  A: 8,07
Ræktandi: Þorlákur Sveinsson
Eigendur: Þorlákur Sveinsson og Gangráður ehf.
Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson

 


6 vetra
Hvöt frá Blönduósi
F. Orri frá Þúfu í Landeyjum
M. Hríma frá Hofi
B:  8,26  H: 7,94  A: 8,07
Ræktendur: Tryggvi Björnsson og Ásgeir Blöndal
Eigandi: Ingolf Nordal
Sýnandi: Þorvaldur Árni Þorvaldsson

 

7 vetra og eldri
Staka frá Steinnesi
F. Topar frá Kjartansstöðum

M. Brana frá Steinnesi
B: 7,98   H: 8,39   A: 8,23
Ræktandi og eigandi: Jósef Magnússon
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson

 

Stóðhestar

4 vetra
Besti frá Upphafi
F. Akkur frá Brautarholti 
M. Ræsa frá Blönduósi
B: 8,03   H: 8,03   A: 8,03
Ræktandi og eigandi:  Hjálmar Þór Aadnegard
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson

       Tryggvi og Besti í janúar 2013

 


6 vetra  
Hausti frá Kagaðarhóli
F. Stáli frá Kjarri
M. Gyðja frá Glúmsstöðum 2
B: 8,24  H: 8,34   A: 8,30
Ræktendur og eigendur: Guðrún J. Stefánsdóttir og Víkingur Gunnarsson
Sýnandi: Mette Camilla Moe Mannseth

                Hausti frá Kagðarhóli og Gísli Gíslason                                                                                    
 

7 vetra og eldri 
Kompás frá Skagaströnd
F.  Hágangur frá Narfastöðum 
M. Sunna frá Akranesi
B: 8,56   H: 8,18    A:  8,33
Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson

 

Sölufélagsbikarinn fær  hæst dæmda hryssa á héraðsýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns. 

Vigur frá Hofi 

F. Geisli frá Sælukoti
M. Varpa frá Hofi
B: 7,89  H: 8,04   A: 7,98
Ræktendur:  Eline Manon Schrijver og Jón Gíslason
Eigandi: Ásdís Brynja Jónsdóttir
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson

        Ásdís og Vigur á Fákaflugi 2013

 

                

Búnaðarbankabikarinn fær hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.

Hausti frá Kagaðarhóli
F.  Stáli frá Kjarri
M. Gyðja frá Glúmsstöðum 2
B: 8,24  H: 8,34   A: 8,30
Ræktendur og eigendur: Guðrún J. Stefánsdóttir og Víkingur Gunnarsson
Sýnandi: Mette Camilla Moe Mannseth

 

Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns.  

Kompás frá Skagaströnd
F.  Hágangur frá Narfastöðum 
M. Sunna frá Akranesi

B: 8,56   H: 8,18    A:  8,33
Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson


 

Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd
Gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti úr Austur-Húnavatnssýslu.         

Besti frá Upphafi
F. Akkur frá Brautarholti 
M. Ræsa frá Blönduósi
B: 8,03   H: 8,03   A: 8,03
Ræktandi og eigandi:  Hjálmar Þór Aadnegard
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson

 

 
Ræktunarbú  2013 : Leysingjastaðir í Húnavatnshreppi
Ábúendur á Leysingjastöðum: Hreinn Magnússon og Hjördís Jónsdóttir

Á árinu 2013 var glæsihesturinn Freyðir frá Leysingjastöðum áberandi, gerði það mjög gott á keppnisvellinum ásamt knapa sínum Ísólfi Líndal Þórissyni. Á Fjóðungsmóti á Kaldármelum unnu þeir B-flokki gæðinga með einkunina  9,01. Ísólfur og Freyðir gerðu það líka gott á  Íslandsmóti í Borgarnesi en þar uður þeir í 5.-6. sæti í tölti með einkunina 8,28  eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum. Þeir kepptu einnig í fjórgangi og urðu í 5. sæti með einkunina 8,0.

 

        
                                            Freyðir og Ísólfur (myndir teknar af heimasíðu Lækjamóts)                                      

 

Hreinn og Hjördís hafa stundað hrossarækt í áratugi og mörg góð hross komið frá þeim, má þar meðal annars nefna Stíganda og Sindra Stígandason.

     

        

Sindri og Ísólfur (mynd af heimasíðu Lækjamóts)      Stígandi, myndir www.stigandi.us


Til hamingju Leysingjastaðir.

 

 

25.11.2013 09:11

Frá æskulýðsnefnd

Skráning er hafin fyrir námskeið vorannar

Áætlað er að námskeið hefjist um miðjan janúar, boðið verður upp á námskeið í Knapamerkjum 1-5 og almenn reiðnámskeið fyrir börn yngri en 12 ára (fyrir vana og óvana).

Vinsamlegast sendið skráningarupplýsingar á netfangið [email protected] þar sem fram kemur nafn, kennitala og námskeið sem óskað er eftir. Skráningu lýkur föstudaginn 13. desember 2013.

Æskulýðsnefndin stefnir á að bjóða upp á styttri námskeið á önninni, fylgist með á www.neisti.net

Hestamenn sem óska eftir sérstökum námskeiðum eru beðnir um að koma því á framfæri við nefndina.

 

Fyrir hönd Neista

Æskulýðsnefnd

13.11.2013 20:52

Mótanefndarfundur

Mótanefnd mun halda fund næstu daga hvar farið verður yfir mót vetrarins.  Í vor óskuðum við eftir hugmyndum frá fólki og eins ef að það hefði einhverjar óskir varðandi mótahaldið.  Nokkrar tillögur skiluðu sér og viljum við þakka fyrir það.  Ef að einhverjir vilja bæta við það þá endilega skilið því inn til Höskuldar í netfangið [email protected] og svo má alltaf hringja líka í síma 894-8710.

kv

Mótanefnd

12.11.2013 21:29

Uppskeruhátíð búgreinafélaga og hestamanna

 

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og hestamanna verður haldin laugardaginn 23. nóvember næstkomandi í Húnaveri. Húsið opnað klukkan 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða og borðhald hefst klukkan 20:30. Trukkarnir leika fyrir dansi.

Miðapantanir verða hjá eftirtöldum:

Aðalbjörgu og Ragnari s: 452 4663 / 868 4917 / 893 0466

Kristínu Jónu og Val s: 452 4506 / 846 8745 / 867 9785

Gróu og Sigga s: 452 4958 / 892 7192 / 863 4577

Jónu Ólafs s: 897 8216

Miðar verða seldir á staðnum (Posi).

Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 17. nóvember.

Sætaferðir eru áætlaðar frá N1 kl. 19:15 ef næg þátttaka fæst. Þau sæti skulu pöntuð um leið og miðar.

04.11.2013 08:12

Hrossabændur í A-Hún

 

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A- Hún verður haldinn í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi fimmtudaginn 7.nóvember 2013 og hefst stundvíslega kl. 20:30
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf

Samtök Hrossabænda í A-Hún

 

30.10.2013 13:26

Uppskeruhátíð

 

Uppskeruhátíð búgreinafélaga A-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 23. nóvember n.k.

Takið daginn frá.
Nánar auglýst síðar.

Nefndin.

21.10.2013 21:46

Ný netföng

 

Búið er að uppfæra síðuna "Stjórn og nefndir Neista" hér til hægri.

Ný netföng hafa verið tekin í notkun hjá hestamannafélaginu.

Það almenna er: [email protected]

og hjá æskulýðsnefnd: [email protected]

 

21.10.2013 21:31

Bíókvöldið


Góð þátttaka var á bíókvöld æskulýðsnefndar um daginn en þar var horft á Afmælissýningu Neista sem var sl. vor en Sveinn í Plúsfilm tók sýninguna upp á myndband.
Framhaldsskólaunglingarnir komu saman í heimahúsi og höfðu gaman af að hittast en yngri krakkarnir komu saman uppí Reiðhöll og fengu popp og djús og höfðu líka gaman af því að hittast og horfa á sig á hestbaki.

 

 
 
 

 

Endilega hafið samband ef áhugi er að kaupa diskinn af Afmælissýningunni á netfang Neista [email protected] Verð kr. 1.500.
Einnig er Stórsýning Húnvetnskra Hestamanna síðan 2009 til á diski, verð kr. 500
.

 

 

13.10.2013 17:41

Strákarnir í vegavinnu

 

Reiðvegafræmkvæmdir á fullu.
Fréttaritari fór í dag að taka myndir af strákunum sem keyrðu í veginn.
Verið að hækka reiðveginn austan Svínvetningabrautar.

Myndirnar tala sínu máli.

 

 

 
 

 

 

 

 

 

 
 

 

 

 

Það verður gott að fylgjast með Tryggva Björns því hestaumferðin mun liggja um hlaðið hjá honum.  

 

 

 

 

 

 

 

Kampakátir í kaffipásu uppí Reiðhöll.

Hjörtur, Sævar, Gunnar, Valdi, Maggi, Valur og Rúnar

 

 

 
 

 
 

 

11.10.2013 08:15

Sýnikennsla með Iben Andersen

 

Sýnikennsla með reiðkennaranum Iben Andersen verður haldin á Gauksmýri, sunnudaginn nk, 13. október kl. 16.00, reiknað er með að sýningin taki um það bil 3 tíma.

 

Iben hefur starfað víða við tamningar og þjálfun hrossa, á Íslandi, Þýskalandi, Noregi, Danmörku og hjá andfætlingunum í Ástralíu. Í Ástralíu lærði hún aðferðir við frumtamningar sem eru mjög ólíkar þeim sem tíðkast hér á landi. Iben hefur þróað sínar eigin aðferðir við frumtamningar sem vakið hafa talsverða athygli og margir sótt námskeiðin hennar. Sjón er sögu ríkari !

Allir velkomnir
Verð er 1.500 kr.
Posi á staðnum.


http://www.ibenhestar.dk/

 

11.10.2013 08:05

Meistaradeild Norðurlands

 

Nú liggja fyrir dagssetningar á mótadögum  Meistaradeildar Norðurlands (KS-deildin) veturinn 2014.  Keppnin fer fram á miðvikudagskvöldum og byrjar klukkan 20:00 hvert kvöld.

Það er Kaupfélag Skagfirðinga sem er okkar styrktaraðili eins og undanfarin ár.

Keppnisdagar eru þessir

29. janúar úrtaka um þau sæti sem laus eru í deildinni.
26. febrúar fjórgangur
12. mars fimmgangur
26. mars Tölt
9. apríl slaktaumatölt og skeið

Ákveðið hefur verið að keyra liðakeppni samhliða einstaklingskeppninni. Fyrirkomulag liðakeppninnar verður kynnt þegar nær dregur.

 

08.10.2013 21:31

"Bíó"

 

Þar sem við komumst yfir disk af Afmælissýningu Neista síðan í vor þá ætlum við að hafa "bíó" og popp og kók fyrir krakkana sem tóku þátt í sýningunni.

Miðvikudaginn 9. október kl. 17.30 í Reiðhöllinni. Sýningin (diskurinn) er uþb 1 klst og 30 mín.

Allir velkomnir, foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur, frændur osfrv. :)

Diskurinn verður tilbúinn í sölu fljótlega. Endilega hafið samband á [email protected] til að panta. Verð kr. 1.500.
Einnig er Stórsýning Húnvetnskra Hestamanna síðan 2009 til á diski, verð kr. 500

 

Bestu kveðjur
Æskulýðsnefnd Neista

Flettingar í dag: 733
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 485
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 432795
Samtals gestir: 51132
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 21:06:30

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere