18.11.2009 08:23

Dagskrá vetrarins

Dagskrá vetrarins er í fullum undirbúningi og verður sett hér inn á vefinn fljótlega.

Búið er að funda með Skagfirðingum og V-Húnvetningum um skipulag vetrarins og má segja að mót vetrarins á svæðinu byrji 27. janúar með úrtöku fyrir KS-deildina á Sauðárkróki.

Í gærkvöldi var fundur með Æskulýðsnefndunum úr Skagafirði og V-Hún um fyrirhuguð Grunnskólamót,  Grunnskólamót Hestamannafélaganna, þ.e. hestamannafélögin standa að þessum mótum en krakkarnir safna stigum fyrir sinn skóla. Sama stigafyrirkomulag og í fyrraemoticon
      
Ákveðið var að keppt yrði í einni grein, pollaflokki og skeiði á hverjum stað.

Grunnskólamót Hestamannafélaganna verða:

21. febrúar á Blönduósi. Keppt verður í smala, pollaflokki og skeiði.
7. mars á Hvammstanga. Keppt verður í þrígangi - fjórgangi, pollaflokki og skeiði.
18. apríl á Sauðárkróki. Keppt veður í tölti, pollaflokki og skeiði.


Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:

5. febrúar
- Fjórgangur
19. febrúar - Smali
12. mars - Fimmgangur
9. apríl - Tölt


Ís-landsmótið á Svínavatni verður 6. mars



15.11.2009 21:38

Reiðhallarnotendur - Viljamenn og konur


Þann 1. nóvember hófst nýtt tímabil hjá okkur notendum reiðhallar.  Allir eru hvattir til að nýta sér höllina eins og kostur er.

 
Nýir leigjendur eru nú í höllinni þau Raggi og Sandra og vonum við að samstarfið við þau verði farsælt fyrir alla.
 
Fyrirkomulagið er með svipuðu sniði og verið hefur þ.e. þau hafa höllina alveg út af fyrir sig til kl. 13:00 en þá hefst okkar tími. Þeim Ragga og Söndru er þó heimil notkun eftir hádegi ef fátt er í höllinni og að höfðu góðu samráði við aðra.
 
Við ætlum að muna að hirða upp skítinn eftir hestana okkar og hafa hurðir lokaðar svo við missum ekki þann lága hita sem í höllinni er út í buskann. Við sýnum hvert öðru tillitsemi og slökkvum ljósið ef við teljum að við séum síðust út úr höllinni.
 
Ef eitthvað er sem þarf að ræða eða benda á sem betur má fara þá skal tala um það við Hödda (8940081) sem hefur umsjón í höllinni þangað til annað verður auglýst. Í stjórn Reiðhallarinnar Arnargerðis ehf. eru þeir Guðmundur Sigfússon, Jón Gíslason og Magnús Jósefsson og má einnig snúa sér til þeirra.
 
Næstum allir hafa nú greitt eða samið vegna árgjalda 2009 en reikningurinn er 307-26-106506, kt. 650699-2979. Gjaldið er 14.000 kr.
ATH. fáeinir greiðsluþjónustuaðilar eiga eftir að breyta upphæðum sínum.
 
Lifið heil.

06.11.2009 14:02

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð

húnvetnskra bænda og hestamanna

verður haldin  laugardaginn 21. nóvember
n.k í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Hátíðin hefst kl:20:30 með fordrykk í boði SAH-Afurða.


Matseðill

Forréttur: Grafinn lax, Reyktur lax, Sjávarréttapaté, Sveitapaté og Pastarami piparskinka með tilheyrandi meðlæti.                                       

        Aðalréttur: Kryddaður Lambavöðvi, Murg Afghani Kjúklingabringa ogRoast Nautalund með tilheyrandi meðlæti og sósum.

 Eftirréttur: Kaffi og konfekt.

Hátíðarstjórn verður í höndum Gríms Atlasonar,
hljómleikahaldara og sveitastjóra Dalabyggðar
.

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar sér um
að við slítum skósólunum fram eftir nóttu.

Verð kr:4500.

-miðinn gildir sem happadrættismiði, stórglæsilegir vinningar-

Tryggið ykkur miða hjá eftirtöldum aðilum eigi

síðar en þriðjudaginn 17.nóvember n.k.

Ingibjörg og Páll, s:452-4353               Silla og Hilmar, s:452-4644

Sigurbjörg og Svavar, s:452-7128      Jóna Fanney og Hjörtur, s:452-4416.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti.


Sérstakar þakkir fá:

SAH-Afurðir, Lífland , Sorphreinsun Vilhelms Harðar, KS, MS/Auðhumla, Dregill, SS ,Drifkraftur, Léttitækni, Vélsmiðja Alla, N1 píparinn, Kjalfell, Ístex, Jötunn vélar, Bændaþj.Eymundar, Vís, Blönduvirkjun, Landsbankinn Skagaströnd, Fisk Seafood, Húnavatnshreppur, Hársnyrtistofan Flix,  Hárgreiðustofa Bryndísar Braga, Bæjarblómið, Samkaup/Úrval, Vilkó, Hótel Blönduós, Lyfja Blönduósi, Búnaðarfélag Svínavatnshrepps.


04.11.2009 21:09

Líf að færast í hesthúsahverfið

Þau Sandra Marin og Ragnar Stefánsson á Efri Mýrum hafa tekið hesthúsið við Reiðhöllina í Arnargerði á leigu og verða með starfsemi sína, tamningar, þjálfun og kennslu, þar í vetur.
Ragnar var að flytja hross í hesthúsið þegar fréttaritari var á ferð í hverfinu sl. sunnudag og var búinn að hitta Hörð, umsjónarmann Reiðhallarinnar og ganga frá pappírunum.



Hann teymdi hvert hrossið á fætur öðru í hesthúsið og var búinn að fara 3 ferðir þann daginn að ferja hross niður eftir.
Hér er hann með Dís frá Kýrholti en hún er merkt Skjá einum emoticon     


Þau hjón fengu góðar mótttökur þegar þau mættu í vinnuna á mánudagsmorgunn en þá beið þessi flotta skúffukaka handa þeim emoticon


Þau eru ánægð með aðstöðuna og hlakka til vetrarins.
Mörg spennandi hross eru komin og koma inn í tamningu og þjálfun. Inn eru komnir 3 graðhestar, þeir Maur frá Fornhaga sem er á 6. vetur og  Smyrill frá Oddssstöðum, á 5. vetur undan Sæ frá Bakkakoti. Einnig spennandi foli á 4 vetur, Áfangi frá Sauðanesi sem er undan Hágangi frá Narfastöðum og Slæðu frá Sauðanesi.
Úr þeirra rætun eru komnar inn þær Fruma og  Frökk frá Akureyri og Smáradóttirin Stikla frá Efri-Mýrum. Lotning frá Þúfum er væntanleg inn mjög fljólega.

Svo virkilega spennandi vetur framundan hjá þeim en á
samt því að temja og þjálfa mun Sandra kenna í æskulýðsstarfinu í vetur eins og í fyrra.
 

27.10.2009 22:02

Uppskeruhátíðin


Uppskeruhátíð
búgreinafélaganna í A.-Hún. og
Hestamannafélagsins Neista
verður haldin laugardagskvöldið
21. nóvember 2009.


Nánar auglýst síðar.

Undirbúningsnefndin.

26.10.2009 22:03

Skemmtihelgi Ungmennaráðs UMFÍ


Skemmtihelgi

  Ungmennaráð UMFÍ skipuleggur skemmtihelgi fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára.   
Helgina 13.-15. nóvember færð þú tækifæri til þess að prófa eitthvað nýtt!
Þar getur þú fengið að upplifa nýja og spennandi hluti -
að sjálfsögðu án allra vímuefna.
Skemmtihelgin verður að þessu sinni haldin í húsnæði
Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal.
Ungmennaráð UMFÍ hefur staðið fyrir svipuðum helgum áður og
hefur aðsókn verið góð. Í þetta skiptið komast aðeins 25 manns að.
Fyrstir koma fyrstir fá!
Það eina sem þú þarft að gera er að senda upplýsingar um nafn, skóla
og símanúmer á netfangið [email protected] í síðasta lagi
sunnudaginn 8. nóvember.
Allur pakkinn er þér að kostnaðarlausu -
það eina sem þú þarft að gera er að koma þér á staðinn!

Ungmennaráð UMFÍ



24.10.2009 12:32

Félagsmenn með aðgang að WorldFeng


Búið er að opna aðgang að WorldFeng
sem er ókeypis fyrir skuldlausa félagsmenn.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið upplýsingar
um opnun aðgangs þurfa að senda netfang sitt
til Neista til að hægt sé að opna aðgang.


24.10.2009 12:30

Íþrótta- og gæðingadómar komnir inn í WorldFeng

Frá og með gærdeginum gátu áskrifendur WF skoðað alla íþrótta- og gæðingadóma á Íslandi á síðustu árum. Upplýsingarnar koma úr SPORTFENGUR.COM sem er tölvukerfi sem þróað hefur verið í samvinnu við LH.

Á næstunni verður bætt við erlendum íþrótta- og gæðingadómum í samvinnu við FEIF sem koma frá Icetest forritinu en búast má við að það verði tímafrekara verk en gögnin úr SPORTFENG sem eru að fullu samræmd við gögn í WF.

Þá hófst útsending á skýrsluhaldinu í hrossarækt til þeirra um 4.000 skýrsluhaldara. Vakin er athygli á að allir geta nú skilað inn rafrænu skýrsluhaldi í gegnum heimarétt WorldFengs og þar geta þeir í leiðinni afþakkað að fá sent skýrsluhaldið í pósti.


www.hestafrettir.is  
 

24.10.2009 12:21

Helga Una tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins 2009

 
Helga Una og Karítas frá Kommu


Nú liggja fyrir tilnefningar til knapaverðlauna sem veitt verða á Uppskeruhátíð hestamanna 7.nóv. í Reykjavík. Einnig verða veitt heiðursverðlaun Landssamband hestamannafélaga.

Tilnefndir eru:

 

Efnilegasti knapi ársins 2009
- Agnes Hekla Árnadóttir
- Camilla Petra Sigurðardóttir
- Hekla Katharina Kristinsdóttir
- Helga Una Björnsdóttir
- Linda Rún Pétursdóttir


Gæðingaknapi ársins 2009
- Bjarni Jónasson
- Erlingur Ingvarsson
- Guðmundur Björgvinsson
- Jakob Sigurðsson
- Sigurbjörn Bárðarson
- Súsanna Ólafsdóttir


Íþróttaknapi ársins 2009
- Halldór Guðjónsson
- Jóhann R. Skúlason
- Rúna Einarsdóttir-Zingsheim
- Sigurður Sigurðarson
- Snorri Dal
- Viðar Ingólfsson


Kynbótaknapi ársins
- Daníel Jónsson
- Erlingur Erlingsson
- Jakob Svavar Sigurðsson
- Jóhann R. Skúlason
- Mette Mannseth
- Sigurður Sigurðarson


Skeiðknapi ársins 2009
- Árni Björn Pálsson
- Bergþór Eggertsson
- Sigurbjörn Bárðarson
- Sigurður Sigurðarson
- Teitur Árnason
- Valdimar Bergstað


Knapi ársins 2009
- Bergþór Eggertsson
- Erlingur Erlingsson
- Jóhann R. Skúlason
- Rúna Einarsdóttir-Zingsheim
- Sigurbjörn Bárðarson
- Sigurður Sigurðarson


www.þytur.is   


23.10.2009 11:45

Úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Norðurlands vestra

Blómlegt menningarlíf framundan

Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Neista sótti um verkefnastyrk til Menningarráðs Norðurlands vestra og fékk úthlutað 100.000 kr. Afhending verkefnastyrkja fór fram í Kántrýbæ á Skagaströnd 21. október sl. og mætti formaður félagsins, Sigurlaug Markúsdóttir, þangað til að taka á móti styrknum. 




Alls bárust 65 umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 47 milljónum króna. Á fundi sínum, 7. október sl., ákvað menningarráðið að úthluta verkefnastyrkjum til 52 aðila alls að upphæð 18.300.000 kr.


Hestamannafélagið Neisti þakkar kærlega fyrir þessa styrkveitingu, hún mun koma að góðum notum í vetur.



Flettingar í dag: 368
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 477
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 423552
Samtals gestir: 50724
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 23:21:33

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere