Færslur: 2009 Janúar

11.01.2009 12:18

Knapamerki og kaffimorgnar

Nú er vetrarstarf Neista að fara á fullt skrið.

Sibba er byrjuð með 4 unglinga í knapamerki 3. Tímar þar eru heldur fleiri en í 1 og 2 og því ekki seinna vænna en að byrja.

Fyrsti kaffimorguninn var í gærmorgun í Reiðhöllinni. Nokkrir sáu sért fært að mæta þótt veðrið væri ekki alveg það besta, allavega ekki útreiðaveður og því gott að sitja inni og spjalla yfir kaffi og með því. Afar notalegt emoticon

Ráðgert er að vera með kaffi á hverjum laugardagsmorgni í vetur frá 9.30 til 11.30.  Þeir sem hafa áhuga á að sjá um kaffimorgunn hafi samband á [email protected]

Góður hópur í góðu spjalli

06.01.2009 13:15

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. / Kaffimorgnar

Krakkar
Jæja þá er komið að því

Við ætlum að byrja vetrarstarfið þriðjudaginn 20.jan kl: 20:00
í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.

Allir sem áhuga hafa á hestum og hestamennsku í A-hún drífa sig á staðinn og teyma foreldrana með.  Rætt verður um vetrarstarfið ofl.

Skráning á [email protected] fyrir 17. jan n.k.
þar þarf að koma fram:

Nafn / kennitala / símanúmer / netfang /og hvort viðkomandi er
byrjandi / lítið vanur / vanur / knapamerki 1,2,3
knapamerki er fyrir börn fædd ´97 og fyrr.
Vonumst til að sjá sem flesta

Barna og unglinganefnd Neista
Sonja 452-7174.     Edda 452-4580.     Silla 452-4644.



Kaffimorgnar byrja aftur í Reiðhöllinni
laugardaginn 10.jan n.k.
og verða frá 9:30 - 11:30
Hægt verður að kaupa 10 miða kort kr:4000.
Nú er um að gera að kíkja inn og spjalla yfir góðu kaffi og kræsingum.

05.01.2009 14:24

FEIF Youth Camp 2009

 

FEIF Youth Camp 2009

 

 

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. - 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.  

 

Dagskráin verður í grófum dráttum á þessa leið; farið verður í reiðtúr, indíanar og kúrekar koma í heimsókn, bátaferð, farið í vatnaskemmtigarð og jafnvel í smá verslunartúr. 

 

Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, og verður gerð krafa um að þeir hafi einhverja reynslu í hestamennsku og geti gert sig skiljanleg á ensku.

 

Þátttökugjald er 530 - 550 ? og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

 

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 20. janúar 2009. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

 

Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

 

Jólakveðja frá Æskulýðsnefnd Landssambandsins

02.01.2009 09:27

Kveðja frá LH

ENDURSKINSMERKIN
Ágætu hestamenn, nú er sá tími að skyggni er ekki alltaf sem best og myrkur skellur á fyrr en varir. Viljum við minna alla á að taka fram einfaldasta og auðveldasta öryggistæki sem við eigum - ENDURSKINSMERKIN. Kveðja frá LH

Ofangreint birtist á vef LH og á að sjálfsögðu við okkur eins og alla hina.
Flettingar í dag: 4515
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 229
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 431500
Samtals gestir: 51006
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 18:59:08

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere