Færslur: 2015 Júní

21.06.2015 18:40

Landsmót 50+ dagana 26. - 28. júní á Blönduósi

 

Eins og allir vita þá er Landsmót 50+ dagana 26. - 28. júní á Blönduósi. Þar er meðal annars keppt í hestaíþróttum. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld 21. júní.

Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum 5. Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður á Blönduósi dagana 26.-28. júní, hvort sem þeir eru í félagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald 3.500 kr. og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Á mótinu verður jafnframt boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl ásamt heilsufarsmælingum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins á síðunni www.umfi .is. Skráningin fer fram á skraning.umfi.is.

Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.

16.06.2015 16:41

Hátíðardagskrá á 17. júní

 

Dagskrá hátíðarhalda á  Blönduósi þann 17. júní


Kl. 8:00 Fánar dregnir að hún


Kl.10:00 -11:00 Rennibrautakeppni í sundlauginni – tímataka.


Kl.10:30 -11:30 Kynning á golfíþróttinni á golfvellinum í boði Golfklúbbsins Ós, auk sýnikennslu


Kl. 12:00 Sýning í reiðhöllinni, sýnt verður frá vetrarstarfi Hestamannafélagsins Neista (frítt inn) Börnum boðið á hestbak í lok sýningar og þeir sem vilja geta spreytt sig á þrautabraut.


Kl.13:45 Andlitsmálun fyrir utan SAH, helíum blöðrur og sælgæti verður til sölu.(tökum ekki við greiðslukortum)


Kl.14:45 Skrúðganga frá SAH að félagsheimilinu Hátíðardagskrá; Hugvekja Fjallkonan Hátíðarræða Tónlistaratriði


Kl.15:00 -15:40 Skipulagðir leikir í íþróttahúsinu


Kl.16:00 Kaffisala í félagsheimilinu. Aðgangseyrir 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri (tökum ekki við greiðslukortum)


Frítt verður í sund af tilefni 5 ára afmælis sundlaugarinnar.


Að auki verður hörku stuð og Diskó í skjólinu frá kl 16-18, ekkert aldurstakmark. 


Hoppukastali verður fyrir utan félagsheimilið milli 16-18. 


Og að ógleymdri lokasýningu frá ballettnámskeiði, sem haldið var fyrir börn fædd 2006 - 2009 í vor, verður sýnd aftur á 17. júní. Sýningin byrjar klukkan 15:00 í bíósal Félagsheimilisins. Aðgangur er ókeypis og allir eru

10.06.2015 23:15

Félagsmót Neista 22. ágúst

 

Mótanefnd hefur ákveðið að Félagsmót Neista verði haldið 22. ágúst næstkomandi.  

Félagar eru hvattir til að taka þessa dagsetningu frá og fjölmenna til keppni og hafa skemmtilegt mót. Hugmynd hefur komið fram að hestamenn komi ríðandi sem víðast að á mótsstað.

Nánari tilhögun og keppnisgreinar verða auglýstar síðar.

Mótanefndin.

 

  • 1
Flettingar í dag: 679
Gestir í dag: 145
Flettingar í gær: 1310
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 2578347
Samtals gestir: 418162
Tölur uppfærðar: 25.10.2021 21:53:19

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere