Færslur: 2019 Janúar

22.01.2019 13:36

Námskeið á vegum æskulýðsnefndar

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga eru að hefjast í reiðhöllinni. Boðið er upp á knapamerki 1, almennt reiðnámskeið og pollanámskeið og eru tæplega 30 krakkar skráðir á námskeiðin. Kennt verður á mánudögum, fimmtudögum og sunnudögum.

 

Pollanámskeið er kennt á sunnudögum frá 13:00-14:00 (2 hópar)

 

Almennt reiðnámskeið er kennt á mánudögum frá 17:00-19:00 (2 hópar)

 

Knapamerki 1 (1 hópur) er kennt á mánudögum og fimmtudögum. Á fimmtudögum eru verklegir tímar frá 17:15-18:00 og á mánudögum eru ýmist bóklegir eða
verklegir tímar frá 19:00-20:30 (sjá nánar á dagatali í reiðhöll).

 

Sigrún Rós kennir knapamerki 1 og Guðrún Rut kennir pollanámskeið og almennt reiðnámskeið.

 

Mynd frá Sonja Suska.

20.01.2019 22:53

Járninganámskeið

Hestamannafélagið Neisti stóð fyrir járninganámskeiði helgina 12.-13. janúar. Kennari var Kristján Elvar Gíslason járningameistari og núverandi íslandsmeistari í járningum. Þátttakendur komu víða af og voru bæði vanir og óvanir. 

Það var gott hljóð í þátttakendum eftir námskeiðið og þykir það hafa tekist vel. Fleiri svipmyndir frá námskeiðinu má sjá í myndaalbumi.


04.01.2019 10:15

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

 

Veturinn 2019 ætlar Neisti að bjóða upp á eftirfarandi námskeið:

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net.

Skráning fer fram hjá Guðrúnu Rut á [email protected] eða í síma 695-8766. Síðasti skráningardagur er 15. janúar.

 

Almennt reiðnámskeið 8 ára og eldri - 14 skipti

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Kennt verður einu sinni í viku á mánudögum og þriðjudögum

Námskeiðið hefst 21. janúar og lýkur í lok apríl

Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir

Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr. (að hámarki, verður lækkað ef vel gengur og tekið tillit til þess ef börn hætta eftir hluta annarinnar)

Utan félags, verð: 25.000 kr.

 

Pollanámskeið - 9 skipti

Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Námskeið hefst sunnudaginn 3. febrúar

Kennt þrjá fyrstu sunnudaga í mánuði

Kennari: Guðrún Rut Hreiðardóttir Verð: 5.000 kr.

 

Knapamerki

Ef næg þátttaka næst verður boðið upp á námskeið í knapamerkjum. Áhugasamir sendi tölvupóst á [email protected] fyrir 15. janúar með upplýsingum um aldur og fyrri knapamerkjamenntun.

 

  • 1
Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 386
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 322341
Samtals gestir: 40234
Tölur uppfærðar: 8.12.2023 06:05:31

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere