Blog records: 2013 N/A Blog|Month_927.09.2013 08:48Endurbætur reiðvega
Reiðveganefnd hestamannafélagsins Neista situr ekki auðum höndum frekar en fyrri ár en nefndin lagði fram erindi hjá skipulags, byggingar- og veitunefnd Blönduósbæjar í sumar þar sem óskað var eftir afstöðu Blönduósbæjar til lagningar reiðvegar vestan Svínvetningabrautar, framhjá heyrúllusvæðinu, vestur undir hitaveitulögn, til suðurs meðfram hitaveituæð að landamerkjagirðingu við Hjaltabakka og þaðan austur með girðingunni áleiðis að veiðihúsi Laxár á Ásum. Þar kom einnig fram að uppi voru áform að bæta reiðveginn sem liggur frá Svínvetningabraut að landamerkjagirðingu og tengjast þar með þeirri leið sem fjallað er um hér að ofan og að auki að kanna hvort hægt væri að gera reiðleið vestan Svínvetningabrautar frá hesthúsabyggð að áðurnefndri reiðleið. Skipulags-, byggingar- og veitunefndin tók erindi reiðveganefndar fyrir á fundi og samþykkti uppbyggingu þeirra í samræmi við skipulag. Þessar framkvæmdir hafa nú verið hafnar og unnið er að því að reiðvegir liggi til allra átta og vonandi lýkur framkvæmdum fyrir veturinn. Written by selma
Today's page views: 1210 Today's unique visitors: 11 Yesterday's page views: 2139 Yesterday's unique visitors: 43 Total page views: 1137889 Total unique visitors: 94355 Updated numbers: 1.7.2025 07:16:57 |
MenuArchive
Um hestamannafélagið Neista Name: Hestamannafélagið NeistiEmail: [email protected]Birthday: 1943Address: 540 BlönduósLocation: BlönduósAbout: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Linksclockhere
|
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel