Blog records: 2025 N/A Blog|Month_127.01.2025 20:12Fundarferð um landiðAlmennir fundir í fundarröð stjórnar hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hrossaræktarinnar hefjast í febrúar. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni. Fulltrúar hrossabænda og fagráðs, þau Nanna Jónsdóttir formaður stjórnar hrossabænda og fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur verða á ferðinni. Fundirnir verða haldnir um allt land en þeir verða haldnir á eftirfarandi stöðum: 4. febrúar þriðjudagur Borgarnes – Félagsheimili Borgfirðings kl. 20:00. 5. febrúar miðvikudagur Eyjafjörður - Reiðhöllin á Akureyri kl. 20:00. 6. febrúar fimmtudagur Skagafjörður - Tjarnarbær Sauðárkrókur kl. 16:00. 7. febrúar föstudagur V-Húnavatnssýsla – Víðihlíð kl. 20:00. 10. febrúar mánudagur Reykjavík – Reiðhöllin í Víðidal kl. 20:00. 11. febrúar þriðjudagur Suðurland – Rangárhöllin Hellu kl. 20:00 17. febrúar mánudagur Austurland – Félagsheimili Freyfaxa Stekkhólma kl. 20:00. 18. febrúar þriðjudagur – Höfn í Hornafirði – Fornustekkar kl. 20:00 Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna. Written by Hafrún
Today's page views: 1539 Today's unique visitors: 11 Yesterday's page views: 2139 Yesterday's unique visitors: 43 Total page views: 1138218 Total unique visitors: 94355 Updated numbers: 1.7.2025 07:59:51 |
MenuArchive
Um hestamannafélagið Neista Name: Hestamannafélagið NeistiEmail: [email protected]Birthday: 1943Address: 540 BlönduósLocation: BlönduósAbout: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Linksclockhere
|
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel