14.03.2024 12:38

Fræðslukvöld með Vali Valssyni

Fræðslukvöld með Vali Valssyni

Þriðjudaginn 19. Mars kl 20:00 býður Neisti félagsmönnum sínum á fyrirlestur með Vali gæðingadómara í reiðhöllinni Arnargerði.

Valur verður með almenna kynningu á reglum gæðingakeppninnar og keppnisformi.

Hvort sem þú stefnir á að keppa eða hefur áhuga á gæðingakeppni almennt hvetjum við alla til að mæta og fræðast um hvað það er sem dómarar eru að skoða þegar hestur er í keppnisbraut.

Frítt fyrir félagsmenn, 500 kr fyrir aðra.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Stjórn Neista

 

08.03.2024 17:03

Úrslit í fjórgang

 

Pollaflokkur

Ágúst Ingi - Hryða

Sveinbjörn Óskar - Tangó 

Helena Kristín - Sóldögg

Camilla Líndal - Hrifla

 

Barnaflokkur 

1. Halldóra Líndal Magnúsdóttir- Regína frá Kjalarlandi- 6.00
2. Thelma Rún Sigurbjörnsdóttir- Eldur frá Hnausum ll- 5.83
3-4. Sveinn Óli Þorgilsson- Sædís frá Sveinsstöðum- 5.50
3-4. Katrín Sara Reynisdóttir- Kólfur frá Reykjum- 5.50
5. Rakel Ósk Kristófersdóttir- Órator frá Blönduósi- 4.83

 

 

Unglingaflokkur
1. Salka Kristín Ólafsdóttir- Gleði frá Skagaströnd- 5.63
2-3. Kristín Erla Sævarsdóttir- Lukt frá Kagaðarhóli- 5.13
2-3. Hera Rakel Blönduósi- Ljósfari frá Grænuhlíð- 5.13
4. Þórey Helga Sigurbjörnsdóttir- Prinsessa frá Sveinsstöðum- 5.00

 

2. Flokkur 
1. Katharina Sophia Dietz- Dadda frá Leysingjastöðum ll- 6.20
2-3. Hafrún Ýr Halldórsdóttir- Gjöf frá Steinnesi- 6.10
2-3. Hrafnhildur Björnsdóttir- Fákur frá Árholti- 6.10 
4. Patrik Snær Bjarnason- Hvöt frá Árholti- 6.00
5. Halldór Þorvaldsson- Aragon frá Fremri-Gufudal- 5.90

 

1. Flokkur 
1. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir- Rebekka frá Skagaströnd- 6.20
2. Sigríður Vaka Víkingsdóttir- Áttaviti frá Kagaðarhóli- 5.90
3. Hjördís Jónsdóttir- Tristan frá Leysingjastöðum ll- 5.60
4. Kristín Björk Jónsdóttir- Aría frá Leysingjastöðum- 5.20
5. Frosti Richardsson- Aðalsteinn frá Geitaskarði- 4.40

27.02.2024 17:50

Vilko mótaröð Neista - Fjórgangur

 

Þann 7. Mars kl. 18:00 verður haldið annað mót vetrarins.

Keppt verður í V1 í 1. og 2. flokk, og V5 í unglingaflokk.

Barnaflokkur keppir í tvígang (skráð sem þrígangur á sportfeng).
Einnig verður pollaflokkur.
skráningargjöld eru 3000 kr fyrir fullorðna og 1500 kr fyrir börn.

Ef skráð er eftir að skráningafresti lýkur er gjaldið 4000 kr.

Skráningargjald verður að greiða svo skráning sé gild, og þarf að senda kvittun á [email protected]

skráningarfresti lýkur 4.Mars kl. 23:59

skráning fer í gegnum sportfengur.com

11.02.2024 07:17

Aðalfundur Hestamannafélagsins Neista

 
Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Neista þann 19.2.2023. Fundurinn verður haldinn í reiðhöllinni Arnargerði og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundarins:
  1. Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Afgreiðsla reikninga félagsins
  4. Ákvörðun árgjalds
  5. Kosningar skv. 5. gr.
  6. Önnur mál
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta.
F.h. stjórnar Hestamannafélagsins Neista,
Hafrún Ýr Halldórsdóttir,
formaður

02.02.2024 21:35

Þrígangur - úrslit

 

Fyrsta mót vetrarins var í gær og tókst frábærlega, margt um mann og hesta í höllinni.

 

Pollarnir Sveinbjörn Óskar á Tangó og Camilla Líndal á Hriflu hófu mótaröð vetrarins með nokkrum góðum hringjum, aldeilis vel ríðandi.

 

 

Barnaflokkur:

 

1. Halldóra Líndal- Regína frá Kjalarlandi - 6
2. Thelma Rún- Eldur frá Hnausum II - 5.833
3. Katrín Sara- Kólfur frá Reykjum - 5.333
4. Margrét Viðja- Roland frá Gýgjarhóli 2- 5.167
5. Rakel Ósk- Órator frá Blönduósi - 5

 

 

Unglingaflokkur:

 
1. Salka Kristín- Gleði frá Blönduósi - 6.5
2. Þórey Helga- Prinsessa frá Sveinsstöðum - 6.167
3. Þóranna Martha- Fákur frá Árholti - 5.333
4. Kristín Erla- Sónata frá Sauðanesi - 5.167
5. Hera Rakel- Ljósfari frá Grænuhlíð - 3.333

 

2. flokkur:

 
1. Guðrún Tinna- Toppur frá Litlu-Reykjum - 6.333
2-3. Katharina- Dadda frá Leysingjastöðum- 6.167
2-3. Hafrún Ýr- Gjöf frá Steinnesi - 6.167
4. Kristín Jósteinsdóttir- Garri frá Sveinstöðum- 5.667
5. Kristín Birna- Sóldögg frá Naustum III - 5.333

 

 

1. flokkur:

1. Elvar Logi- Magdalena frá Lundi - 7.167
2. Guðrún Rut- Rebekka frá Skagaströnd - 6.5
3. Hjördís Jónsd- Tristan frá Leysingjastöðum- 5.667
4. Halla María- Henrý frá Kjalarlandi - 5.333
 

23.01.2024 10:22

1. mót vetrarins

VILKÓ MÓTARÖÐ NEISTA ÞRÍGANGUR

Þann 1. febrúar kl. 18:00 verður fyrsta mót vetrarins haldið og ætlum við að halda þrígang.

Keppt verður í:

Fullorðinsflokk- 1. flokk

Fullorðinsflokk- 2. flokk

Unglingaflokk

Barnaflokk- tvígangur

Pollaflokk

Í þrígangsprógrammi verður sýnt tölt, brokk og stökk.

Í barnaflokki verður keppt í tvígang sem er tölt eða brokk, og fet.

Pollaflokkurinn verður svo eins og vant er.

Skráning fer í gegnum https://www.sportfengur.com/#/home

Ákveðið hefur verið að hafa fyrsta mót vetrarins frítt og hvetjum við alla til þess að koma og vera með.

 

 

 

09.01.2024 12:30

Námskeið með Bjarka Þór

 

 

 

Þann 17. febrúar ætlar Bjarki Þór Gunnarsson að koma til okkar og vera með einkatíma fyrir félagsmenn. Það eru ekki endalaus pláss svo fyrstur kemur fyrstur fær.

Tíminn kostar 8000kr og er 45 mínútur.

Skráninga frestur er til 1. febrúar.

Skráningu þarf að senda á [email protected]

08.01.2024 22:02

Vilkó Mótaröð Neista

 

1. febrúar - Þrígangur

7. mars - Fjórgangur

11. apríl - Tölt

27. apríl - Útimót

Frekari upplýsingar koma fyrir hvert mót.

 

Vilkó styrkir mótaröð vetrarins.

 

29.12.2023 20:15

Ung og efnileg

Íþróttamaður USAH árið 2023 var krýndur við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þann 28. desember, einnig fóru fram afhendingar á viðurkenningum fyrir Ungt og efnilega íþróttafólk.

Salka Kristín Ólafsdóttir var tilnefnd frá Hestamannafélaginu Neista.
Innilega til hamingju.

 

Sjá umfjöllun í nóvember "Viðurkenningar 2023"

 

29.12.2023 19:09

Íþróttamaður USAH 2023

Íþróttamaður USAH árið 2023 var krýndur við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þann 28. desember

Íþróttamaður USAH 2023 er Ásdís Brynja Jónsdóttir Hestamannafélaginu Neista
Innilega til hamingju með þennan flotta árangur.


Sjá umfjöllun í nóvember "Viðurkenningar 2023"

 

17.11.2023 05:50

Viðurkenningar 2023

Uppskeruhátíð 2023
Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin 11. nóvember sl.
Hestamannafélagið tilkynnti á hátíðinni hverjir hlutu viðurkenningarnar knapar ársins og sjálfboðaliði ársins.
 
 
Ásdís Brynja Jónsdóttir er knapi ársins í eldri flokkum.
 

Ásdís Brynja og Hátíð frá Söðulsholti

Ásdís Brynja gerði það virkilega gott á keppnisvellinum á árinu. Hún var staðsett á suðurlandi og keppti því aðallega þar sem félagi Neista. Hún keppti á Hátíð frá Söðulsholti en hryssan er í eigu Ásdísar.
Þær stöllur voru duglegar að keppa og tóku þátt í mörgum WR mótum. Þær kepptu t.d. í gæðingaskeiði PP1 í 1 flokk á WR Suðurlandsmóti Geysis og enduðu í 3 sæti. Á WR móti Sleipnis kepptu þær í fimmgangi F2 og lentu í 8 sæti og á WR íþróttamóti Geysis kepptu þær í fimmgangi F2 og enduðu í 10 sæti. Einnig tóku þær þátt í Parafimi í suðurlandsdeildinni og enduðu í 7. sæti.
Þetta er aðeins brot af keppnis árangri þeirra Hátíðar en þær stóðu sig virkilega vel á síðasta keppnisári og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Innilega til hamingju með flottan árangur!
 
 
Salka Kristín Ólafsdóttir er knapi ársins í yngri flokkum.
 

Salka Kristín og Gleði frá Skagaströnd

 

Salka gerði það gott í keppni á síðastliðnu ári en má þar helst nefna að hún keppti á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki og stóð sig virkilega vel. Salka keppti í fjórgangi V2 og tölti T3 á merinni Gleði frá Skagaströnd og enduðu þær í 7. sæti í fjórgangi með einkunnina 5,53 og 4. sæti í tölti með einkunnina 5,78
Salka var dugleg að keppa en hún tók þátt í Skagfirsku mótaröðinni, mótaröð Þyts, kvennatölti Líflands auk þess sem hún tók þátt í öllum mótum sem Neisti hélt síðastliðinn vetur og stóð hún sig vel allstaðar þar sem hún keppti.
Salka Kristín hefur verið dugleg að sækja námskeið á vegum félagsins og núna síðast tók hún Knapamerki 2 og lauk því prófi í vor. Salka stundar hestamennskuna af miklum áhuga og sjáum við miklar framfarir hjá henni frá ári til árs, bæði á námskeiðum og í keppnisbrautinni.
Innilega til hamingju með flottan árangur.
 
 
Sonja Suska er sjálfboðarliði ársins.
 

Sonja og Andvari

Sonja hefur lengi unnið óeigingjarnt starf fyrir hestamannafélagið og verið í nefndum en hún toppaði sig algjörlega síðasta vetur þegar hún kom inn í æskulýðsnefndina og sá um að skipuleggja það frábæra æskulýðsstarf sem við vorum með síðasta vetur. Það krefst mikillar vinnu að halda utan um allt það skipulag sem fylgir svona námskeiðum og þeim fjölda þátttakenda sem sóttu námskeiðin. Sonja er mjög metnaðargjörn þegar kemur að þessu starfi og er vel að þessum tiltli komin!

15.11.2023 18:07

Reiðnámskeið veturinn 2024

 

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku. Hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net.

Kennarar: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir, Sigríður Vaka Víkingsdóttir

Skráning fer fram hér https://forms.gle/wkU5MqbXnmfuQpGt6 fyrir 01.12.2022.

Almennt reiðnámskeið fyrir börn - 1x í viku

Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Námskeiðið hefst í lok janúar og lýkur í lok apríl.

Verð: 15.000kr

__________________________________________________________________________

Almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna - 1 x í viku

Almenn reiðnámskeið fyrir fullorðin sem eru að byrja í hestamennsku eða hafa misst kjarkinn. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getu.

Námskeið hefst í lok janúar og lýkur í lok apríl.

Verð: 20.000 kr. Utan félags, verð: 25.000 kr.

___________________________________________________________________________

Pollanámskeið - 3 skipti í mánuði

Ætlað fyrir yngri börn. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Kennt verður 1 sinni í viku, þrisvar í mánuði.

Námskeið hefst í byrjun febrúar og lýkur í lok apríl .

Verð: 10.000 kr

_________________________________________________________________________

Námskeið fyrir lengra komna - 1x í viku

Almennt reiðnámskeið þar sem farið er í æfingar til að bæta hestinn. Bæta samspil knapa og hests. Þjálfa gangtegundir og undirbúningur fyrir keppni. Námskeið hefst í miðjan janúar og lýkur í lok apríl .

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 20.000 fullorðin: kr. 30.000

Knapamerki 1

Fyrirkomulag:

  • byrjar í kringum 10. janúar

  • 1x í viku

  • verklegt próf ekki seinna en um miðjan maí

  • 8-10 bóklegir tímar og 18-20 bóklegir tímar

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 25.000

fullorðin: kr. 35.000

___________________________________________________________________________

Knapamerki 2

Fyrirkomulag:

  • byrjar í kringum 10. janúar

  • 1x í viku

  • bæta tímum við eftir þörfum frá apríl

  • verklegt próf ekki seinna en um miðjan maí

  • 8-10 bóklegir tímar og 28-30 verklegir tímar

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 30.000

fullorðin: kr. 40.000

___________________________________________________________________________

Knapamerki 3

Fyrirkomulag:

  • byrjar í kringum 10. janúar

  • 2x í viku

  • verklegt próf ekki seinna en um miðjan maí

  • 16-20 tímar bóklegt og 35-40 tímar verklegt

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 35.000

fullorðin: kr. 45.000


Æskulýðsnefnd

16.06.2023 20:21

Félagsmóti Neista frestað

Vegna dræmrar þáttöku hefur Félagsmóti Neista verið frestað um óákveðinn tíma.

Þeir sem hafa nú þegar greitt skráningargjöld hafi samband við Selmu gjaldkera og hún gengur frá endurgreiðslu.

12.06.2023 16:03

Félagsmót Neista 2023

Félagsmót Neista verður haldið 17. júní næstkomandi klukkan 10:00.
Um er að ræða Opið mót

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

A-flokkur gæðinga

B-flokkur gæðinga

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Pollaflokkur (Teymt undir)

 

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 13. júní á sportfeng 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina eða fella niður flokka ef ekki næst næg þátttaka

Skráningargjald er 3500 krónur ?

Upplýsingarnar varðandi greiðslu og staðfestingarpóst sem koma upp í sportfeng eru ekki réttar!
(við erum að vinna í að breyta þessu)

Millifæra skal skráningargjald inná reiknisnúmer:

0307 - 26 - 055624
Kt: 480269-7139

Staðfestingu á greiðslu skal senda á emailið [email protected]

Nánari upplýsingar um dagskrá kemur síðar

22.04.2023 13:24

Tölt - úrslit

Tölt 19. apríl, enn einn góði dagurinn í reiðhöllinni. Takk allir sem að þessu komu. Vel heppnað.
 
Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi:
 
POLLAFLOKKUR

 

Kristrún Ýr Jónsdóttir – Vinur (Galsi frá Leirum)  og Aron Freyr Friðriksson – Ólympía frá Breiðstöðum

 

 

BARNAFLOKKUR
 
1. Heiðdís Harpa Ármannsdóttir - Flauta frá Laugardal, 11v - 5,5
2. Margrét Viðja Jakobsdóttir - Róland frá Gýgjarhóli 2, 14v - 5,25
3. Haraldur Bjarki Jakobsson - Tara frá Hala, 20v - 4,5
4. Sveinn Óli Þorgilsson - Glæsir frá Steinnesi, 21v - 4,5
5. Rakel Ósk Kristófersdóttir - Stika frá Blönduósi, 15v - 3,75
6. Thelma Rún Sigurbjörnsdóttir - Móses frá Reykjarhóli, 22v - 3,5

 

 

UNGLINGAFLOKKUR
 
 
1. Sunna Margrét Ólafsdóttir - Píla frá Sveinsstöðum, 16v - 6,25
2. Salka Kristín Ólafsdóttir - Gleði frá Skagaströnd, 10v - 6,0
3. Harpa Katrín Sigurðardóttir - Smekkur frá Höskuldsstöðum, 15v - 5,5
4. Inga Rós Suska - Feykir frá Stekkjardal, 17v - 5,25
5. Kristján Freyr Hallbjörnsson - Flipi frá Gilsstöðum, 11v - 5,0
6. Hera Rakel Blöndal - Fursti frá Hafnarfirði, 14v - 4,75
7. Kristín Erla Sævarsdóttir - Sónata frá Sauðnesi, 12v - 4,75
8. Jóhanna María Einarsdóttir - Strönd frá Snjallsteinshöfða 2, 20v - 4,25
 
 
 
ANNAR FLOKKUR
 
1. Jakob Víðir Kristjánsson - Hnokkadís frá Stóradal, 7v - 6,5
2. Lilja María Suska - Sóldögg frá Röðli, 12v - 6,25
3. Una Ósk Guðmundsdóttir - Slaufa frá Sauðanesi, 12v - 6,25
4. Guðmundur Sigfússon - Ólga frá Blönduósi, 6v - 6,0
5. Tina Niewert - Skuggabjörg frá Hólshúsum, 9v - 6,0
 
 
 
OPINN FLOKKUR
 
1. Jón Kristófer Sigmarsson - Engey frá Hæli, 6v - 6,2
2. Hörður Ríkharðsson - Þrá frá Þingeyrum, 9v - 5,8
3. Hjörtur Karl Einarsson - Stefna frá Hnjúkahlíð, 12v - 5,8
4. Eline Schrijver - Klaufi frá Hofi, 12v - 5,7
5. Berglind Bjarnadóttir - Eðall frá Steinnesi, 6v - 5,3
 
Flettingar í dag: 489
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 399863
Samtals gestir: 48641
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:45:48

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere