25.05.2017 19:20

Næsta námskeið hjá Fanneyju

 

Fanney kemur aftur til okkar á laugardaginn næsta.
Þeir sem vilja taka þátt skulu skrá sig fyrir klukkan 21:00 föstudagskvöldið 26. maí á heneisti@gmail.com
Námskeiðið er jafnt fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir keppni og þá sem vilja bæta reiðhestinn sinn.

Tímarnir eru 30 mín einkatímar og kennslan fer fram í reiðhöllinni og á hringvellinum.
Verð: - 2.000 kr skiptið fyrir börn, unglinga og ungmenni - 4.000 kr skiptið fyrir fullorðna.

17.05.2017 21:59

Námskeið hjá Fanneyju!

 

Fanney Dögg ætlar að koma til okkar og vera með námskeið þar sem lögð verður áhersla á undirbúning fyrir keppni.
Þetta verða þrjú skipti fyrir úrtöku fyrir Fjórðungsmót sem stefnt er á að fari fram 16. júní á Blönduósvelli (nánar auglýst síðar).
Tímarnir eru 30 mín einkatímar og kennslan fer fram í reiðhöllinni og á hringvellinum.

Dagsetningarnar eru sunnudagurinn 21. maí, laugardagurinn 27. maí og sunnudagurinn 4. júní.
Verð: - 2.000 kr skiptið fyrir börn, unglinga og ungmenni - 4.000 kr skiptið fyrir fullorðna.

Skráning á heneisti@gmail.com , hægt að skrá sig í 1, 2 eða 3 skipti. Síðasti skráningardagur er 20. maí.
 

 

17.05.2017 14:12

Belgískur meistari!

 

Lara Margrét Jónsdóttir stefnir á að komast í hollenska landsliðið á Heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum,  sem haldið verður í sumar. Til þess að öðlast keppnisreynslu, og safna sér inn punktum, tók hún þátt í Belgíska Meistaramótinu um síðastliðna helgi á hryssunni Örk frá Hjarðartúni. Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu T4, (slaktaumatölt), og enduðu auk þess í þriðja sæti í fjórgangi. Þær stöllur munu taka þátt í fleiri mótum í Hollandi og Belgíu á næstunni á leið sinni að markmiðinu.

Ásdís Brynja Jónsdóttir stefnir einnig á að komast á Heimsmeistramótið í hestaíþróttum í fimmgangi á Sleipni frá Runnum.
 

12.05.2017 12:11

Fjórðungsmót Vesturlands

Tilkynning frá mótshöldurum

Eins og ykkur er kunnugt verður Fjórðungsmót Vesturlands haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017.  Framkvæmdaaðilar mótsins eru hestamannafélögin fimm á Vesturlandi en auk þeirra eiga keppnisrétt á mótinu félagsmenn í hestamannafélögunum á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum og í Skagafirði.

Keppt verður í hefðbundnum greinum gæðingakeppninnar þ.e. A og B-flokki gæðinga, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki 

Þá verður tölt opinn flokkur og tölt 17 ára og yngri.  Þá er stefnt að keppni í 100 m fljúgandi skeiði, 150 og 250 m skeiði.  Vegleg verðlaun verða fyrir fyrsta sætið í tölti og 100 m skeiði.   

Keppendur skrá sig sjálfir í tölt opinn flokk, tölt 17 ára og yngri og skeiðgreinar. 

Stefnt er að því að sem flestir geti fengið pláss fyrir sín hross í hesthúsum í Borgarnesi en einhverjir geta þurft að vera í næsta nágrenni.  Þó verður mikilvægt að þau hross sem lokið hafa keppni fari strax að lokinni keppni frá Borgarnesi þannig að rými verði fyrir þá sem eftir eiga að keppa.  Tekið skal fram að stefnt er að því að hvert félag sem eigi keppnisrétt á fjórðungsmótinu fái ákveðin hesthús til umráða og það verði síðan þeirra að ákveða um nýtingu á viðkomandi húsi/húsum þannig að einstakir keppendur eiga ekki sjálfir að útvega sér hesthúspláss í Borgarnesi.  Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag hvað þetta varðar síðar.    

Vekja má athygli á því að aðgangseyri verður mjög í hóf stillt eða 2.500 kr. og síðan getur hver og einn ákveðið hvað hann verður lengi á mótinu t.d. einn dag eða allt mótið.  Tjaldstæði með rafmagni verða á Kárastaðatúni (milli þéttbýlisins í Borgarnesi og mótssvæðisins).  Selt verður sérstaklega inn á tjaldstæðið og fyrir afnot af rafmagni.

Sýning á kynbótahrossum verður í umsjá RML en fjöldi þeirra verður þessi:

Stóðhestar 4 v., 5 v. og 6 v. verða 8 í hverjum flokki en 6 í flokki 7 v. og eldri eða samtals 30 stóðhestar.

Hryssur 4 v. verða 8, 5 v. verða 14, 6 v. verða 10 og 7 v. og eldri verða 6 eða samtals 38.

Samtals munu því 68 kynbótahross eiga rétt til að mæta á fjórðungsmótið.

Miðað er við að kynbótahross verði að lágmarki að vera í 25% eigu aðila sem á lögheimili á svæði þeirra hestamannafélaga sem eiga keppnisrétt á mótinu (Vesturland, Vestfirðir, Húnavatnssýslur og Skagafjörður). 

27.04.2017 09:43

Röð þátttakenda á námskeiði

 

Mánudagur 1. maí                                                         

10:00 Kristín                                                                           

10:30 Karen      

11:00 Hörður

11:30 Sindri

12:00 Paavo

12:30 Haukur

13:00 Hlé

13:30 Sólrún

14:00 Ásdís F.

14:30 Hjördís

15:00 Lilja

15:30 Berglind

16:00 Sindri

16:30 Kristín

17:00 Hörður

17:30 Karen

18:00 Paavo

18:30 Haukur

19:00 Berglind

19:30 Hlé

20:00 Sólrún

20:30 Ásdís F.

21:00 Lilja

21:30 Hjördís

 

 

 

 

 

Þriðjudagur 2.maí

 

08:00 Kristín

08:30 Karen

09:00 Hörður

09:30 Paavo

10:00 Haukur

10:30 Berglind 

11:00 Sindri

11:30 Ásdís F.

12:00 Sólrún

12:30 Hjördís

13:00 Hlé

13:30 Kristín     

14:00 Karen

14:30 Sindri

15:00 Berglind

15:30  Hörður

16:00 Lilja

16:30 Paavo

17:00 Haukur

17:30 Ásdís F.

18:00 Sólrún

18:30 Hjördís

19:00 Lilja

25.04.2017 08:33

Námskeið Siggi

 

Þá er kominn biðlisti á námskeiðið hjá Sigga. 

24.04.2017 13:15

Námskeið - Siggi Sig.

 

 

 

 

 

Almennt reiðnámskeið með Sigurði Sigurðarsyni verður haldið á Blönduósi mánudaginn 1.maí og þriðjudaginn 2.maí. Knapar á öllum stigum hestamennskunnar eru hvattir til þess að skrá sig. Kennslufyrirkomulagið er þannig að hver þátttakandi fær fjóra einkatíma, tvo á mánudegi og tvo á þriðjudegi. Frábært tækifæri til þess að öðlast meiri þekkingu og fá aðstoð reiðkennara til þess að fá reið- og eða keppnishestinn sinn enn betri.

Skráning er á netfangið magnuss@blonduskoli.is, síðasti skráningardagur er föstudaginn 28. apríl.

Athugið að einungis verða tíu þátttakendur, þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Verð: 20.000 krónur.

08.04.2017 22:09

Lokamót vetrarins

 

Síðasta vetrarmót Neista var haldið í gær með góðri þátttöku. Keppt var í T7 bæði unglinga og fullorðinna og fimmgangi í opnum flokki og áhugamanna. 
Stiga hæstu knaparnir eftir veturinn voru:
Jón Kristófer Sigmarsson í opnum flokki,
Berglind Bjarnadóttir í áhugamanna flokki,
Lara Margrét Jónsdóttir í Unglingaflokki.

T7 Unglingaflokkur úrslit.

1.Una Ósk á Bikar - 6,5
2.Lara Margrét á Klaufa frá Hofi - 5,75
3.Inga Rós á Feyki frá Stekkjardal - 5,5
4.Sunna Margrét á Pílu frá Sveinsstöðum - 5,25
5.Salka Krístin á Stöku frá Héraðsdal - 4,5
6.Krístin Erla á Feng frá Höfnum - 4

T7 Flokkur fullorðinna B-úrslit.

6.Rúnar á Kantötu frá Steinnesi - 6
7.Ásdís á Tímon frá Hofi - 5,5
8.Ólafur á Dagfari frá Sveinstöðum 5,5

T7 Flokkur fullorðinna A-úrslit.

1.Harpa á Drottningu frá Kornsá - 7,25
2.Berglind á Mirru frá Ytri-löngu mýri - 7
3.Óli Aadnegard á Mirian frá Kommu - 6,5
4.Jón Kristófer á Dúkku frá Hæli - 6,5
5.Höskuldur á Börk frá Akurgerði - 6,25
6.Rúnar á Kantötu frá Steinnesi - 5,75

Fimmgangur í áhugamannaflokk

1.Veronika á Rós frá Sveinsstöðum - 5,8
2.Karen á Heilladís frá Sveinsstöðum -5,4
3.Nína á Ólympía frá Breiðsstöðum - 5,1
4.Lilja á Helena frá Hvammi - 5
5.Hjördís á Prúð frá Leysingjarstöðum - 4,5

Fimmgangur í opnum flokk

1.Jón Kristófer á Jódísi frá Hæli - 6,2
2.Valur á Birtu frá Flögu - 6
3.Eline á Laufa frá Syðra-skörðugili - 5,9
4.Ólafur á Abel frá Sveinsstöðum - 5,9

Mynd frá Hestamannafélagið Neisti.

Mynd frá Hestamannafélagið Neisti.

Mynd frá Hestamannafélagið Neisti.

Mynd frá Hestamannafélagið Neisti.

06.04.2017 22:36

Fimmgangur ráslisti

 

Föstudagskvöldið kl. 19:00 hefst keppni í fimmgang og T7 í Reiðhöllinni. Ungar knattspyrnukonur verða með samlokur, múffur, kaffi, kakó ofl. gott til sölu í fjáröflunarskyni þannig að engin þarf að svelta á milli þess sem gæðingar eru teknir til kostanna.

 

Ráslistinn lítur svona út með fyrirvara um breytingar: 

 

T7 unglingar      
Knapi Hestur Aldur litur
Una Ósk Guðmundsdóttir Bikar 8v brúnn
Kristín Erla Sævarsdóttir Fengur frá Höfnum    
Lara Margrét Jónsdóttir Klaufi frá Hofi    
Salka Kristín Ólafsdóttir Staka frá Héraðsdal    
Sunna Margrét Ólafsdóttir Píla frá Sveinsstöðum    
Inga Rós Suska Hauksdóttir Feykir frá Stekkjardal 11v Rauðstjörn.
       
T7 fullorðnir      
Knapi Hestur Aldur litur
Þórólfur Óli Aadnegard Tanja frá Blönduósi    
Sindri Bjarnason Þyrill frá Fróni    
Harpa Birgisdóttir Drottning frá Kornsá 7v Jörp
Valur Valsson Bogi frá Flögu 5v  
Jón Ægir Jónsson Hvinur frá Fagranesi 10v Jarpur
Karen Ósk Guðmundsdóttir Hnoðri frá Laugarbóli 7v jarpur
Ásdís Brynja Jónsdóttir Tímon frá Hofi    
Höskuldur Birkir Erlingsson Börkur frá Akurgerði 11v Jarpur
Veronika Macher Hrappur frá Sveinsstöðum  
Ólafur Magnússon Dagfari frá Sveinsstöðum  
Kristín Jósteinsdóttir Garri frá Sveinsstöðum  
Paavo Kovanen   Kola frá Minni-Völlum   
Þórólfur Óli Aadnegard Mirian frá Kommu    
       
Fimmgangur áhugamenn      
Knapi Hestur Aldur litur
Karen Ósk Guðmundsdóttir Heilladís frá Sveinsstöðum 11v Jörp
Nína Hrefna Lárusdóttir Ólympía frá Breiðsstöðum  
Veronika Macher Rós frá Seinsstöðum    
Hjördís Jónsdóttir Prúð frá Leysingjastöðum   
Lilja María Suska  Helena frá Hvammi     
       
Fimmgangur opinn flokkur      
Knapi Hestur Aldur litur
Jón Kristófer Sigmarsson Jódís frá Hæli 6v Rauð
Valur Valsson Birta frá Flögu 6v Grá
Eline Manon Schrijver Laufi frá Syðr-Skörðugili  
Ólafur Magnússon Abel frá Sveinsstöðum  
Jón Kristófer Sigmarsson Dúkka frá Hæli 7v Brún
       
       

03.04.2017 23:55

Fimmgangur og fleira skemmtilegt.

 

Fimmgangur og fleira gott í Reiðhöllinni Arnargerði

 

Föstudaginn 7. apríl verður keppt í Fimmgangi, T7 og skeiði í Reiðhöllinni Arnargerði.  Í fimmgangi verður keppt í flokki áhugamanna og opnum flokki. Fyrirkomulag verður með þeim hætti að einn er inn á í einu og ræður röð gangtegunda en sýnir tölt frjálsa ferð einn hring, brokk einn hring, stökk einn hring og fet hálfan,  skeiðaðar eru tvær ferðir á annarri hvorri langhliðinni að eigin vali og litið svo á að um ferjuleið sé að ræða milli ferða.   Í T7 verður keppt í flokki fullorðinna og unglingaflokk, verði skráningar barna yngri en 13 ára margar verða riðin úrslit hjá  þeim sérstaklega. 

Að lokum verður boðið upp á skeið í gegnum höllina með tímatöku.

Skráningargjöld hjá fullorðnum eru kr. 2.000 á skráningu en 1.500 kr. hjá þeim yngri.  Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139.  ATH. þeir sem ekki hafa greitt gjöld síðustu móta vinsamlegast klári það mál sem fyrst.

Skráningum skal skila á heneisti@gmail.com fyrir kl. 21:00 fimmtudaginn 6. apríl.

Nefndin.

 

 
 
 
  • 1
Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 332
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1873398
Samtals gestir: 274876
Tölur uppfærðar: 28.5.2017 12:07:42

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Harpa Birgisdóttir, formaður, Magnús Sigurjónsson, Kristján Þorbjörnsson, Sonja Suska, Berglind Bjarnadóttir. - - - Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere