17.07.2024 21:23Torfæra í KleifarhorniTorfæra í Kleifarhorni Laugardaginn 20. júlí klukkan 11:00 - 17:00 fer fram torfæra í Námunni við keppnisvöllinn okkar. Ekki má ríða á keppnisvellinum á meðan. Pössum uppá öryggið! Skrifað af Hafrún 08.07.2024 12:19Landsmót hestamanna 2024Þá er landsmóti hestamanna í Reykjavík lokið að þessu sinni. Við hjá hestamannafélaginu Neista áttum flotta fulltrúa á mótinu og erum við virkilega stolt af þeim! Í öllum flokkum voru virkilega sterkir hestar sem gerðu mótið spennandi og skemmtilegt
Í A flokki áttum við tvo fulltrúa, Viðar frá Hvammi og Hátíð frá Söðulsholti. Lilja Maria Suska keppti á Viðari og hlutu þau 8.35 í einunn. Ásdís Brynja Jónsdóttir keppti á Hátíð og hlutu þær 8.26 í einkunn.
Í B flokki áttum við líka tvo fulltrúa, Húnu frá Kagaðarhóli og Mídas frá Köldukinn 2. Glódís Rún Sigurðardóttir keppti á Húnu og hlutu þær 8.51 í einkunn. Egill Þórir Bjarnason keppti á Mídasi og hlutu þeir 8.26 í einkunn.
Fyrir okkar hönd fór eitt ungmenni á mótið, hún Inga Rós Suska Hauksdóttir. Hún keppti á merinni Freistingu frá Miðsitju og hlutu þær 8.04 í einkunn.
Systurnar Sunna Margrét og Salka Kristín Ólafsdætur kepptu í unglingaflokk. Sunna keppti á Topp frá Litlu-Reykjum og hlutu þau 8.27 í einkunn. Salka keppti á Gleði frá Skagaströnd og hlutu þær 8.21 í einkunn
Meðfylgjandi eru myndir af þessum flottu fulltrúum okkar, í sömu röð og þau eru talin upp hér að ofan.
Skrifað af Hafrún 22.06.2024 13:01Frjálslegt gæðingamót - Sunnudaginn 23. JúníDagskrá á frjálslegu gæðingamóti Sunnudaginn23. Júní
Kl. 13:00 stundvíslega hefst keppni - B-flokkur gæðinga - forkeppni. - Barnaflokkur og Polli – forkeppni - A-flokkur úrslitakeppni - Gæðingatölt 4 holl í forkeppni og úrslitakeppnií beinu framhaldi. - Börn og Polli, úrslitakeppni - Hlé, grillaðar pylsur og drykkur. ( um kl. 15:30). - B-flokkur úrslitakeppni Mótsslit og almennur fögnuður. Ráslistar.
Athugasemdir og fyrirspurnir berist Sigga eðaHödda. Skrifað af Hafrún 13.06.2024 11:14Gæðingamót - Sunnudaginn 23. júníGæðingamót Sunnudaginn 23. júní verður haldin gæðingakeppni með frjálslegu sniði á skeiðvellinum í Kleifarhornsnámu. Keppt verður í : - Barnaflokki - Unglingaflokki - B - flokki gæðinga - A - flokki gæðinga - Gæðingatölti. Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir börn og unglinga en 2.500 kr. fyrir fullorðna. Skráningarfrestur er til miðnættis föstudaginn 21. júní og berist skráningar á netfangið [email protected] en greiðslur inn á reikning 0307 - 26 - 055624. Mótið verður ekki á Horseday appinu og árangur ekki skráður á hross. Mótið hefst kl. 13:00 en ráslistar og dagskrá birtist á laugardaginn 22. júní. Stefni í líflegt mót og gott veður verða mögulega grillaðar pylsur í boði. Hafi fólk ábendingar eða skorti upplýsingar má hafa samband við Sigga í síma 8882050 eða Hödda í síma 8940081. Skrifað af Hafrún 02.06.2024 11:38Gæðingamót Þyts, Neista og Snarfara / Úrtaka fyrir Landsmót í Reykjavík 2024Úrtaka og félagsmót hestamannafélaganna Þyts, Neista og Snarfara fer fram dagana 8 - 9 júní. Mótið verður haldið á vellinum á Hvammstanga. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 4. júní inn á skráningakerfi Sportfengs Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. og fyrir börn og unglinga 3.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 3.500 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Í Gæðingatölti verður opinn flokkur Skráningargjad skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið Kt: 550180-0499 Rnr: 0159 - 15 - 200343
Skrifað af Hafrún 21.03.2024 19:35SmalamótÞann 29. Mars ætlum við að halda smalamót. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Skrifað af Guðrún 14.03.2024 12:38Fræðslukvöld með Vali ValssyniFræðslukvöld með Vali Valssyni Þriðjudaginn 19. Mars kl 20:00 býður Neisti félagsmönnum sínum á fyrirlestur með Vali gæðingadómara í reiðhöllinni Arnargerði. Valur verður með almenna kynningu á reglum gæðingakeppninnar og keppnisformi. Hvort sem þú stefnir á að keppa eða hefur áhuga á gæðingakeppni almennt hvetjum við alla til að mæta og fræðast um hvað það er sem dómarar eru að skoða þegar hestur er í keppnisbraut. Frítt fyrir félagsmenn, 500 kr fyrir aðra. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest Stjórn Neista Skrifað af Hafrún 08.03.2024 17:03Úrslit í fjórgang
Unglingaflokkur 2. Flokkur 1. Flokkur Skrifað af Guðrún 27.02.2024 17:50Vilko mótaröð Neista - Fjórgangur
Þann 7. Mars kl. 18:00 verður haldið annað mót vetrarins. Keppt verður í V1 í 1. og 2. flokk, og V5 í unglingaflokk. Barnaflokkur keppir í tvígang (skráð sem þrígangur á sportfeng). Ef skráð er eftir að skráningafresti lýkur er gjaldið 4000 kr. Skráningargjald verður að greiða svo skráning sé gild, og þarf að senda kvittun á [email protected] skráningarfresti lýkur 4.Mars kl. 23:59 skráning fer í gegnum sportfengur.com Skrifað af Guðrún 11.02.2024 07:17Aðalfundur Hestamannafélagsins NeistaBoðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Neista þann 19.2.2023. Fundurinn verður haldinn í reiðhöllinni Arnargerði og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundarins:
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta.
F.h. stjórnar Hestamannafélagsins Neista,
Hafrún Ýr Halldórsdóttir,
formaður
Skrifað af selma 02.02.2024 21:35Þrígangur - úrslit
Fyrsta mót vetrarins var í gær og tókst frábærlega, margt um mann og hesta í höllinni.
Pollarnir Sveinbjörn Óskar á Tangó og Camilla Líndal á Hriflu hófu mótaröð vetrarins með nokkrum góðum hringjum, aldeilis vel ríðandi.
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
2. flokkur: 1. Guðrún Tinna- Toppur frá Litlu-Reykjum - 6.333
2-3. Katharina- Dadda frá Leysingjastöðum- 6.167
2-3. Hafrún Ýr- Gjöf frá Steinnesi - 6.167
4. Kristín Jósteinsdóttir- Garri frá Sveinstöðum- 5.667
5. Kristín Birna- Sóldögg frá Naustum III - 5.333
1. flokkur:
Skrifað af Selma 23.01.2024 10:221. mót vetrarinsVILKÓ MÓTARÖÐ NEISTA ÞRÍGANGUR Þann 1. febrúar kl. 18:00 verður fyrsta mót vetrarins haldið og ætlum við að halda þrígang. Keppt verður í: Fullorðinsflokk- 1. flokk Fullorðinsflokk- 2. flokk Unglingaflokk Barnaflokk- tvígangur Pollaflokk Í þrígangsprógrammi verður sýnt tölt, brokk og stökk. Í barnaflokki verður keppt í tvígang sem er tölt eða brokk, og fet. Pollaflokkurinn verður svo eins og vant er. Skráning fer í gegnum https://www.sportfengur.com/#/home Ákveðið hefur verið að hafa fyrsta mót vetrarins frítt og hvetjum við alla til þess að koma og vera með.
Skrifað af Selma 09.01.2024 12:30Námskeið með Bjarka Þór
Þann 17. febrúar ætlar Bjarki Þór Gunnarsson að koma til okkar og vera með einkatíma fyrir félagsmenn. Það eru ekki endalaus pláss svo fyrstur kemur fyrstur fær. Tíminn kostar 8000kr og er 45 mínútur. Skráninga frestur er til 1. febrúar. Skráningu þarf að senda á [email protected] Skrifað af Selma 08.01.2024 22:02Vilkó Mótaröð Neista
1. febrúar - Þrígangur 7. mars - Fjórgangur 11. apríl - Tölt 27. apríl - Útimót Frekari upplýsingar koma fyrir hvert mót.
Vilkó styrkir mótaröð vetrarins. Skrifað af Selma 29.12.2023 20:15Ung og efnilegÍþróttamaður USAH árið 2023 var krýndur við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þann 28. desember, einnig fóru fram afhendingar á viðurkenningum fyrir Ungt og efnilega íþróttafólk. Salka Kristín Ólafsdóttir var tilnefnd frá Hestamannafélaginu Neista. Sjá umfjöllun í nóvember "Viðurkenningar 2023" Skrifað af Selma Flettingar í dag: 617 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 1222 Gestir í gær: 52 Samtals flettingar: 638160 Samtals gestir: 72780 Tölur uppfærðar: 16.9.2024 04:29:26 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is