Færslur: 2008 Desember

23.12.2008 14:29

Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár


Hestmannafélagið Neisti óskar félagsmönnum sem og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

19.12.2008 15:46

Innanhúsmót vetrarins

Innanhúsmót vetrarins hjá Neista voru ákveðin í gær á jólafundi stjórnar
og eru þau birt hér með fyrirvara um breytingar.

Reiðhöllin Blönduósi
6.feb.   Tölt
20.feb Fjórgangur
27.mars Töltkeppni
3.aprílFimmgangur /tölt unglinga.
Önnur mót :
Skagafjörður 
Svaðastaðir
Opin Mót
25.feb
11.mar
25.mar
8.apr
 KS Meistaradeildin
18.feb
4.mar
18.mar
1.apr

10.12.2008 20:56

Daníel Ben opnar hestasjónvarp


Daníel Ben opnar hestasjónvarp

Eins og fram hefur komið í fréttum á hestamiðlum er Daníel Ben hættur störfum á www.hestafrettir.is. Hann er þó ekki af baki dottinn og boðar endurkomu sína í hestafjölmiðlun á sjónvarpsskjánum á nýju ári.

Um er að ræða sjónvarpsrás þar sem eingöngu er fjallað um hesta og hestamennsku. Segir Daníel að þetta sé í fyrsta sinn sem það sé gert hér á landi. Hann segist hann setja markið hátt. Þetta verði lifandi sjónvarp með nýju og eldra efni. Planið er að rásin fari í loftið fljótlega á næsta ári; ekki seinn en á þorra ef allt gengur upp.

"Ætlunin er að taka upp og sjónvarpa flestum keppnum og sýningum í hestamennsku. Viðtöl verða fyrirferðarmikil og þar mun ég spjalla við knapa, ræktendur og hinn almenna hestamann. Ég mun reyna að verða mér úti um sýningarrétt á eldra efni um hestamennsku, sem ég tel að sé alltof sjaldan endursýnt. Einnig verður lifandi fréttaþáttur einu sinni á dag. Á bak við sjónvarpsrásina verður vefsíða þar sem hægt verður að horfa á áður sýnt efni sjónvarpsrásarinnar," segir Daníel.

"Ég er búinn að fjármagna þættina í eitt og hálft ár fram í tímann og þar koma að máli kostunaraðilar sem hafa ekki verið áberandi í miðlum hestamanna áður. Fyrirtæki mitt, Ben Media ehf. er eigandi sjónvarpsrásarinnar og ég er þegar kominn með allan tækjakost sem þarf í þetta verkefni."

Daníel Ben stofnaði hestafréttavefinn www.847.is í lok síðustu aldar og síðan Hestafréttir: www.hestafrettir.is ásamt Fjölni Þorgeirssyni, sem er eigandi Hestafrétta í dag. Daníel rekur nú fyrirtækið Ben Media ehf. og má sjá allt um starfssemi þess á vefnum: www.benmedia.is.

Á myndinni fagnar Daníel með bróður sínum Þórði Þorgeirssyni á uppskeruhátíð hestamanna.

10.12.2008 20:41

 

08.12.2008 08:02

UPPSKERUHÁTÍÐ

UPPSKERUHÁTÍÐ 2008.


Jæja þá er uppskeruhátíð runnin á enda og var hin besta skemmtun í alla staðiemoticon eftirfarandi aðilar og hross fengu viðurkenningar

Ólafur Magnússon Knapi ársins 2008
 fyrir góða frammistöðu á mótum ársins (víðsvegar um landið) fyrir hönd Hestamanna.fél. Neista.

Ægir Sigurgeirsson
Fékk Viðurkenningu fyrir vel unnin störf á Ís-landsmótinu í þágu Hestamanna.fél. Neista

Þórólfur Óli Aadnegard.
Fékk viðurkenningu fyrir mikla og óeigingjarna vinnu við skeiðvöllinn í þágu Hestamanna.fél. Neista


 

Hæst dæmdu kynbótahrossin í eigu félagsmanna í Samtökum hrossabænda A-Hún.

 

 

HRYSSUR.

4 vetraKantata frá Hofi  8,44 fyrir sköpulag og 8,14 fyrir hæfileika aðaleink. 8,26.  F. Kormákur frá Flugumýri  M. Varpa frá Hofi.  Ræktendur og eigendur. Jón og Eline Hofi. Sýnandi var Agnar Þór Magnússon.

 

5 vetra.  Fjallanótt frá Skagaströnd.  8,04 fyrir sköpulag,  7,77 fyrir hæfil.  Aðaleink. 7,88. F. Kjalar frá Skagaströnd.  M. Þota frá Skagaströnd.   Ræktandi og eigandi Sveinn Ingi Grímsson.  Sýnandi   Elvar Einarsson.

 

6  vetraKatla frá Steinnesi.  7,94 fyrir sköpulag. 8,25 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,13.  F.  Gammur frá Steinnesi  M. Kylja frá  Steinnesi.  Ræktandi og eigandi.  Magnús  Jósefsson Steinnesi.  Sýnandi  Bjarni Jónasson.

 

7 vetra og eldri.   Trópí frá Hnjúki   7,72 fyrir sköpulag 8,64 fyrir hæfil. Aðaleink.  8,26.  F.  Oddur frá Selfossi  M. Löpp frá  Syðra-Skörðugili  Eig. Jóhanna Guðrún  Magnúsdóttir  Hnjúki Sýnandi.  Bjarni  Jónasson.

 

STÓÐHESTAR.

4.vetraKiljan frá Steinnesi.   8,08 fyrir sköpulag.  8,60 fyrir hæfil.  Aðaleink. 8,39  F. Klettur frá Hvammi  M. Kylja frá Steinnesi.  Ræktandi og eigandi.  Magnús Jósefsson Steinnesi.  Sýnandi  Agnar Þór Magnússon.

 

5 vetra.  Kvistur frá Skagaströnd.  8,26 fyrir sköpul.  8,79 fyrir hæfil.   Aðaleink.  8,58.  F.  Hróður frá Refsstöðum     M. Sunna frá Akranesi.  Ræktandi og eigandi.  Sveinn Ingi Grímsson. Sýnandi Erlingur Erlingsson.

 

6 vetra  Enginn sýndur.

 

7 vetra og eldriNjörður frá Útnyrðingsstöðum  8,05 fyrir sköpul. 7,94 fyrir hæfil.  Aðaleink. 7,98.  F,  Gustur frá Hóli  M. Þruma frá Brekkugerði.  RæktandiStefán Sveinsson , eigandi Hreinn Magnússon Leysingjastöðum.  Sýnandi   Þórir Ísólfsson.

 

 

 

 

Hæst dæmdu hross á Héraðssýningu í Húnaþingi.

 

Sölufélagsbikarinn:

 

Krafla frá Brekku   7,96 fyrir sköpul.  8,35 fyrir hæfil. Aðaleink. 8,20  F. Gustur frá Hóli  M. Katla frá Brekku.  Ræktandi Anna Bryndís Tryggvadóttir, eigandi  Magnús  Jósefsson Steinnesi.  Sýnandi  Tryggvi Björnsson.

 

Búnaðarbankabikarinn:

 

Tryggvi-Geir frá Steinnesi  7,93 fyrir sköpul.  8,17 fyrir hæfil.  Aðaleink.  8,07.  F.  Parker frá Sólheimum  M.  Dimma frá Sigríðarstöðum  Ræktandi Magnús Jósefsson Steinnesi, eigendur Ásgeir Blöndal og Tryggvi Björnsson  Sýnandi Tryggvi Björnsson.

 

 

Fengsbikarinn

 

Hæst dæmda kynbóta hross í eigu félagsmanns með 8.58 í aðaleinkunn var Kvistur frá Skagaströnd. Eigandi Sveinn Ingi Grímsson.

 

 

Ræktunarbú  ársins 2008                     Steinnes

 

  • 1
Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 621
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 424936
Samtals gestir: 50836
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 09:11:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere