Færslur: 2013 Febrúar

26.02.2013 15:03

Svínavatni 2013 frestað til 9. mars


Þar sem ekki er öruggt að aðstæður verði nógu góðar 2. mars hefur verið ákveðið að fresta mótinu til 9. mars.

Það sem veldur er að túnin sem notuð eru fyrir bílastæði eru orðin þíð á yfirborðinu og því gætu orðið vandræðimeð að komast um þau með bíla og kerrur þar sem veðurspá gerir ráð fyrir að ekki verði farið að frysta að ráði á laugardag. Um helgina og eins og sést fram eftir næstu viku er reiknað með töluverðu frosti þannig að kjöraðstæður ættu að á svæðinu 9.mars, því ísinn er ekki vandamál. Athugið að skráningafrestur framlengist þess vegna um viku.


Skráningar berist á netfangið [email protected] í síðasta lagi þriðjudaginn 5. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 í síðasta lagi fimmtudaginn 7. mars. Sendið kvittun á [email protected] þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa er verið að borga.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur. Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

23.02.2013 13:29

Aðalfundur


Aðalfundur hestmannafélagins Neista
verður
fimmtudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:30
í Reiðhöllinni Arnargerði.

Dagskrá:
1.    Venjuleg aðalfundarstörf
2.    Önnur mál

Stjórnin

22.02.2013 17:56

Svínavatn 2013




Ísmótið á Svínavatni verður laugardaginn 2. mars nk. Skráningar berist á netfangið [email protected] í síðasta lagi þriðjudaginn 26. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru; A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu og greiðist inn á reikning 0307-13-110496 kt. 480269-7139 í síðasta lagi fimmtudaginn 28. febrúar. Sendið kvittun á [email protected] þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa er verið að borga. Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.




22.02.2013 13:27

Vetrarleikum frestað


Vetrarleikum Neista sem vera áttu
á Hnjúkatjörn á sunnudag er frestað

um óákveðinn tíma.

Mótanefnd

18.02.2013 13:17

Vetrarleikar Neista


Vetrarleikar Neista

á Hnjúkatjörn sunnudaginn 24. febrúar kl. 13.00






Keppt verður í  tölti (opið fyrir alla) í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki (16 ára og yngri).

Einnig verður bæjarkeppni, með firmakeppnisfyrirkomulagi þ.e. riðnar 4 ferðir með frjálsri aðferð. Engin skráningargjöld.

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 12.00 á hádegi  föstudaginn 22. febrúar.
Fram þarf að koma; knapi, hestur og flokkur.

Skráningargjald fyrir tölt er kr. 1.000 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 eða á staðnum (í peningum, ekki tekið við kortum).

Ef ísinn á Hnjúkatjörn verður ekki nógu góður á sunnudag verður mótið fært og látið vita hér á vefnum.

Mótanefnd


18.02.2013 10:56

Staðan í mótaröð Neista

Næsta mót í mótaröð Neista er ístölt, en eftir fyrsta mótið í mótaröðinni er staðan svona:

 

Mótaröð Neista 2013



Unglingaflokkur




Sigurður Aadnegard 10  
Lilja María Suska 8  
Sólrún Tinna 5,5  
Ásdís Brynja 5,5  
Hrafnhildur Björnss. 3,5  
Ásdís Freyja 3,5  
Lara Margrét 2  
Hjördís Jónss. 1  


 



Áhugamannaflokkur



Höskuldur Erlingsson 10  
Sonja Suska 8  
Magnús Ólafsson 5  
Þórólfur Óli Aadneg. 5  
Karen Ósk Guðm. 5  
Guðmundur Sigf. 3  
Jón Gíslason 2  
Jóhanna Stella Jóh. 1  



Opinn Flokkur




Hjörtur Karl Einars. 10
Maríanna Gestsd. 8
Ægir Sigurg. 5,5
Rúnar Örn Guðm. 5,5
Þórður Pálsson 4
Ragnhildur Haralds. 3
Valur Valsson 2  
Eline M Schrijver 1  

Fleiri en einn voru með sama skor og því stigatalan fengin út frá meðaltalsreikning.


17.02.2013 20:48

Grunnskólamót - úrslit


Fyrsta mótið í Grunnskólamótaröðinni var haldið í dag í Reiðhöllinni á Blönduósi.
Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað krakkarnir eru liprir reiðmenn og renna léttilega í gegnum þrautabrautina, smalann og skeiðið. 

Æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari mótaröð. Þátttökurétt hafa börn og unglingar á grunnskólaaldri á svæðinu og keppa þau í nafni þess skóla sem þau stunda nám við, skólarnir eru alveg ótengdir mótunum að öðru leiti.

Varmahlíðarskóli er efstur eftir 1. mót, er með
23 stig en hinir skólarnir fylgja fast á eftir, Húnavallaskóli er með 21 stig, Gr. Húnaþings vestra er með 17 og Blönduskóli með 16 stig.


Úrslit í dag urðu þessi:



Þrautabraut 1. - 3. bekkur


Tvær skvísur mættu í þrautabrautina eða smalann öllu heldur því þær fóru bara smalabrautina alla og fóru létt með það :)

Nafn bekkur Skóli
Bryndis Jóhanna Kristinsdóttir 3 Gr.Húnaþ.V.
Inga Rós Suska Hauksdóttir 1 Húnavallaskóli




Smali 4. - 7. bekkur 



               Lilja María, Freyja Sól, Guðný Rúna, Sólrún Tinna og Lara Margrét



                       Karitas, Eysteinn Tjörvi, Edda Felicia og Ásdís Freyja


Nafn bekkur Skóli
1 Lilja Maria Suska 6 Húnavallaskóli
2 Freyja Sól Bessadóttir 7 Varmahlíðarskóli
3 Guðný Rúna Vésteinsdóttir 5 Varmahlíðarskóli
4 Sólrún Tinna Grímsdóttir 7 Húnavallaskóli
5 Lara Margrét Jónsdóttir 6 Húnavallaskóli
6 Karítas Aradóttir 7 Gr.Húnaþ.Vestra
7 Eysteinn Tjörvi Kristinsson  5 Gr.Húnaþ.Vestra
8 Edda Felicia Agnarsdóttir 7 Gr.Húnaþ.Vestra
9 Ásdís Freyja Grímsdóttir 5 Húnavallaskóli




Smali 8. - 10. bekkur  

      Anna Baldvina, Hjördís, Magnea Rut, Leon Paul og Ásdís Brynja




              Eva Dögg, Lilja, Anna Herdís og Ragna Vigdís



Nafn bekkur Skóli
1 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóli
2 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli
3 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóli
4 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóli
5 Anna Baldvina Vagnsdóttir 9 Varmahlíðarskóli
6 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 10 Varmahlíðarskóli
7 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir  8 Gr.Húnaþ.Vestra
8 Lilja Þorkelsdóttir 8 Varmahlíðarskóli
9 Eva Dögg Pálsdóttir 9 Gr.Húnaþ.Vestra





Skeið  



nr. Nafn bekkur Skóli
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóli
2 Sigurður Bjarni Aadnegard 8 Blönduskóli
3 Viktor Jóhannes Kristófersson 8 Gr.Húnaþ.Vestra
4 Rakel Eir Ingimarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli
5 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli



Hestamannafélagið Neisti og Æskulýðsnefnd Neista vill þakka öllum keppendum, starfsmönnum, foreldrum og áhorfendum kærlega fyrir skemmtunina og hjálpina og fyrir frábæran dag. 


Fleiri myndir í myndaalbúmi og Hjálmar Kárdal sendir okkur myndir fljótlega.


15.02.2013 21:26

Grunnskólamót - ráslistar

Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu,
500 kr fyrir næstu skráningar

og skal greiða á staðnum áður en mót hefst
(ekki tekið við greiðslukortum).
  





Þrautabraut 1. - 3. bekkur







nr. Nafn bekkur Skóli Hestur





1 Iðunn Eik Sverrisdóttir 3 Húnavallaskóli Fjóla
2 Bryndis Jóhanna Kristinsdóttir 3 Gr.Húnaþings V. Raggi frá Bala
3 Flóra Rún Haraldsdóttir 2 Varmahlíðarskóli Gæji frá Garði
4 Inga Rós Suska Hauksdóttir 1 Húnavallaskóli Neisti frá Bolungarvík






Smali 4. - 7. bekkur







nr. Nafn bekkur Skóli Hestur





1 Lara Margrét Jónsdóttir 6 Húnavallaskóli Auðlind frá Kommu
2 Lilja Maria Suska 6 Húnavallaskóli Laufi frá Röðli
3 Karítas Aradóttir 7 Gr.Húnaþ.V. Gyðja frá Miklagarði
4 Ingvar Óli Sigurðsson 5 Gr.Húnaþ.V. Perla
5 Ásdís Freyja Grímsdóttir 5 Húnavallaskóli Kæla frá Bergsstöðum
6 Guðný Rúna Vésteinsdóttir 5 Varmahlíðarskóli Tíbrá frá Hofsstaðaseli
7 Eysteinn Tjörvi Kristinsson  5 Gr.Húnaþ.V. Raggi frá Bala
8 Fríða Lilja Guðmundsdóttir 6 Gr.Húnaþ.V. Funi frá Fremri Fitjum
9 Guðmunda Góa Haraldsdóttir 6 Varmahlíðarskóli Gæji frá Garði
10 Freyja Sól Bessadóttir 7 Varmahlíðarskóli Blesi frá Litlu-Tungu II
11 Sólrún Tinna Grímsdóttir 7 Húnavallaskóli Perla frá Reykjum
12 Edda Felicia Agnarsdóttir 7 Gr.Húnaþ.V. Héðinn frá Dalbæ
13 Lara Margrét Jónsdóttir 6 Húnavallaskóli Pandra frá Hofi
14 Lilja Maria Suska 6 Húnavallaskóli Neisti frá Bolungarvík
15 Karítas Aradóttir 7 Gr.Húnaþ.V. Gylmir frá Enni
         

Smali 8. - 10. bekkur







nr. Nafn Skóli bekkur Hestur





1 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóli Ör frá Hvammi
2 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóli Freyja frá Litladal
3 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli Flugar frá Eyrarbakka
4 Íris Björg Þórhalladóttir 8 Húnavallaskóli Perla frá Reykjum
5 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 10 Varmahlíðarskóli Tíbrá frá Hofsstaðaseli
6 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóli Dynur frá Leysingjastöðum
7 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir  8 Gr. Húnaþ. V. Vænting frá Fremri Fitjum
8 Viktoría Eik Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Kóngurinn frá Syðra-Skörðugili
9 Sigurður Bjarni Aadnegard 8 Blönduskóli Þokki frá Blönduósi
10 Viktor Jóhannes Kristófersson 8 Gr. Húnaþ. V. Erpur frá Efri-Þverá
11 Anna Baldvina Vagnsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Móalingur frá Leirubakka
12 Kristín Una Ragnarsdóttir 9 Húnavallaskóli Garpur
13 Fríða Björg Jónsdóttir 9 Gr. Húnaþ. V. Ballaða frá Grafarkoti
14 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Trú frá Syðra-Skörðugili
15 Eva Dögg Pálsdóttir 9 Gr. Húnaþ. V. Össur frá Grafarkoti
16 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóli Sigyn frá Litladal
17 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóli Pandra frá Hofi
18 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli Neisti frá Bolungarvík
19 Íris Björg Þórhalladóttir 8 Húnavallaskóli Kæla frá Bergsstöðum
20 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 10 Varmahlíðarskóli Blesi frá Liltu-Tungu II
21 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóli Funi frá Leysingjastöðum






Skeið 8 - 10 bekkur








Nafn bekkur Skóli Hestur
1 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli Flugar frá Eyrarbakka
2 Sigurður Bjarni Aadnegard 8 Blönduskóli Steina frá Nykhóli
3 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóli Hvinur frá Efri-Rauðalæk
4 Viktoría Eik Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Hrappur frá Sauðárkróki
5 Viktor Jóhannes Kristófersson 8 Gr.Húnaþ.V. Erpur frá Efri-Þverá
6 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóli Freyja frá Litladal
7 Eva Dögg Pálsdóttir 9 Gr.Húnaþ.V. Kofri frá Efri Þverá
8 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Guðfinna frá Kirkjubæ
9 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóli Tinna frá Hvammi 2



14.02.2013 23:05

Úrslit úr T7


Mjög góð skráning var á  tölt T7 mót í Reiðhöllinni í kvöld þar sem úrslit urðu þessi:


Unglingaflokkur, 16 ára og yngri:




1. Sigurður Bjarni og Prinsessa frá Blönduósi
2. Lilja Maria og Hamur frá Hamrahlíð
3. Sólrún Tinna og Gjá frá Hæl
4. Ásdís Brynja og Eyvör frá Eyri
5. Hrafnhildur og Funi frá Leysingjastöðum
6. Ásdís Freyja og Hrókur frá Laugabóli




Áhugamannaflokkur:



1. Rósanna og Fáni frá Lækjardal
2. Jóhannes Geir og Hula frá Efri-Fitjum
3. Höskuldur og Börkur frá Akurgerði
4. Sonja Suska og Feykir frá Stekkjardal
5. Magnús og Dynur frá Sveinsstöðum
6. Þórólfur Óli og Þokki frá Blönduósi
7. Karen Ósk og Þula frá Ármóti


Opinn flokkur:



1. Hjörtur og Syrpa frá Hnjúkahlíð
2. Maríanna og Sóldögg frá Kaldárbakka
3. Ægir og Gítar frá Stekkjardal
4. Tryggvi og Sóldís frá Kommu
5. Greta B. og Nepja frá Efri-Fitjum
6. Rúnar Örn og Kasper frá Blönduósi
7. Þórður og Áfangi frá Sauðanesi


 

Sigurbjörg Þórunn Jónsdóttir eða Didda í Litladal, eins og hún er alltaf kölluð, gaf 1. verðlaun í öllum flokkum en það voru hestastyttur sem hún hannaði og tálgaði. Hún gaf þær í tilfefni 70 ára afmælis Neista í minningu föður hennar Jóns Jónssonar frá Stóradal.
Færum við henni bestu þakkir fyrir.




14.02.2013 12:10

Skemmtileg heimsókn


Þau voru með skemmtilega sýnikennslu Hólanemarnir Bjarni Sveinsson, Carrie Lyons Brandt og Sara Pesenacker í gærkvöldi þegar þau komu og voru með fyrirlestur og sýnikennslu í Reiðhöllinni. Þau fóru yfir hvernig mætti notfæra sér fimiþjálfun til þess að bæta gangtegundir hestsins.

Fyrirlestur með miklum tilþrifum hjá Bjarna.



Mjög góð þátttaka var á kynninguna og var góður rómur gerður af heimsókninni.




Carrie Lyons Brandt og Sporður frá Bergi.



Sara Pesenacker og Hnokki frá Skiðbakka.



Bjarni Sveinsson og Breki Frá Eyði-Sandvík



Þau svifu um salinn með leikandi létta hestana og sögðu frá þjálfuninni í leiðinni sem komst vel til skila. Virkilega skemmtileg og fræðandi heimsókn, kærar þakkir fyrir.


13.02.2013 23:13

Ráslistinn


Rásröðin í T7  14. feb. kl. 20.00

Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).


Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri (ekki er tekið við greiðslukortum).


unglingaflokkur
holl knapi og hestur hönd
1 Sigurður Bjarni og Gnótt frá Sólheimum v
1 Nína Guðbjörg og Þróttur frá Húsavík v
2 Lara Margrét  og Auðlind frá Kommu h 
2 Harpa Hrönn og Patti frá Blönduósi h
3 Sólrún Tinna og Gjá frá Hæli h
3 Rósanna og Fáni frá Lækjardal h
4 Ásdís Brynja og Eyvör frá Eyri v
4 Hjördís  og Dynur frá Leysingjastöðum v
5 Lilja María og Hamur frá Hamrahlíð v
5 Hrafnhildur og Funi frá Leysingjastöðum v
6 Ásdís Freyja og Hrókur frá Laugabóli v
6 Harpa Hrönn og Lúkas frá Þorsteinsstöðum v
7 Sigurður Bjarni og Prinsessa frá Blönduósi v
áhugamannaflokkur
holl knapi og hestur hönd
1 Magnús Ólafsson og Dynur frá Sveinsstöðum h
1 Marit van Schravendijk og Viðar frá Hvammi 2 h
2 Þórólfur Óli og Miran frá Kommu v
2 Jóhannes Geir og Hula frá Efri-Fitjum v
3 Sonja Suska og Feykir frá Stekkjardal h
3 Guðmundur Sigfússon og Þrymur frá Holti h
4 Veronika Macher og Kraftur h
4 Hákon Ari og Hespa frá Reykjum h
5 Jón Gíslason og Leiðsla frá Hofi v
5 Hege Valand og Sunna frá Guðdölum v
6 Höskuldur Erlingsson og Börkur frá Akurgerði v
6 María Artsen og Áldrottning frá Hryggstekk v
7 Karen Ósk og Þula frá Ármóti v
7 Þórólfur Óli og Þokki frá Blönduósi v
8 Magnús Ólafsson og Huldar Geir frá Sveinsst. h 
9 Víðir Kristjánsson og Börkur frá Brekkukoti v
opinn flokkur
holl knapi og hestur hönd
1 Tryggvi Björnsson og Ósk frá Blönduósi h
1 Hjörtur Karl og Syrpa frá Hnjúkahlíð h
2 Ragnhildur Haralds og Hatta frá Akureyri h
2 Rúnar Örn og Snar frá Hvammi h
3 Eline Schijver og Þyrla frá Eyri v
3 Greta B Karlsdóttir og Nepja frá Efri-Fitjum v
4 Jóhanna Heiða og Silfra frá Stóradal v
4 Valur Valsson og Breki frá Flögu v
5 Þórður Pálsson og Áfangi og Sauðanesi v
5 Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal v
6 Maríanna Gestsdóttir og Sóldögg frá Kaldárbakka h 
6 Rúnar Örn og Kasper frá Blönduósi h
7 Tryggvi Björnsson og Sóldís frá Kommu v
8 Guðmundur Þór og Leiftur frá S-Ásgeirsá  

11.02.2013 14:22

Fræðslukvöld Hólanema í Reiðhöllinni

Frá æfingum upp í afköst

Notkun fimiþjálfunar til þess að bæta gangtegundir

Fræðslukvöld Hólanema miðvikudaginn 13. febrúar.


Þau Bjarni Sveinsson, Carrie Lyons Brandt og Sara Pesenacker
verða með stuttan fyrirlestur og loks sýnikennslu
í Reiðhöllinni á Blönduósi kl. 20:00 þann 13. febrúar
um þjálfun gangtegunda og hvernig má notfæra
sér fimiþjálfun til þess að bæta hestinn.


Aðgangseyrir kr. 500, léttar veitingar í boði.
(ekki tekið við greiðslukortum)


09.02.2013 15:39

Mótaröð Neista


Fyrsta mót í Mótaröð Neista verður fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20.00 í Reiðhöllinni Arnargerði.

Skráning er á netfang Neista [email protected]
fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 12. febrúar.

Keppt verður í T7, 1 hringur hægt tölt og 1 hringur frjáls ferð, í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki þ.e. 16 ára og yngri.

Fram þarf að koma; knapi og hestur, flokkur og uppá hvaða hönd er riðið.

Skráningargjald er 1.000 kr fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] en það má líka greiða á staðnum
(ekki er tekið við greiðslukortum).


Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri (ekki er tekið við greiðslukortum).

10. bekkur í Blönduskóla verður með kaffi og eitthvað gott til sölu í sjoppunni
.


Mótaröð Neista er stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem 3 stigahæstu keppendur í hverjum flokki fyrir sig hljóta verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum.

Mótanefnd

07.02.2013 12:13

Grunnskólamóti - Þrautabraut/Smali/Skeið

Grunnskólamót hestamannafélaga
á Norðurlandi vestr
a verða:
17. febrúar á Blönduós - þrautabraut, smali og skeið
10. mars á Hvammstanga - fegurðarreið, tölt og skeið
21. apríl á Sauðárkróki - fegurðarreið, tvígangur, þrígangur, fjórgangur og skeið



Þrautabraut, smali og skeið verða í

Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi
17. febrúar kl. 13.00

 

Keppnisgreinar eru:

1. - 3. bekkur þrautabraut
4 - 10. bekkur smali
8. - 10. bekkur skeið



Skráningar þurfa að hafa borist fyrir
miðnætti miðvikudaginn 13. febrúar  á
 netfangið:
    [email protected]
 

Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa

nafns hests og uppruni, aldur, litur og keppnisgrein.


Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu,
500 kr fyrir næstu skráningar

og skal greiða á staðnum áður en mót hefst
(ekki tekið við greiðslukortum).
  

                              


smalabraut 4. - 10. bekkur



þrautabraut 1. - 3. bekkur




Grunnskólamót

 

Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul. Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna. Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.

 1.    Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.

2.    Keppnisgreinar eru:

Ø  Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.

Ø  Tvígangur           4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd. 

Ø  Þrígangur                       4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Ø  Fjórgangur         8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

¨       Riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

 

Ø  Þrautabraut        1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál, þar skal stöðva hestinn og halda svo áfram.

Ø  Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast  2x4  sekúndur við. Ef tunna dettur er bætt við 4 sekúndum og ef tunnu er sleppt bætast við 4x4 sekúndur. Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu. Bannað er að fara á stökki yfir pallinn. Ef hleypt er yfir pallinn bætast við 4x4 sekúndur.


Ø  Tölt                       4. - 7. bekkur.  Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðarreið einn hringur, samtals þrír hringir .

¨       Riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

Ø  Tölt                       8. - 10. bekkur.   Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og greitt tölt einn hringur, samtals þrír hringir .

¨       Riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

 

Ø  Skeið                   8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

¨       Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.

v  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

 

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis. 

4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur

6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk.  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í.  Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum. 

7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

10.  Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

 

Stig

Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,

Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla  fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.

1. sæti             gefur 10 stig til viðkomandi skóla
2. sæti             gefur  8 stig
3. sæti             gefur  7 stig
4. sæti             gefur  6 stig
5. sæti             gefur  5 stig. 

Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.

1. sæti             gefur  5 stig
2. sæti             gefur  4 stig
3. sæti             gefur  3 stig
4. sæti             gefur  2 stig
5. sæti             gefur  1 stig.


03.02.2013 11:53

Svínavatn 2013

"Laugardaginn 2. mars  verður Svínavatn 2013 haldið á Svínavatni í A-Hún.  Keppt  verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og  á heimasíðu mótsins,"  segir í tilkynningu frá aðstandendum.
 

  • 1
Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 924
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 426280
Samtals gestir: 50896
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:52:58

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere