Færslur: 2009 Mars

31.03.2009 09:15

Innanfélagsmót NEISTA

Innanfélagsmót Neista

sem vera átti á Hjúkatjörninni 05.apríl verður
frestað til laugardagsins 11.apríl og mun þá koma í ljós
hvort mótið verður á tjörninni eða í höllinni. 
Skráning verður í höllinni þennan sama dag og nánari uppl.

Keppt verður í :
Börn = Tölt
Fullorðnir = Tölt og Firmakeppni
Skráningagjald er: fullorðnir kr:1000.  Börn kr:500.

30.03.2009 10:43

Grunnskólamót BREYTING!!!

Grunnskólamót BREYTING!!!

Grunnskólamót breyting!!!!!!

Fyrirhugað grunnskóla sem halda átti á Hvammstanga 4.apríl verður haldið í
reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi  sama dag eða 4.apríl kl. 14.00

Skráningar verða að hafa borist fyrir kl. 17.00  miðvikudaginn 1.apríl 2009 á [email protected]  (nýtt e-mail æskulýðsnefndarinnar) og fram þarf að koma nafn og aldur knapa og hests, litur og upp á hvora hönd á að ríða.

Skráningargjald er 500.- krónur og greiðist á keppnisstað.

Keppt verður í sömu greinum og á mótinu á Sauðárkróki

1.-3.bekkur -       Fegurðarreið

4.-7.bekkur -       Tölt /  Þrígangur  /  Smali

8.-10.bekkur -      Tölt  /  Fjórgangur  /    Smali   /     Skeið

Þannig Grunnskólamót reiðhöllinni Arnargerði 4.apríl 2009

29.03.2009 09:57

Stórsýningin

Stórsýningin var í gær laugardag og tókst að öllu leyti vel þótt veðrið hafi verið hundleiðinlegt.

Frumkvöðlinum Árna Þorgilssyni var sérstaklaga þakkað við þessi tímamót fyrir að hafa byggt Reiðhöllina í  Arnargerði og hreinlega lagt gull í lófa okkar húnvetnskra hestamanna eins og Grímur heitinn Gíslason orðaði það. Árni kom hingað fyrir 10 árum síðan og hóf byggingu hússins 1999 og var opnunarsýningin í mars 2000. Hún hefur fært okkur margar ánægjustundirnar og starf okkar  hestamanna hér væri ekki svona blómlegt nema af því við höfum þessa frábæru Reiðhöll. Frábært framtak hjá Árna Þorgilssyni og þökkum við kærlega fyrir það.


Flestir hestamann á svæðinu komu fram í atriðum og  um 50 börn og unglingar voru í 9 atriðum af 21. Virkilega gaman að sjá hvað þau er flink og hafa sett upp skemmtilegt atriði á stuttum tíma. Æskulýðsnefnd veitti Hörpu Birgisdóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur  og framför á árinu 2008 sem knapa ársins í unglingaflokki.

Sigurbjörn Bárðarson tamningameistari kom og sýndi okkur gæðingafimi og sagði okkur hvernig hann notar reiðhöll til tamninga. Hann var einmitt hér á 1. sýningunni svo það var einstaklega gaman að hann skyldi sjá sér fært að koma og vera með okkur á 10. sýningunni.  

Sýning verður ekki að veruleika nema með góðu starfsfólki, þátttakendum og áhorfendum. Viljum við þakka öllum sem komu að þessari sýningu, á einn eða annan hátt, kærlega fyrir.
 
Sýningin var tekin upp af Kristjáni Blöndal og mun diskur verða til sölu fljótlega, verður það auglýst síðar. Ef einhver lumar á skemmtilegum myndum væri gaman að fá þær, senda þær á
[email protected] og verða þær settar hér inn á myndaalbúm.

Auðunn Sigurðsson og Sigríður Aadnegard tóku þessar myndir sem komnar eru inn á myndaalbúm og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.


29.03.2009 09:51

Grunnskólamótið verður á Blönduósi

Grunnskólamót BREYTING!!!

Fyrirhugað grunnskóla sem halda átti á Hvammstanga 4.apríl verður haldið í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi  sama dag eða 4.apríl kl. 14.00

Keppt verður í sömu greinum og á mótinu á Sauðárkróki

1.-3.bekkur -       Fegurðarreið
4.-7.bekkur -       Tölt
                            Þrígangur
                            Smali
8.-10.bekkur -      Tölt
                            Fjórgangur
                            Smali
                            Skeið

29.03.2009 09:48

Húnvetnska liðakeppnin

Fjórgangur - Húnvetnska liðakeppnin


Síðasta mótið í húnvetnsku liðakeppninni verður haldið föstudagskvöldið 3. apríl nk. í Hvammstangahöllinni og hefst kl. 18.00 Skráning hjá Kollu á emeil:
[email protected] og þarf að vera lokið fyrir miðnætti þriðjudagskvöldsins 31. mars. Fram þarf að koma nafn knapa, hests, litur, aldur, ætt, í hvaða liði viðkomandi er og upp á hvora hönd.

Liðakeppnin stendur þannig fyrir lokamótið:

1. sæti er Lið 3 með 100,5 stig
2. sæti er Lið 2 með 83,5 stig
3. sæti er Lið 1 með 52,5 stig
4. sæti er Lið 4 með 41,5 stig

27.03.2009 17:05

Dagskrá stórsýningarinnar

1.             Fánareið

2.             Frumkvöðulinn

3.             Strumparnir

4.             Frumtamning

5.             Klárhestar

6.             Kardimommubærinn

7.             Ræktunarbúið Hof í Vatnsdal

8.             Rappararnir

9.             Mömmurnar

10.         Alhliða hryssur

11.         AH deildin

 

Hlé

 

12.         6  -  60

13.         Villtur dans

14.         Systkinin í Stekkjardal

15.         Ídýfurnar

16.         Klárhryssur

17.         Knapamerki 3

18.         Ægir og Maur

19.         Selma og viðhaldið

20.         Gáski

21.         Gæðingafimi

25.03.2009 15:23

Stórsýning húnvetnskra hestamanna

Stórsýning húnvetnskra hestamanna
 Í Reiðhöllinni Arnargerði

laugardaginn 28. mars kl. 14:00.


 
Í ár höldum við 10. sýninguna 
en Reiðhöllin er 9 ára um þessar mundir. 
Að þessu sinni er sýningin borin uppi af almennum hestamönnum
 og konum á öllum aldri og u.þ.b. 50 börnum/unglingum.
 Markmiðið er að sýna þá miklu breidd sem er í iðkendahópnum hér í héraðinu og hvaða ánægju og skemmtun menn geta haft af návist við hesta og menn þegar færi gefst frá hinu daglega amstri.  

Auk þess heimsækir okkur Sigurbjörn Bárðarson
 en hann kom einmitt á fyrstu sýninguna.

 

Miðaverð er kr. 1.200 fyrir 13 ára og eldri
en kr. 500 fyrir 12 ára og yngri.



24.03.2009 23:00

Smalinn

Lið 2 sigurvegarar í Smalanum

Mjög skemmtileg og spennandi Smalakeppni er að baki, alls voru skráðir til leiks 70 keppendur. Lið 2 náði flestum stigum í kvöld eða 36 stigum en fast á hæla þeirra kom lið 3 með 34 stig og þá lið 1 með 32 stig. Lið 4 náði 16 stigum.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Unglingaflokkur:
1. Rakel Rún Garðarsdóttir og Stúdent frá Sólheimum I, liði 1
2. Albert Jóhannsson og Dorit frá Gauksmýri, liði 2
3. Jóhannes Geir Gunnarsson og Auður frá Grafarkoti, liði 3
4. Stefán Logi Grímsson og Kæla frá Bergsstöðum, liði 4
5. Rakel Ósk Ólafsdóttir og Rós frá Grafarkoti, liði 1

2. flokkur
1. James B Faulkner og Karítas frá Lækjamóti, liði 3, 300 stig/tími 37,59 sek
2. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi, liði 1, 280 stig/tími 41,67 sek
3. Stefán J Grétarsson og Hóseas, liði 1, 256 stig/tími 41,81 sek
4. Sofia Birgitta Krantz og Snót frá Bjargshóli, liði 2, 250 stig/tími 43,05 sek
5. Halldór Jón Pálsson og Lyfting frá Súluvöllum, liði 2, 246 stig/tími 42,71 sek
6. Þorgeir Jóhannesson og Stínóla frá Áslandi, liði 1, 240 stig/tími 43,77 sek
7. Rúnar Örn Guðmundsson og Dynjandi frá Húnsstöðum, liði 4, 220 stig/tími 44,89 sek
8. Þórarinn Óli Rafnsson og Funi, liði 1, 196 stig/tími 46,95 stig
9. Lena Petterson og Sjöfn frá Höfðabakka, liði 1, 188 stig/tími 44,59 sek
10. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduósi, liði 4, 186 stig/tími 53,77 sek

1. flokkur
1. Ragnar Stefánsson og Vafi frá Hlíðskógum, liði 4, 286 stig/tími 39,5 sek
2. Elvar Logi Friðriksson og Hvinur frá Sólheimum, liði 3, 266 stig/tími 40,35 sek
3. Matthildur Hjálmarsdóttir og Gáta frá Bergsstöðum, liði 2, 256 stig/tími 41,90 sek
4. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Sigmundarstöðum, liði 2 250 stig/tími 42,71 sek
5. Magnús Á Elíasson og Hera frá Stóru-Ásgeirsá, liði 3 246 stig/tími 42,21 sek
6. Fanney Dögg Indriðadóttir og Eldur frá Sauðadalsá, liði 3 240 stig/tími 44,89 sek
7. Aðalsteinn Reynisson og Olver frá Syðri-Völlum, liði 2, 220 stig/tími 47,44 sek
8. Eðvarð Ingi Friðriksson og Edda frá Þorkelshóli, liði 3, 216 stig/tími 45,67 sek
9. Herdís Einarsdóttir og Stika frá Grafarkoti, liði 2, 182 stig/tími 53,67 sek
10. Halldór P Sigurðsson og Von frá Dalvík, liði 1, 172 stig/tími 55,66 sek.


LIÐAKEPPNIN stendur þá þannig eftir 3. mótið:

1. sæti er Lið 3 með 100,5 stig
2. sæti er Lið 2 með 83,5 stig
3. sæti er Lið 1 með 52,5 stig
4. sæti er Lið 4 með 41,5 stig

24.03.2009 13:37

Úrslit úr grunnskólamótinu

Úrslit úr grunnskólamótinu

Jæja þá er fyrsta grunnskólamótið búið sem haldið var á Sauðárkróki. Mótið gekk mjög vel í alla staði og var hin frábærasta skemmtun og stóðu okkar krakkar sig mjög vel. Viljum við í æskulýðsnefndinni óska öllum knöpunum innilega til hamingju með frábæran árangur, við erum stollt af ykkur :)
Hér eru úrslitin:

Fegurðarreið 1.-3.bekkur

1 Ingunn Ingólfsdóttir  VARMAHL  3.b Hágangur frá Narfastöðum  8,5
2 Hólmar Björn Birgiss  AUS  2.b  Tangó frá Reykjum  7,5
3 Inga Þórey Þórarinsd  HVT  Funi frá Fremri Fitjum  8,0
4 Guðmar Freyr Magnúss  ÁRS  3.b  8,0
5 Aron Ingi Halldórss  AUS  3.b  Blakkur frá Sauðárkróki  7,6

 Þrígangur 4.-7.bekkur 

1 Gunnar Freyr Gestsson  VAR  7.b  Aþena frá Miðsitju  5,8
2 Jón Ægir Skagfjörð  BLÖ  5.b  Perla  5,3 og 3-4 inn
3 Helgi Fannar Gestson  VAR  4.b  Vissa frá Borgarhóli  5,2
4 Rósanna Valdimarsd VAR  7.b  Vakning frá Krítarhóli  5,5
5 Helga Rún Jóhannsdóttir HVT  7.b  Andrea frá Vatni  5,3  

 Tölt 4.-7.bekkur
 
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir  VAR  5.b  Smáralind frá S-Skörðugili 
2 Ragna Vigdís Vésteinsd  VAR  6.b Glóa frá Hofstaðaseli
3 Lilja Karen Kjartansd  HVT  6.b  Fía frá Hólabaki
4 Hákon Ari Grímsson  HÚN  7.b  Rifa frá Efri Mýrum  

 Fjórgangur 8.-10.bekkur
 
1 Rakel Rún Garðarsdóttir  HVT  10.b  Lander frá Bergstöðum  6,0
2 Lydía Ýr Gunnarsdóttir  ÁRS  8.b  Tengill frá Hofsósi  5,0
3 Harpa Birgisdóttir  hHÚN  10.b  Kládíus frá Kollaleiru  5,3
4 Jón Helgi Sigurgeirsson  VAR  8.b  Náttar frá Reykjavík  5,3
5 Bryndís Rún Baldursd  ÁRS  8.b  Pels frá Vatnsleysu  4,6  

 Tölt 8.-10.bekkur
 
1 Katarína Ingimarsd  VAR  8.b  Jonny be good f/hala  6,3
2 Steindóra Ólöf Haraldsd  ÁRS  9.b  Prins frá Garði  6,2
3 Finnur Ingi Sölvason  SIGL  9.b  Skuggi frá Skíðbakka  6,0
4Agnar Logi Eiríksson  BLÖ  10.b  Njörður frá Blönduósi  5,3
5 Eydís Anna Kristófersd  HVT  8.b  Virðing frá N-Þverá  5,2

Smali 4.-7.bekkur

Eftir keppni þegar nánar var farið yfir stig og refsistig kom í ljós að Ingibjörg Lóa stóð efst  

1 Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir VAR
2 Sverrir Þórarinss  VAR  6.b  Ylur frá Súlunesi  32,36 og 14 refsistig
3 Rakel Ósk Ólafsdóttir  HVT  7.b  Rós frá Grafarkoti  35,82 og 14 refsistig
4 Haukur Marían S.Haukss  HÚN  7.b  Skvísa frá Fremri Fitjum  35,62 og 14 refsistig
5 Vésteinn Karl Vésteinss  VAR  4.b  Syrpa frá Hofsstaðaseli  36,72 og 14 refsistig
6 Viktoría Eik Elvarsd  VAR  4.b  Kátína frá S-Skörðugili 
7 Anna Herdís Sigurbjartsd  HVT  4.b  Prins frá Gröf 

Skeið 8.-10.bekkur

1 Eydís Anna Kristófersd  HVT  8.b  Frostrós 
2 Steindóra Ólöf Haraldsd  ÁRS  9.b  Gneisti frá Sauðárkróki
3 Stefán Logi Grímsson  HÚN  9.b  Kæla frá Bergsstöðum
4 Finnur Ingi Sölvason  SIGL  9.b  Goði frá Fjalli


Eins og sjá má frábær árangur hjá krökkunum . Til hamingju krakkar!!!

Það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með næsta móti og hvetjum við alla til að koma og styðja krakkana 4. apríl á Hvammstanga.

 

23.03.2009 15:25

Ísreið á Svínavatni

Ísreið á Svínavatni





Í fögru veðri laugardaginn 21. mars fór reið hópur hestamanna endilangt Svínavatn.  Ísinn mjög góður og á miðju vatni beið hressing fyrir hestana, sem þeir gerðu góð skil. Þá undir kirkju á Svínavatni var komið lyfti Ægir fararstjóri fleig og þakkaði góða ferð.

Svínavatnið er talið um 12 km langt og þrátt fyrir hláku undanfarinna daga var varla nokkurs staðar vatn á ísnum og hann mjög traustur. Rétt í byrjun ferðar virtust hestar óöruggir og jafnvel sumir knapar einnig, en mönnum og hestum óx ásmegin eftir því sem lengra út á vatnið kom.

Sammála voru menn að ferðin hafi verið frábær og mikill áhugi að endurtaka leikinn síðar. Svínavatnið er mikil vannýtt auðlynd, sem stendur vonandi til bóta.  Það hefur sannað sig sem einn frábærasti mótsstaður fyrir ísmót og enginn vafi er að fjölmargir almennir hestamann gætu haft hug á að koma með í skipulagða ferð um vatnið.

 

Myndir teknar af Magnúsi Ólafssyni og Sigurlaugu Markúsdóttur komnar inná myndaalbúm.

23.03.2009 09:18

Óli Magg og Gáski gera það gott

Úrslit í Stjörnutölti 2009

Í gækvöld fór fram hið árlega Stjörnutölt Léttis í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er í tíunda skipti sem það er haldið. Mikið var um flotta hesta og var vel mætt, nánast full höll. Sigurður Sigurðarson og Freyðir fóru á kostum í töltinu og unnu það nokkuð örugglega.

Gaman er að geta þess að framkvæmdastjóri Stjörnutölts Kristmundur Stéfánsson var heiðraður fyrir vel unnin störf í tengslum við mótið en hann hefur séð um það að mestu frá upphafi.

En úrslitin voru eftirfarandi:

Úrslit í tölti:

1 Sigurður Sigurðarson  Freyðir frá Hafssteinsstöðum. 8,21 
2 Ólafur Magnússon  Gáski frá Sveinsstöðum. 7,54 
3 Þórdís Erla Gunnarsdóttir  Ösp frá Enni. 7,50 
4 Bylgja Gauksdóttir  Pipar-Sveinn frá Reykjavík. 7,46 
5 Hans Kerúlf  Sigur frá Hólabaki. 7,21 
 
Úrslit í stóðhestakeppninni:

1 Friðrik Sveinsson Fengur frá Sauðárkrók 7,00
2 Mette Mannseth. Háttur frá Þúfum 6,88
3 Þorbjörn H Matthiasson. Óskahrafn frá Brún 6,50
4 Pétur Vopni Sigurðsson. Ármann frá Hrafnsstöðum 6,33
5  Baldvin Ari Guðlaugsson. Sindri frá Vallarnesi 6,25

19.03.2009 22:03

Ráslisti í smalann

Smalinn byrjar stundvíslega kl:19:00

Ráslisti í SMALANN

  Nafn Hestur LIÐ
 Unglingaflokkur    
1 Rakel Rún Garðarsdóttir Stúdent frá Sólheimum I Lið 1
2 Stefán Logi Grímsson Kæla frá Bergsstöðum Lið 4
3 Jóhannes Geir Gunnarsson Auður frá Grafarkoti Lið 3
4 Jónína Lilja Pálmadóttir Gæfa frá Sigmundarstöðum Lið 2
5 Albert Jóhannsson Dorit frá Gauksmýri Lið 2
6 Rakel Ósk Ólafsdóttir Rós frá Grafarkoti Lið 1
       
       
   2. flokkur    
     
1 Magnús Líndal Pjakkur frá Stóru-Ásgeirsá Lið 3
2 Guðmundur Sigfússon Kvellur frá Blönduósi Lið 4
3 Sofia Birgitta Krantz Snót frá Bjargshóli Lið 2
4 Þorgeir Jóhannesson Stínóla frá Áslandi Lið 1
5 Jóhann Ari Böðvarsson Mósi  Lið 1
6 Víðir Gíslason Spuni frá Stórhól Lið 4
7 Hilmar Frímannsson Aron frá Holti Lið 4
8 Halldór Sigfússon Þytur frá Lækjamóti Lið 1
9 Þórhallur Magnús Sverrisson Dagrún frá Höfðabakka Lið 1
10 Gunnar Þorgeirsson Pjakkur frá Rauðuvík Lið 3
11 Hjördís Ósk Óskarsdóttir Glotti frá Grafarkoti Lið 3
12 Sigurður Björn Gunnlaugsson Kronprins frá Hörgshóli Lið 1
13 Garðar Valur Gíslason Skildingur frá Sauðárkróki Lið 3
14 Kolbrún Stella Indriðadóttir Ugla frá Grafarkoti Lið 2
15 Helga Rós Níelsdóttir Þota frá Snallsteinshöfða Lið 1
16 Steinbjörn Tryggvason Össur frá Síðu Lið 1
17 Pétur Guðbjörnsson Álfur frá Grafarkoti Lið 1
18 Stefán J Grétarsson Viska frá Höfðabakka Lið 1
19 Ingvar Jón Jóhannsson Vídalín frá Víðidalstungu II Lið 3
20 Þórður Pálsson Nóta frá Sauðanesi  Lið 4
21 Gerður Rósa Sigurðardóttir Álmur frá Stóru-Ásgeirsá Lið 3
22 Guðlaug Sigurðardóttir Laxnes  Lið 2
23 Ingunn Reynisdóttir Gautur frá Sigmundarstöðum Lið 2
24 Anna Lena Aldenhoff Hreyfing frá Gauksmýri Lið 2
25 Gréta B Karlsdóttir Svarti Pétur frá Gröf Lið 2
26 Hrannar Haraldsson Tvístjarna frá Fremri-Fitjum Lið 1
27 Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir Bjarmi frá Hvoli Lið 1
28 Sóley Elsa Magnúsdóttir Tumi Lið 1
29 Ragnar Smári Helgason Kardináli frá Grafarkoti Lið 2
30 Konráð P Jónsson Gibbson frá Böðvarshólum Lið 2
31 Lena Petterson Sjöfn frá Höfðabakka Lið 1
32 James B Faulkner Karítas frá Lækjamóti Lið 3
33 Jón Kristófer Sigmarsson Leiknir frá Fremri-Fitjum Lið 1
34 Þórarinn Óli Rafnsson Funi  Lið 1
35 Sverrir Kristinsson Toppa frá Fremri-Fitjum Lið 1
36 Edvard Friðriksson Edda frá Þorkelshóli Lið 3
37 Aðalheiður Einarsdóttir Moli frá Reykjum Lið 1
38 Aðalheiður Sveina Einarsdóttir Vökull frá Holtsmúla I Lið 1
39 Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi Lið 1
40 Þórólfur Óli Aadnegard Þokki frá Blönduósi Lið 4
41 Patrik Snær Bjarnason Fáfnir frá Reykjum Lið 1
42 Malin Maria Person Fáfnir frá Bakka Lið 3
43 Rúnar Örn Guðmundsson Dynjandi frá Húnsstöðum Lið 4
44 Halldór Jón Pálsson Lyfting frá Súluvöllum Lið 2
45 Ragnar Stefánsson Vafi frá Hlíðskógum Lið 4
       
 1. flokkur    
1 Matthildur Hjálmarsdóttir Vending frá Bergsstöðum Lið 2
2 Ragnhildur Haraldsdóttir Glæta frá Neðri Vindheimum Lið 4
3 Heimir Þór Guðmundsson Bjarmi frá Hólabaki Lið 4
4 Magnús Ásgeir Elíasson Hera frá Stóru-Ásgeirsá Lið 3
5 Herdís Einarsdóttir Stika frá Grafarkoti Lið 2
6 Fanney Dögg Indriðadóttir Eldur frá Sauðadalsá Lið 3
7 Jóhann Albertsson Tvistur frá Hraunbæ Lið 2
8 Halldór P Sigurðsson Von frá Dalvík Lið 1
9 Einar Reynisson Hvönn frá Syðri-Völlum Lið 2
10 Guðný Helga Björnsdóttir Siggi frá Vatni Lið 1
11 Pálmi Geir Ríkharðsson Heimir frá Sigmundarst Lið 2
12 Ólafur Magnússon Fregn frá Gýgjarhóli Lið 4
13 Aðalsteinn Reynisson Olver frá Syðri-Völlum Lið 2
14 Jakob Víðir Kristjánsson Ás frá Tjarnarlandi Lið 4
15 Helga Una Björnsdóttir Kremi frá Galtanesi Lið 1
16 Elvar Logi Friðriksson Hvinur frá Sólheimum Lið 3
17 Jóhann B Magnússon Sindri frá Bessastöðum Lið 1
18 Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir Hvöt frá Miðsitju Lið 4
19 Matthildur Hjálmarsdóttir Gáta frá Bergsstöðum Lið 2

17.03.2009 22:20

Ótitlað

SMALINN er næsta mót liðakeppninnar og verður í Hvammstangahöllinni 20. mars nk. Brautin verður uppi í Hvammstangahöllinni allan miðvikudaginn.
Skráningu skal lokið að miðnætti þriðjudagsins 17. mars. Skráning hjá Kollu á emeil:
[email protected] Fram þarf að koma nafn knapa, hestur, ætt, litur og aldur. Skráningargjald 1.000.- Hægt er að greiða skráningargjaldið fyrir mót og leggja inn á 1105-15-200343 kt. 550180-0499.
Brautin er eins og myndin hér að neðan sýnir.

Keppt verður í Unglingaflokki, 2. flokki og 1. flokki. Stig í Unglingaflokki eru 3 -2-1-1-1, stig í 2. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1 og stig í 1. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1. Í 1. og 2. flokki fá 10 hestar að fara brautina aftur en 5 í Unglingaflokki.

 



Mótanefnd hafa borist margar skemmtilegar spurningar um mótið og ákváðum við að skella þeim á netið:

  • Mun Konni í Böðvarshólum mæta með hundinn?
  • Með hvaða 1. verðlauna stóðhest mun Tryggvi Björns mæta með?
  • Mætir A-Hún í búning?
  • Er www.snobb.is síðan komin í gagnið, hvað er lykilorðið?
  • Mætir Haddý aftur í reiðbuxum?
  • Er Hjördís ennþá öfundsjúk út í flottu Ástundspeysurnar?
  • Mætir Jói á Bessastöðum á réttum tíma?
  • Hvaða 1. verðlauna meri mun Tryggvi lána Loga?
  • Mun Sigrún mæta með límband fyrir munninn?
  • Kemur Dóri Fúsa í hjólastól með þyrlu?
  • Kemur Höddi í lögreglufylgd?
  • Hvað gerir Víðidalsliðið núna? Hverjir koma og keppa fyrir þá? Amma hans Tryggva? (www.bitur.is)
  • Nagar Raggi puttann á meðan Kolla keppir?
  • Er Gunni ekki búinn að ná sér eftir höfuðhöggið? er hann kannski bara alltaf svona?

15.03.2009 21:09

Karlareið

Hestamannafélagsins Neista

Verður laugardaginn 21.mars n.k. 

Riðið verður frá Orrastöðum (botni) eftir Svínavatni í Stekkjardal.

 Lagt verður af stað kl:1400  .

Gjald er kr: 3000.(þangað til annað kemur í ljós)
 Innifalið er : þessi auglýsing, fararstjórn,

grill í reiðhöllinni Arnargerði og hressing á leiðinni.

Farastjórar: #Gísli Geirsson fyrri til # Ægir Sigurgeirsson seinni til.#

Þátttaka tilkynnist til:

Guðmundur Sveinsson  848-1775.  Hilmar Frímannsson  848-0033.

Hjörtur  Einarssonar  861-9816 ( er sjaldan með símann).

Þátttaka tilkynnist fyrir fimmtudaginn 19.mars

                              Karlar fjölmennum við einstakt tækifæri.

Flettingar í dag: 475
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 709
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 409702
Samtals gestir: 49742
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:06:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere