Færslur: 2017 Mars

26.03.2017 20:05

Fjórgangur og T7

 

Á föstudaginn var fór fram keppni í fjórgangi og T7 í Reiðhöllinni Arnargerði. Um 40 skráningar voru á mótið og þykir það gott. Mótið tókst með ágætum en stjórn Neista sló í gegn í hléinu með því að bjóða upp á pizzur sem runnu ljúflega ofan í viðstadda. Stefnt er að næsta móti 7. apríl og verður spennandi að sjá hvað verður boðið upp á þar bæði í keppni og veitingum. Úrslit urðu sem hér segir:

 

T7  Unglingaflokkur                                                                       Fork./úrslit.

  1. Lara Margrét Jónsdóttir á Klaufa frá Hofi                                   5,5/ 6,0
  2. Sunna Margrét Ólafsdóttir á Pílu frá Sveinsstöðum                 4,8/ 5,8
  3. Inga Rós Suska Hauksdóttir á Feyki frá Stekkjardal                2,5/  5,3
  4. Ásdís Freyja Grímsdóttir á Pipar frá Reykjum                            4,3/  4,8              
  5. Salka Kristín Ólafsdóttir á Stöku frá Héraðsdal                         4,5/  4,5

 

 

T7 Flokkur fullorðinna                                                                  Fork./úrslit.

  1. Berglind Bjarnadóttir á Mirru frá Ytri-Löngumýri                      6,5/ 6,8
  2. Veronika Macher á Rós frá Sveinsstöðum                                5,8/ 6,5
  3. Svana Ingólfsdóttir á Fiðling frá Mosfelli                                    5,4/ 6,3
  4. Sindri Páll Bjarnason á Pandóru frá Rifkelsstöðum                5,5/ 6,0
  5. Ásdís Brynja Jónsdóttir á Þjóni frá Hofi                                     5,5/ 5,5
 

Fjórgangur unglingaflokkur

  1. Lara Margrét Jónsdóttir á Krónu frá Hofi                                    5,5/ 6,3
  2. Lilja María Suska á Dimmu frá Hvammi 2                                  5,1/ 5,9
  3. Ásdís Freyja Grímsdóttir á Pipar frá Reykjum                            4,3/ 4,9
  4. Inga Rós Suska Hauksdóttir Feyki frá Stekkjardal                    4,6/ 4,4

 

Fjórgangur áhugamannaflokkur

  1. Karen Ósk Guðmundsdóttir á Stiku frá Blönduósi                   6,1/ 6,4
  2. Veronika Macher á Rós frá Sveinsstöðum                                5,8/ 6,0
  3. Kristín Jósteinsdóttir á Garra frá Sveinsstöðum                        6,0/ 6,0
  4. Berglind Bjarnadóttir á Lukku frá Steinnesi                               5,9/ 5,6
  5. Hjördís Jónsdóttir á Prúð frá Leysingjastöðum                         5,8/ 5,1

 

Fjórgangur opinn flokkur

  1. Ólafur Magnússon á Dagfara frá Sveinsstöðum                       6,8/ 7,2
  2. Jón Kristófer Sigmarsson á Jódísi frá Hæli                                6,5/ 6,7
  3. Jakob Víðir Kristjánsson á Gimsteini frá Röðli                          6,3/ 6,4
  4. Ásdís Brynja Jónsdóttir á Keisara frá Hofi                                 6,3/ 6,3
  5. Hörður Ríkharðsson á Djarf frá Helguhv. II                               6,2/ 6,2
 

 

 

 

 

 

 

24.03.2017 19:02

Ráslisti T7 og fjórgangur

 

Ráslistinn eins og hann lítur út núna kl. 13:10.  Hér er svo áríðandi tilkynning frá stjórn Neista:  

Á mótinu í kvöld býður Neisti keppendum og gestum upp á pizzur og drykki í hléi.

Við vonumst til þess að sjá sem flesta í reiðhöllinni og eiga góða stund saman.

Stjórn Neista

T7 unglingaflokkur Hestur Aldur litur hönd  
Lara Margrét Jónsdóttir Klaufi frá Hofi 6v Rauðskjóttur V  
Inga Rós Suska Hauksdóttir Feykir frá Stekkjardal 11v Rauðstjörnóttur H  
Ásdís Freyja Grímsdóttir Pipar frá Reykjum 5v Draugmoldskjóttur H  
Sunna Margrét Ólafsdóttir Píla frá Sveinsstöðum 11v Rauðblesótt    
Salka Kristín Ólafsdóttir Staka frá Héraðsdal 27v Rauðblesótt    
           
           
T7 áhugamenn Hestur Aldur Litur Hönd  
Berglind Bjarnadóttir Mirra frá Ytri-Löngumýri 9v Rauður    
Veronika Macher Rós frá Sveinsstöðum 9v Brúnskjótt    
Sólrún Tinna Grímsdóttir Grýla frá Reykjum 6v Bleikálótt H  
Guðmundur Sigfússon Órator 7v Rauður    
Karen Ósk Guðmundsdóttir Stika frá Blönduósi 9v Gráskjótt    
Kolbrún Ágústa Guðnadóttir Kantata frá Steinnesi 8v Brún H  
Kristín Jósteinsdóttir Garri frá Sveinsstöðum 10v Rauðblesóttur    
Aya Collins Dúkka frá Hæli  9v Brún    
Berglind Bjarnadóttir Garpur frá Steinnesi 6v Jarpskjóttur    
           
           
T7 opinn flokkur Hestur Aldur litur hönd  
Ásdís Brynja Jónsdóttir Þjónn frá Hofi 7v Dökkjarpur V  
Svana Ingólfsdóttir Fiðlingur frá Mosfelli 9v Rauður    
Sindri Páll Bjarnason Pandóra frá Rifkelsstöðum 9v Jörð    
Jón Kristófer Sigmarsson Laufi frá Hæli  6v Rauðstjörnóttur  
           
           
Fjórgangur unglingaflokkur Hestur Aldur litur hönd  
Lara Margrét Jónsdóttir Króna frá Hofi 9v Rauð H  
Inga Rós Suska Hauksdóttir Feykir frá Stekkjardal 11v Rauðstjörnóttur H  
Lilja María Suska Hauksdóttir Dimma frá Hvammi 2 5v Brún H  
Ásdís Freyja Grímsdóttir Pipar frá Reykjum 5v Draugmoldskjóttur H  
           
           
Fjórgangur áhugamenn          
Knapi Hestur Aldur litur hönd  
Hjördís Jónsdóttir Prúð frá Leysingjastöðum 8v Brúnskjótt    
Karen Ósk Guðmundsdóttir Stika frá Blönduósi 9v Gráskjótt    
Guðmundur Sigfússon Hnoðri frá Laugabóli 10v Jarpur    
Jón Ægir Jónsson Hvinur frá Fagranesi 10v Jarpur    
Veronika Macher Rós frá Sveinsstöðum 9v Brúnskjótt    
Sólrún Tinna Grímsdóttir Grýla frá Reykjum 6v Bleikálótt V  
Berglind Bjarnadóttir N.N. frá Steinnesi gömul Skjótt    
Kristín Jósteinsdóttir Abel frá Sveinsstöðum 10v Brúnn    
Paavo Kovanen Kola frá Minni Völlum 10v Bleikálótt    
Aya Collins Reisn frá Hæli 8v Rauðstjörnótt    
Karen Ósk Guðmundsdóttir Heilladís frá Sveinsstöðum 13v Jörp    
           
           
           
Fjórgangur opinn Hestur Aldur litur hönd  
Ásdís Brynja Jónsdóttir Keisari frá Hofi 8v Grár V  
Ólafur Magnússon Dagfari frá Sveinsstöðum 9v Grár    
Svana Ingólfdóttir Króna frá Kristnesi 9v Brún    
Hörður Ríkharðsson Djarfur frá Helguhvammi II 10v Brúnn H  
Jakob Víðir Kristjánsson Gimsteinn frá Röðli  8v Grár H  
Ægir Sigurgeirsson Gítar frá Stekkjardal 13v Rauðglófextur    
Jón Kristófer Sigmarsson Jódís frá Hæli  8v Rauðblesótt    
         
           
Með fyrirvara um breytingar .          

24.03.2017 19:01

T7 í Reiðhöllinni á föstudaginn

 

 

T7 í öllum flokkum á föstudagskvöldið í Reiðhöllinni Arnargerði.

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bjóða upp á keppni í T7 á föstudagskvöldið í opnum flokki og áhugamannaflokki. Riðinn er einn hringur á hægu tölti þá snúið við og frjáls ferð á tölti. Að öðru leyti gildir áður auglýst fyrirkomulag. Keppni hefst kl. 19:00 með T7 unglinga, þá T7 áhugamenn , síðan T7 opinn flokkur. Fjórgangur unglinga er næstur, þá áhugamenn í fjórgangi og loks fjórgangur í opnum flokki. Sama röð í úrslitum. Verði  sérstaklega fáar skráningar kann að koma til greina að sameina flokka. Skemmtilegast er ef sömu hestar eru ekki að keppa í báðum greinum.

Nefndin.

24.03.2017 19:00

Fjórgangur Reiðhöllinni Arnargerði

 

Föstudagskvöldið 24. Mars kl. 19:00 verður Fjórgangur í Reiðhöllinni Arnargerði og T7 í unglingaflokki. Keppt verður í fjórgangi, í flokki unglinga 16 ára og yngri, áhugamanna flokki  og opnum flokki. Einnig verður boðið upp á keppni í T7 fyrir yngri en 16 ára.

Í fjórgangi er riðinn einn hringur á hægu tölti, einn hringur á fegurðar tölti, einn hringur á brokki, einn hringur á stökki og hálfur á feti. Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu og ljúka henni að norðan. Keppandi ræður röð gangtegunda en í lok keppni skal hægja niður á fet.

Skráningar berist á netfangið:  [email protected] fyrir kl. 21:00 fimmtudaginn 23. mars. Skráningargjald í unglingaflokki er kr. 1.500 og kr. 2.000 í öðrum flokkum.  Fram komi nafn á hrossi, uppruni,  aldur og litur. Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139.
ATH. þeir sem ekki hafa greitt gjöld síðustu móta vinsamlegast klári það mál sem fyrst.

Nefndin.

12.03.2017 16:54

Ísmót vetrarleikar

 

Laugardaginn 11. Mars fóru fram Vetrarleikar Hestamannafélagsins Neista á Svínavatni. Blíðskaparveður var og skemmtu menn og hestar sér hið besta.

Lara Margrét Jónsdóttir keppti í unglingaflokki og hlaut einkunnina 6,66 í tölti

 

Í áhugamannaflokki í tölti urðu úrslit sem hér segir:

  1. Karen Ósk Guðmundsdóttir á Stiku frá Blönduósi 6,83
  2. Berglind Bjarnadóttir á Mirru frá Löngumýri 6,16
  3. Harpa Birgisdóttir á Drottningu frá Kornsá 6,0
  4. Jón Gíslason á Þjóni frá Hofi 5,83
  5. Nellie Rosenwall  á Fléttu frá Stekkjardal 5,16
  6. Guðmundur Sigfússon á Hnoðra frá Laugarbóli 5,0
  7.  

    Í opnum flokki í tölti urðu úrslit sem hér segir:

    1. Jón Kristófer Sigmarsson á Jódísi  frá Hæli  7,5
    2. Jakob Víðir Kristjánsson á Gimsteini frá Röðli  7,3
    3. Ásdís Brynja Jónsdóttir á Keisara frá Hofi  6,83
    4. Hörður Ríkharðsson á Djarf frá Helguhvammi II  6,7
    5. Ægir Sigurgeirsson á Gítar frá Stekkjardal   6,7
    6. Davíð Jónsson á Lindu P frá Kópavogi  6,0

     

     

    Bæjarkeppni fór fram með firmakeppnissniði og voru úrslit sem hér segir:

    1. Eline Manon Schrijver á Konungi frá Hofi keppti fyrir Síðu  7,0
    2. Lara Margrét Jónsdóttir á Krónu frá Hofi keppti fyrir Hæli  6,6
    3. Ægir Sigurgeirsson á Lit frá Blönduósi keppti fyrir Sveinsstaði    6,5
    4. Ásdís Brynja Jónsdóttir á Laufa frá Syðra-Skörðugili keppti fyrir Mosfell 6,12
    5. Kristín Jósteinsdóttir á Abel frá Sveinsstöðum keppti fyrir Stekkjardal  6,12
    6. Aya Collins á Dúkku frá Hæli keppti fyrir Stóra-Dal    5,75

     

     

08.03.2017 07:59

Ísmót á Svínavatni

Ákveðið hefur veri að efna til ísmóts á Svínavatni við Stekkjardal á laugardaginn kemur 11. mars kl. 13:00.

Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti.

Bæjarkeppni með firmakeppnissniði fer fram að tölti loknu.

Skráning berist fyrir kl. 20:00 föstudaginn 10. mars á netfangið [email protected]. Skráningargjöld eru 1.000 kr.

 

Nefndin.

05.03.2017 09:26

Ísmótinu frestað!

Vegna ónógrar þátttöku verður að fresta auglýstu ísmóti á Svínavatni.

Stefnt er að móti um næstu helgi, nánar auglýst á þriðjudag.

Nefndin

 

04.03.2017 18:52

Aðalfundur

Aðalfundur hestmannafélagins Neista

verður fimmtudagskvöldið 9. mars kl. 20:30

Í Reiðhöllinni Arnargerði.

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf
Kosningar

 

Hvetum áhugasama um að mæta og koma málefnum sínum á framfæri.
Komin er tillaga að nýjum fulltrúum í stjórn sem kjósa á um.

 

Stjórn hestamannafélagsins Neista

02.03.2017 23:07

Ísmót Neista á Svínavatni

Þar sem ís er aftur kominn á Svínavatn hefur verið ákveðið með skömmum fyrirvara að efna til ísmóts á sunnudaginn 5. mars kl. 13:00.

Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti.

Ef möguleiki er á verður bæjarkeppni að tölti loknu.

Skráning berist fyrir miðnætti laugardaginn 4. mars á netfangið [email protected]. Skráningargjöld eru 1.000 kr.

Allar kvartanir, skammir og óánægja berist í pósti að Brekkubyggð 4.

Nefndin

  • 1
Flettingar í dag: 195
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 431772
Samtals gestir: 51038
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 13:02:43

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere