Færslur: 2017 Janúar

26.01.2017 21:48

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

 

Æskulýðsstarfið er að fara af stað með reiðnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Skráningar á [email protected].

Bjóðum til fundar í Reiðhöllinni n.k. sunnudag kl 13.

Æskulýðsnefndin

11.01.2017 08:38

Heyefnagreiningar fyrir hestamenn

Efnagreining ehf kynnir nýjungar í niðurstöðum fyrir hestamenn en á niðurstöðublaðinu er reiknað út fóðurgjöf kg hey á dag á hest miðað við þitt hey. Í viðhengi má finna sýnishorn af niðurstöðublaðinu og nánari upplýsingar um heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Með bestu kveðju
Elísabet Axelsdóttir

Efnagreining ehf
Ásvegi 4 
Hvanneyri 
311 Borgarnes

Sími 6612629

Heimasíða efnagreining.is
Tölvupóstfang: efnagreining@efnagreining.is

11.01.2017 08:33

Námskeið 27.-28. janúar

Langar þig að læra fimiæfingar, fá hjálp með hestinn þinn og bæta samskiptin?

Flott að byrja veturinn á námskeiði og fá hugmyndir af góðum þjálfunaraðferðum. Fanney Dögg Indriðadóttir verður með reiðtíma í reiðhöllinni á Blönduósi og kenna hestamönnum á Blönduósi þjálfunaraðferðir sem virka.

Hóptími föstudagskvöldið 27.janúar
2 einkatímar á laugardeginum 28. janúar

Skráning: [email protected]

09.01.2017 17:40

Bandmúlanámskeið

 

 

Námskeið í að hnýta bandmúla verður haldið í Reiðhöllinni á Blönduósi laugardaginn 14. janúar, kl. 13:00. Neistafélagar sem aðrir eru hvattir til að fjölmenna og læra þessa hagnýtu iðn. Það er gríðarlega þægilegt fyrir hestamenn að geta hnýtt þessa níðsterku múla sjálfir, þá get þeir hannað þann múl sem þeim finnst henta sér og sínum hestum best og haft ýmsar stærðir.

Námskeiðsgjald er aðeins 7.900, innifalið er námsefni og efni í einn skrautmúl (seldur út úr búð á ca.10-12 þús). Greiðist á staðnum, ekki tekið við greiðslukortum.
Námskeiðið tekur um 2 1/2 til 3 1/2 tíma, eftir fjölda og aðstæðum.
Hentar fyrir allan aldur. Æskilegt að börn yngri en 12 ára séu með fullorðinn með sér.
Hægt að skrá sig á Facebook hjá
Eline Manon Schrijver eða Bandmúlar/Snúrumúlar eða undir Bandmúlanámskeið hjá Neista á Blönduósi.
Einnig má hringja í Þóreyju 8641147 eða Eline/Jón 8422881.


Kærar kveðjur
Þórey og Eline



 

  • 1
Flettingar í dag: 803
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 924
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 426405
Samtals gestir: 50903
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:12:53

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere