23.03.2009 15:25

Ísreið á Svínavatni

Ísreið á Svínavatni





Í fögru veðri laugardaginn 21. mars fór reið hópur hestamanna endilangt Svínavatn.  Ísinn mjög góður og á miðju vatni beið hressing fyrir hestana, sem þeir gerðu góð skil. Þá undir kirkju á Svínavatni var komið lyfti Ægir fararstjóri fleig og þakkaði góða ferð.

Svínavatnið er talið um 12 km langt og þrátt fyrir hláku undanfarinna daga var varla nokkurs staðar vatn á ísnum og hann mjög traustur. Rétt í byrjun ferðar virtust hestar óöruggir og jafnvel sumir knapar einnig, en mönnum og hestum óx ásmegin eftir því sem lengra út á vatnið kom.

Sammála voru menn að ferðin hafi verið frábær og mikill áhugi að endurtaka leikinn síðar. Svínavatnið er mikil vannýtt auðlynd, sem stendur vonandi til bóta.  Það hefur sannað sig sem einn frábærasti mótsstaður fyrir ísmót og enginn vafi er að fjölmargir almennir hestamann gætu haft hug á að koma með í skipulagða ferð um vatnið.

 

Myndir teknar af Magnúsi Ólafssyni og Sigurlaugu Markúsdóttur komnar inná myndaalbúm.

Flettingar í dag: 524
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 433377
Samtals gestir: 51179
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 07:37:52

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere