Blog records: 2023 N/A Blog|Month_1

22.01.2023 20:54

Vetrarstarfið

Æskulýðsstarf Neista fór af stað í gær með opnu húsi í reiðhöll og hesthúsi.

Félsgshesthúsið er fullt og þar eru eingöngu hestar fyrir börn og unglinga á námskeiðum.
Hestamannafélagið fór þess a leit við Hauk í Hvammi í haust, Horses & Tours - Íslandshesta, að fá lánaða hesta fyrir þá sem ekki eiga hesta en langaði á reiðnámskeið og það var auðsótt mál. Það var svo auðsótt að Haukur lánaði okkur allan útbúnað og kom með hestana úteftir til okkar. Bestu þakkir fyrir.
Við erum því vel búin hestum fyrir starfið okkar í vetur.

Á opnu húsi í gær var mikið fjör í hesthúsinu og krakkarnir sem ekki eiga hesta komu og prófuðu hestana og kynntust þeim.
45 börn og fullorðnir eru skráðir á námskeið í vetur.
Námskeiðin verða öll á sunnudögum og kennarar verða Lilja Maria Suska og Naemi Kestermann, báðar í reiðkennaranámi á Hólum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 

 

   

 

   

09.01.2023 21:15

Mót vetrarins

 

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá fyrir mót vetrarins.
Frekari upplýsingar koma þegar nær dregur ?
# Föstudagur 27.01 - Smalinn
# Laugardagur 25.02 - Þrígangur
# Föstudagur 17.03 - Fjórgangur
# Miðvikudagur 19.04 - Tölt
# Laugardagur 27.05 - Fimmgangur utandyra
# Laugardagur 17.06 - Félagsmót utandyra
- Flokkur verður fyrir unghesta
Þetta verður fjör! ????
 
Mótanefnd

09.01.2023 15:53

Íþróttamenn ársins 2022

Kjör Íþróttamanns ársins 2022 hjá USAH var með breyttu sniði  og var athöfnin nú í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi 29. desember 2022.

Þar varð okkar fólk í 2. og 3. sæti  en Íþróttamaður ársins var Sigríður Soffía Þorleifsdóttir frá Ungmennafélagi Bólstaðarhlíðarhrepps.

Í 2. sæti varð Una Ósk Guðmundsdóttir og í þriðja sæti varð Guðrún Rut Hreiðarsdóttir.

Við sama tilefni voru í fyrsta sinn veittar viðurkenningar til ungra og efnilega íþróttamanna hjá USAH sem tilnefnd voru af aðildarfélögum sambandsins. Eftirtalin hlutu viðurkenningar:

Elías Már Víðisson, Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps, Elísa Bríet Björnsdóttir, Umf Fram, Harpa Katrín Sigurðardóttir, Umf. Geislum, Samúel Ingi Jónsson, Skotf. Markviss, Sigurjón Bjarni Guðmundsson, Umf. Hvöt og Sunna Margrét Ólafsdóttir, Hestamannaf. Neista.

 

 

 

 
  • 1
Today's page views: 1210
Today's unique visitors: 11
Yesterday's page views: 2139
Yesterday's unique visitors: 43
Total page views: 1137889
Total unique visitors: 94355
Updated numbers: 1.7.2025 07:16:57

Menu

Um hestamannafélagið Neista

Name:

Hestamannafélagið Neisti

Birthday:

1943

Address:

540 Blönduós

Location:

Blönduós

About:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Social security number:

480269-7139

Links

clockhere